Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 8
8 FÓKUS - VIÐTAL 11. janúar 2018
Bjóðum uppá frítt söluverðmat
Grensásvegi 13, 108 Reykjavík / S: 570 4800
Næsti kafli
hefst hjá okkur
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
E
ydís Eir Björnsdóttir var í
fríi í Tyrklandi þegar henni
var nauðgað af hótelstarfs-
manni. Ótrúleg atburðarás
leiddi til þess að hún endaði sjálf
í fangelsi þegar hún hugðist leita
réttar síns. Hún lokaði á atburðina
lengi vel en tók að lokum þá
ákvörðun að nýta reynslu sína til
góðs. Útkoman var stuttmynd sem
byggð er á sögu hennar, en með
henni vill Eydís vekja athygli á
stöðu brotaþola kynferðis ofbeldis
alls staðar í heiminum.
Kaotísk atburðarás
Hverfum til ársins 2014.
„Það var mjög „spontant“
ákvörðun að fara til Tyrklands. Ég
var í þannig aðstæðum að ég þráði
að komast í burtu frá öllu. Ég ætl-
aði að vera ein þarna úti, skrifa,
lesa og bara slaka á,“ segir Eydís.
Í gegnum íslenska ferðaskrif-
stofu bókaði hún vikulanga „all
inclusive“ dvöl á hóteli í strand-
borginni Alanya. Aðeins nokkrum
klukkustundum síðar var hún
komin um borð í flugvél. Á fyrsta
degi ferðarinnar átti Eydís í sam-
skiptum við starfsmann í mót-
töku hótelsins eftir að hún hafði
gleymt herbergislyklinum inni í
herberginu. Starfsmaðurinn var
að hennar sögn mjög dónalegur í
framkomu.
„Einhverra hluta vegna bjó
hann til mikið vesen úr því að ég
hefði læst mig úti og spurði mig alls
konar spurninga. Hann fylgdi mér
síðan upp á herbergi til að hleypa
mér inn.“ Hún bætir við að starfs-
maðurinn hafi þar af leiðandi vit-
að í hvaða herbergi hún var og að
hún væri ein á ferð í Tyrklandi.
Sama dag komst Eydís í kynni
við tvo íslenska stráka sem dvöldu
á sama hóteli. Vel fór á með þeim
og þau skemmtu sér saman við
sundlaugarbakkann fram eftir
kvöldi. Þaðan hélt Eydís ein upp á
hótelherbergi og sofnaði.
Þrátt fyrir að hafa markvisst
unnið í sjálfri sér og tekist á við
atburði fortíðarinnar þá á Eydís
engu að síður erfitt með að rifja
upp þessa örlagaríku nótt. Í minn-
ingunni vaknar hún upp í kolniða-
myrkri og er ekki lengur ein í her-
berginu. Starfsmaður hótelsins
sem hún hitti fyrr um daginn hafði
brotist inn og ráðist á hana þar
sem hún svaf.
„Ég lá á maganum og var klædd
í náttkjól sem var búið að lyfta upp.
Ég fríkaði algjörlega út og trylltist.
Þetta var allt saman svo kaotískt.“
Eydís segir átök hafa orðið á
milli þeirra tveggja og í hama-
ganginum hafi meðal annars borð
í herberginu skemmst og sjón-
varp brotnað. Hún segir annan
af íslensku strákunum hafa kom-
ið henni til aðstoðar og farið inn
á herbergið þar sem frekari átök
Fangelsuð þegar hún
leitaði réttar síns
n Nauðgað af hótelstarfsmanni í Tyrklandi n Meðhöndluð sem glæpa-
maður n Safnar fyrir gerð stuttmyndar um reynslu sína á Karolina Fund
MYND: SVANUR/DV