Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 80
80 1. júní 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginMorgunblaðið 10. desember 1972 Áfengt gos vinsælt hjá unglingum Á rið 1998 urðu áfengir gosdrykkir (alcopop) vinsælir hér á landi, sérstaklega hjá ung- mennum og unglingum. En á sama tíma voru drykkirnir að hefja innreið sína á markaði víða í Evrópu og margir höfðu áhyggjur af þessari nýju vöru. „Það hættulegasta við þetta er að þarna er höfðað til ung- linga en ekki fullorðinna. Það er ekkert áfengisbragð eða lykt af þessu gosi en áfengismagn- ið er til staðar,“ sagði Ólafur Haukur Árnason áfengisvarn- arráðunautur í samtali við DV 13. febrúar. Þórarinn Tyrfingsson, yf- irlæknir á Vogi, tók í sama streng. „Ríkisútsalan verð- ur að fara að gera upp við sig hvort hún ætlar að hafa bindindissjónarmið í huga því ef hún hefur það ekki þá er grundvöllurinn fyrir því að hafa þessa ríkisútsölu hrein- lega brostinn.“ Guðjón og Lydía föst í húsi sínu í viku Ö ldruð hjón, Guðjón Theó- dórsson og Lydía Guðjóns- dóttir, voru innilokuð í húsi sínu í Reykjavík í eina viku vegna fannfergis í febrúar árið 1984. „Það er sífellt verið að tala um ástandið úti á landi en svona getur það nú verið hér í Reykjavík,“ sögðu hjónin sem bjuggu á Hitaveitutorgi 1 í Smálöndunum. Mannhæðarhár skafl var fyrir dyrum og ómögulegt að komast út eða inn. Hjónin liðu þó engan skort þessa viku sem þau voru föst á heimili sínu því ættingjar komu með mat og aðrar nauðsynjar til þeirra. Verra var að þeim var farið að leiðast og Lydía þurfti að kom- ast í reglubundna læknisskoðun. Þau höfðu reynt að fá borgar- starfsmenn til að aðstoða sig en án árangurs. Hvorugt þeirra hafði séð svo mikinn snjó í þau sex ár sem þau höfðu búið í Smálöndunum. Glímukappi úr Mývatnssveit dæmdur fyrir samkynhneigð G uðmundur Sigurjónsson Hofdal, glímukappi úr Mý- vatnssveit, var árið 1924 dæmdur til átta mánaða betrunarvinnu fyrir kynferðismök við aðra karlmenn. Var hann því eini Íslendingurinn sem dæmdur var á grundvelli laga frá 1869 um „samræði gegn náttúrulegu eðli.“ Ólympíuleikar og stríð Guðmundur var frá bænum Litlu- strönd í Mývatnssveit og ólst þar upp í sárri fátækt og tíu systk- ina hópi eins og segir í bók Þor- valds Kristinssonar, Svo veistu að þú varst ekki hér. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1905, æfði glímu og þótti meðal þeirra bestu á landinu. Árið 1908 komst hann í sveitina sem send var á Ólympíuleikana til að sýna glímu. Guðmundur starfaði innan Ár- manns en einnig sem íþrótta- kennari á vegum Ungmennafé- lags Íslands. Strax á þeim árum fóru kvittir á kreik um að Guð- mundur liti fremur til karlmanna en kvenna en á Íslandi var þetta slíkt tabú að varla nokkur þorði að ræða það. Árið 1913 sigldi hann vestur til Kanada til að læra íþróttaþjálfun og þar féll hann fyrir ísknattleik, enda alinn upp á svellinu á Mý- vatni. Hann spilaði með og þjálfaði Íslendingaliðið Winnipeg Falcons og árið 1916 fór hann með flestum leikmönnum á vesturvígstöðvarn- ar til að berjast með Bandamönn- um við keisarann þýska. Eftir stríð- ið bjó hann um stund í Svíþjóð og árið 1920 flutti hann aftur