Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 8
8 FÓKUS - VIÐTAL 11. janúar 2018 Bjóðum uppá frítt söluverðmat Grensásvegi 13, 108 Reykjavík / S: 570 4800 Næsti kafli hefst hjá okkur Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is E ydís Eir Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar henni var nauðgað af hótelstarfs- manni. Ótrúleg atburðarás leiddi til þess að hún endaði sjálf í fangelsi þegar hún hugðist leita réttar síns. Hún lokaði á atburðina lengi vel en tók að lokum þá ákvörðun að nýta reynslu sína til góðs. Útkoman var stuttmynd sem byggð er á sögu hennar, en með henni vill Eydís vekja athygli á stöðu brotaþola kynferðis ofbeldis alls staðar í heiminum. Kaotísk atburðarás Hverfum til ársins 2014. „Það var mjög „spontant“ ákvörðun að fara til Tyrklands. Ég var í þannig aðstæðum að ég þráði að komast í burtu frá öllu. Ég ætl- aði að vera ein þarna úti, skrifa, lesa og bara slaka á,“ segir Eydís. Í gegnum íslenska ferðaskrif- stofu bókaði hún vikulanga „all inclusive“ dvöl á hóteli í strand- borginni Alanya. Aðeins nokkrum klukkustundum síðar var hún komin um borð í flugvél. Á fyrsta degi ferðarinnar átti Eydís í sam- skiptum við starfsmann í mót- töku hótelsins eftir að hún hafði gleymt herbergislyklinum inni í herberginu. Starfsmaðurinn var að hennar sögn mjög dónalegur í framkomu. „Einhverra hluta vegna bjó hann til mikið vesen úr því að ég hefði læst mig úti og spurði mig alls konar spurninga. Hann fylgdi mér síðan upp á herbergi til að hleypa mér inn.“ Hún bætir við að starfs- maðurinn hafi þar af leiðandi vit- að í hvaða herbergi hún var og að hún væri ein á ferð í Tyrklandi. Sama dag komst Eydís í kynni við tvo íslenska stráka sem dvöldu á sama hóteli. Vel fór á með þeim og þau skemmtu sér saman við sundlaugarbakkann fram eftir kvöldi. Þaðan hélt Eydís ein upp á hótelherbergi og sofnaði. Þrátt fyrir að hafa markvisst unnið í sjálfri sér og tekist á við atburði fortíðarinnar þá á Eydís engu að síður erfitt með að rifja upp þessa örlagaríku nótt. Í minn- ingunni vaknar hún upp í kolniða- myrkri og er ekki lengur ein í her- berginu. Starfsmaður hótelsins sem hún hitti fyrr um daginn hafði brotist inn og ráðist á hana þar sem hún svaf. „Ég lá á maganum og var klædd í náttkjól sem var búið að lyfta upp. Ég fríkaði algjörlega út og trylltist. Þetta var allt saman svo kaotískt.“ Eydís segir átök hafa orðið á milli þeirra tveggja og í hama- ganginum hafi meðal annars borð í herberginu skemmst og sjón- varp brotnað. Hún segir annan af íslensku strákunum hafa kom- ið henni til aðstoðar og farið inn á herbergið þar sem frekari átök Fangelsuð þegar hún leitaði réttar síns n Nauðgað af hótelstarfsmanni í Tyrklandi n Meðhöndluð sem glæpa- maður n Safnar fyrir gerð stuttmyndar um reynslu sína á Karolina Fund MYND: SVANUR/DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.