Jökull


Jökull - 31.12.2001, Page 42

Jökull - 31.12.2001, Page 42
Thorsteinsson et al. Hofsjökli miðjum. Ákoma hefur þar verið að með- altali 3,3m/ári (vatnsgildi) á árabilinu 1987-2001 og sumarleysing er þar sáralítil. Sjö manna leiðangur hélt á Hofsjökul 30. júlf og dvaldi á hábungunni til 10. ágúst. Jeppar og vélsleðar fiuttu fólk og ýmsan farangur, en borbúnaður allur og meiðhýsi í eigu Landsvirkjunar var dregið upp jökul með snjóbíl Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík. Bor- inn var reistur í tjaldi á hábungunni og einnig var sett þar upp aðstaða til að ljósmynda kjarnana, mæla eðlis- þyngd þeirra og saga þá niður. Kjarnarnir voru síðan settir í frystikistu, sem höfð var í gangi í búðunum. Frystigámi knúnum dísilvél var ekið með flutninga- bíl frá Reykjavík að norðurjaðri jökulsins og var hann hafður þar í gangi meðan á borun stóð. Iskjarnarnir voru fluttir í sérhönnuðum kössum úr einangrunar- plasti frá borstað til geymslu í gámnum. Að borun lokinni var ískjarninn sendur í heilu lagi til Alfred Wegener stofnunarinnar og gerðar þar á honum marg- víslegar rannsóknir. Þýski kjarnaborinn er smíðaður til notkunar á gaddjöklum og var við margvíslega erfiðleika að etja á Hofsjökli, sem er þíðjökull eins og allir aðrir jöklar landsins. Borun gekk greiðlega í snjó og hjarni ofan við 35 m dýpi og meðallengd ískjarna var um 1 m. Vatnsborð var á 35 m dýpi í jöklinum og neðan þess var borun mun torveldari. Vatn lak inn í bormótor- inn og tilraunir til að vatnsverja hann báru ekki árang- ur. Mótorinn varð aflminni er hann fylltist af vatni, en hætti þó ekki að vinna. Flutningur borsvarfs frá krónu upp eftir sniglum á ytri hluta kjarnarörs og upp í svarfhólf í efri hluta kjarnarörs gekk treglega neðan vatnsborðs og mótorinn gafst upp er 20-40 cm höfðu verið boraðir. Þá er borinn ekki smíðaður til að ferðast um vökvafyllta borholu og fer því mikill tími í að láta hann síga niður og hífa hann upp. Borkrónan virð- ist þó henta vel til borunar í þíðjökla og áfrystingar á borhnífum varð ekki vart að neinu ráði. Tilraunir til að auðvelda borun með ísóprópanóli báru takmarkað- an árangur. Þegar 85 m dýpi var náð, var gerð tilraun til að auðvelda borun með því að dæla vatninu úr hol- unni. Hún tæmdist á um hálfri klst. en ekki greiddi þetta fyrir borun að neinu ráði. Vatnsborð hækkaði aftur upp í 3 m á 6 klst. Alls var boraður 100,2 m lang- ur kjarni í 263 færum, á 9 dögum. Ásýnd ískjarnans var könnuð á borstaðnum og upplýsingar um lagskiptingu skráðar. Efst er vetrar- snjór, sem smám saman breytist í ógegnsætt hjarn. Umbreyting í jökulís er um garð gengin á 35 m dýpi og hafa þá holrými í hjarninu lokast af og myndað loftbólur, sem flestar eru 2-3 mm að þvermáli. I kjarn- anum greindust allmörg tær, bólulaus lög og eru þau sennilega mynduð við hrip og frystingu bræðsluvatns nærri yfirborði að sumarlagi. Eðlisþyngd var mæld með hefðbundnum hætti á borstað og einnig ákvörðuð með nákvæmari aðferð- um við AWI í október 2001. Þar var mæld deyfing gammageisla, sem skotið var gegnum kjarnann með 5 mm millibili og má út frá þeim gögnum reikna eðlis- þyngdina. Hún eykst jafnt og þétt úr um 500kg/m3 við yfirborð og helst stöðug í rúmlega 900 kg/m3 neð- an við 40 m dýpi. Jökulís (p = 830kg/m3) hefur myndast á 35 m dýpi og er grunnvatnsborð í jöklinum við þau skil. Mesta eðlisþyngd mældist 925±9kg/m3 og er sú niðurstaða í samræmi við uppgefin gildi á eðlisþyngd jökulíss í fræðiritum (917-920 kg/m3). Tvö gjóskulög fundust í kjarnanum og eru bæði úr nýlegum Heklugosum. Lag úr gosinu árið 1991 fannst á 40,7 m dýpi og úr gosinu 1980 á 69,9 m dýpi. Að auki greindust nokkur ryklög í kjarnanum við skoðun með berum augum. Rykið berst með vindi frá hálend- inu upp á jöklana, einkum síðla sumars, og er talið að nota megi slfk ryklög til greiningar árlaga í ískjörnum, sem boraðir eru á jöklum landsins. Þótt tilraun þessi til borunar á Hofsjökli hafi heppnast allvel, er ljóst að AWI-borinn hentar ekki vel til borana í þíðjökla. Eftirfarandi breytinga er þörf til að borun gangi greiðlegar: 1) Auðvelda þarf vatnsstreymi framhjá bornum og í gegnum hann, til að auka ferðahraða upp og niður í holunni. 2) Setja þarf vatnsþéttan og öflugri mótor í borinn. 3) Breyta þarf kjarnaröri og svarfhólfi þannig að flutningur á borsvarfi gangi greiðlegar. Við þær breytingar er eðli- legast að hafahliðsjón af hönnun Bárðarbunguborsins og nýjustu gerð djúpbora. Kjarnarör þarf að stytta um helming og útbúa svarfhólf utan um stöng, sem teng- ir saman bormótor og kjarnarör. Svarfið flýtur þá af sniglinum beint upp í hólfið. Ákveðið hefur verið að stefna að nýsmíði kjarna- bors hérlendis og frekari borunum á jöklum landsins. 40 JÖKULLNo. 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.