heim til Íslands og tók upp fyrri iðju íþróttakennslu og þjálfunar. Á Íslandi fékk Guðmundur vinnu á Litla-Kleppi við Laufásveg og aðstoðaði þar geðsjúka. Þetta voru bannárin og Guðmundur var virkur góðtemplari. Iðulega kom hann upp um ólöglega áfengis- sölu í bænum og kærði til dæmis þrettán menn til lögreglu við litlar vinsældir. Kærður fyrir samkynhneigð Í janúar árið 1924 var Guðmundur kærður til lögreglunnar í Reykjavík. Maður að nafni Steindór Sigurðs- son sagði að Guðmundur hefði í september árið áður ítrekað reynt að fá hann til að hneppa frá sér buxunum og sýna sér ástaratlot. Hefði hann einnig heyrt frá fleir- um að Guðmundur væri haldinn „þessum mjög svo sorglega lesti“ að vilja hafa samræði við aðra menn. Steindór sakaði Guðmund einnig um slæma meðferð á geð- sjúkum í störfum sínum á Litla- Kleppi. Steindór dró kæruna seinna til baka og viðurkenndi að illvildarmenn Guðmundar úr sprúttheiminum, Kristmann Guð- mundsson og fleiri, hefðu boð- ið honum fé en rannsóknin hélt engu að síður áfram og málið var höfðað. Réttarhöldin yfir Guðmundi hófust í undirrétti þann 28. febrúar og fjórtán manns báru vitni. Guðmundur neitaði öllu til að byrja með og ljóst var að kæran um illa meðferð var röng. En eftir að vitnaleiðslur hófust var Guð- mundur settur í gæsluvarðhald og þá játaði hann að hafa átt í sam- böndum við karlmenn um nærri tveggja áratuga skeið, þar á meðal nokkurra þeirra sem vitnuðu í málinu. Hann sagðist einnig hafa hneigðir til kvenna en aldrei ung- linga undir 16 ára aldri. Enginn vitnaði um að samfarir í endaþarm hefðu átt sér stað en löggjöf víða um heim gegn samkynhneigð beindist sér í lagi gegn „sódómíu.“ Skýrasti vitn- isburðurinn kom frá tvítugum manni sem sagði að Guðmundur hefði nýtt sér ölvunarástand hans, boðið honum á Litla-Klepp og þar bæði fróað honum og veitt munn- gælur. Fordæmalaus niðurlæging Dómari komst að þeirri niður- stöðu að Guðmundur væri einn gerandi í málinu og sekur. Aðrir, sem viðurkennt höfðu að hafa stundað kynlíf með honum, voru taldir þolendur og sluppu við refs- ingu, þar á meðal 23 ára gamall maður sem titlaður var unglingur. Var Guðmundi gerð átta mánaða refsing í betrunarvinnu. Virðist þó sem dómurinn hafi reynst yfirvöldum vandræðalegur og hófst afplánunin ekki fyrr en níu mánuðum eftir uppkvaðningu. Guðmundur Thoroddsen læknir og Guðmundur Björnsson land- læknir gagnrýndu dóminn og töldu löggjöfina úrelta. Þeir töldu að nútímavísindi sýndu fram á að Guðmundur hefði ekki framið neinn glæp. Ætla má að þessi þrýstingur hafi valdið því að Guð- mundur afplánaði aðeins þrjá mánuði. En félagslegur skaði var skeð- ur. Guðmundur missti vinnuna og hraktist tímabundið úr ung- mennafélagsstarfinu. Í bók Þor- valds segir: „Niðurlæging hans var einsdæmi og auðmýking hans tengdist engu í reynsluheimi Ís- lendinga þeirrar tíðar.“ Fimm árum síðar sneri hann aftur í glímuna og gat sér gott orð allar götur síðan þótt pískrað væri um hann. Guð- mundur lést árið 1967. n Dalvegi 16b / S. 510 0500 ERTU TENGDUR FYRIR HM ? ÞEGAR ÞÚ VILT SJÁ MEIRA ERUM MEÐ LAUSNIR FYRIR HEIMILIÐ OG SUMARBÚSTAÐI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.