Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 42
Thorsteinsson et al.
Hofsjökli miðjum. Ákoma hefur þar verið að með-
altali 3,3m/ári (vatnsgildi) á árabilinu 1987-2001 og
sumarleysing er þar sáralítil.
Sjö manna leiðangur hélt á Hofsjökul 30. júlf og
dvaldi á hábungunni til 10. ágúst. Jeppar og vélsleðar
fiuttu fólk og ýmsan farangur, en borbúnaður allur og
meiðhýsi í eigu Landsvirkjunar var dregið upp jökul
með snjóbíl Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík. Bor-
inn var reistur í tjaldi á hábungunni og einnig var sett
þar upp aðstaða til að ljósmynda kjarnana, mæla eðlis-
þyngd þeirra og saga þá niður. Kjarnarnir voru síðan
settir í frystikistu, sem höfð var í gangi í búðunum.
Frystigámi knúnum dísilvél var ekið með flutninga-
bíl frá Reykjavík að norðurjaðri jökulsins og var hann
hafður þar í gangi meðan á borun stóð. Iskjarnarnir
voru fluttir í sérhönnuðum kössum úr einangrunar-
plasti frá borstað til geymslu í gámnum. Að borun
lokinni var ískjarninn sendur í heilu lagi til Alfred
Wegener stofnunarinnar og gerðar þar á honum marg-
víslegar rannsóknir.
Þýski kjarnaborinn er smíðaður til notkunar á
gaddjöklum og var við margvíslega erfiðleika að etja
á Hofsjökli, sem er þíðjökull eins og allir aðrir jöklar
landsins. Borun gekk greiðlega í snjó og hjarni ofan
við 35 m dýpi og meðallengd ískjarna var um 1 m.
Vatnsborð var á 35 m dýpi í jöklinum og neðan þess
var borun mun torveldari. Vatn lak inn í bormótor-
inn og tilraunir til að vatnsverja hann báru ekki árang-
ur. Mótorinn varð aflminni er hann fylltist af vatni,
en hætti þó ekki að vinna. Flutningur borsvarfs frá
krónu upp eftir sniglum á ytri hluta kjarnarörs og upp
í svarfhólf í efri hluta kjarnarörs gekk treglega neðan
vatnsborðs og mótorinn gafst upp er 20-40 cm höfðu
verið boraðir. Þá er borinn ekki smíðaður til að ferðast
um vökvafyllta borholu og fer því mikill tími í að láta
hann síga niður og hífa hann upp. Borkrónan virð-
ist þó henta vel til borunar í þíðjökla og áfrystingar á
borhnífum varð ekki vart að neinu ráði. Tilraunir til
að auðvelda borun með ísóprópanóli báru takmarkað-
an árangur. Þegar 85 m dýpi var náð, var gerð tilraun
til að auðvelda borun með því að dæla vatninu úr hol-
unni. Hún tæmdist á um hálfri klst. en ekki greiddi
þetta fyrir borun að neinu ráði. Vatnsborð hækkaði
aftur upp í 3 m á 6 klst. Alls var boraður 100,2 m lang-
ur kjarni í 263 færum, á 9 dögum.
Ásýnd ískjarnans var könnuð á borstaðnum og
upplýsingar um lagskiptingu skráðar. Efst er vetrar-
snjór, sem smám saman breytist í ógegnsætt hjarn.
Umbreyting í jökulís er um garð gengin á 35 m dýpi
og hafa þá holrými í hjarninu lokast af og myndað
loftbólur, sem flestar eru 2-3 mm að þvermáli. I kjarn-
anum greindust allmörg tær, bólulaus lög og eru þau
sennilega mynduð við hrip og frystingu bræðsluvatns
nærri yfirborði að sumarlagi.
Eðlisþyngd var mæld með hefðbundnum hætti á
borstað og einnig ákvörðuð með nákvæmari aðferð-
um við AWI í október 2001. Þar var mæld deyfing
gammageisla, sem skotið var gegnum kjarnann með
5 mm millibili og má út frá þeim gögnum reikna eðlis-
þyngdina. Hún eykst jafnt og þétt úr um 500kg/m3
við yfirborð og helst stöðug í rúmlega 900 kg/m3 neð-
an við 40 m dýpi. Jökulís (p = 830kg/m3) hefur
myndast á 35 m dýpi og er grunnvatnsborð í jöklinum
við þau skil. Mesta eðlisþyngd mældist 925±9kg/m3
og er sú niðurstaða í samræmi við uppgefin gildi á
eðlisþyngd jökulíss í fræðiritum (917-920 kg/m3).
Tvö gjóskulög fundust í kjarnanum og eru bæði úr
nýlegum Heklugosum. Lag úr gosinu árið 1991 fannst
á 40,7 m dýpi og úr gosinu 1980 á 69,9 m dýpi. Að
auki greindust nokkur ryklög í kjarnanum við skoðun
með berum augum. Rykið berst með vindi frá hálend-
inu upp á jöklana, einkum síðla sumars, og er talið að
nota megi slfk ryklög til greiningar árlaga í ískjörnum,
sem boraðir eru á jöklum landsins.
Þótt tilraun þessi til borunar á Hofsjökli hafi
heppnast allvel, er ljóst að AWI-borinn hentar ekki
vel til borana í þíðjökla. Eftirfarandi breytinga er
þörf til að borun gangi greiðlegar: 1) Auðvelda þarf
vatnsstreymi framhjá bornum og í gegnum hann, til
að auka ferðahraða upp og niður í holunni. 2) Setja
þarf vatnsþéttan og öflugri mótor í borinn. 3) Breyta
þarf kjarnaröri og svarfhólfi þannig að flutningur á
borsvarfi gangi greiðlegar. Við þær breytingar er eðli-
legast að hafahliðsjón af hönnun Bárðarbunguborsins
og nýjustu gerð djúpbora. Kjarnarör þarf að stytta um
helming og útbúa svarfhólf utan um stöng, sem teng-
ir saman bormótor og kjarnarör. Svarfið flýtur þá af
sniglinum beint upp í hólfið.
Ákveðið hefur verið að stefna að nýsmíði kjarna-
bors hérlendis og frekari borunum á jöklum landsins.
40 JÖKULLNo. 51