Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 10
10 11. janúar 2018FRÉTTIR Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýsting og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum Ó mar Alejandro Waldosson segist hafa orðið fyrir fólsku- legri líkamsárás af hálfu fimm dyravarða á skemmti- staðnum Kiki þann 11. ágúst síðast- liðinn. Ástæðuna telur hann vera persónulegar deilur á milli hans og eins af starfsmönnum staðarins. Hann hefur lagt fram kæru á hendur staðnum og hyggst leita réttar síns. Eigandi Kiki vísar ásökunum á bug. Engar öryggismyndavélar nálægt Í samtali við DV segist Ómar lengi hafa verið fastagestur á Kiki og vel þekktur á meðal starfsfólksins. Hann hafi verið kunningi barþjóns á staðnum en síðan hafi slest upp á vinskapinn. Hann segir að deilurnar og leiðindin á milli hans og um- rædds starfsmanns hafi átt einhvern þátt í því að hann varð fyrir líkams- árás á Kiki þetta umrædda kvöld. „Þegar ég kom inn á Kiki þá fóru dyraverðirnir að elta mig út um allt og létu mig ekki í friði. Það var mjög óþægilegt. Ég ákvað þess vegna að fara til barþjónsins, af því að ég mér fannst líklegt að hann hefði eitthvað með þetta að gera. Hann fór með mig afsíðis svo við gætum spjallað saman og tók mig með sér inn í litla kompu sem er nálægt anddyrinu. Mér fannst það frekar skrítið af því að við höfðum aldrei farið þangað til að tala saman, við töluðum alltaf saman úti á reykingasvæðinu,“ seg- ir Ómar og bætir við að inni í komp- unni séu skiljanlega engar öryggis- myndavélar. „Við náðum samt eiginlega ekk- ert að spjalla af því að skyndilega var bankað á hurðina og ég heyrði í dyravörðunum fyrir utan. Allt í einu ruddust fjórir dyraverðir inn, ásamt konu sem starfar sem dyravörður á staðnum, en var ekki á vakt þetta kvöld. Þau lokuðu dyrunum og þarna réðust þau öll á mig, lömdu mig í andlitið mörgum sinnum og spörkuðu í mig. Það var líka haldið fyrir muninn á mér og ég var tekinn hálstaki. Ég gat ekkert varið mig. Þú getur ímyndað þér hvernig það er að vera laminn af mönnum sem eru þjálfaðir í fangbrögðum. Ég hélt að líf mitt myndi bara enda þarna. Þetta stóð yfir í margar mínútur.“ Ómar segir að dyraverðirnir hafi síðan loksins byrjað að sleppa tök- unum og draga úr barsmíðun- um þannig að hann náði að losa sig. Hans viðbrögð hafi þá verið að sparka frá sér, en hann segist hafa verið ringlaður og hræddur á þessu augnabliki. „En akkúrat þá kom lögreglan og sá þetta. Dyraverðirnir sögðu þá auðvitað að ég hefði ráðist á þá, sem er auðvitað ekki rétt.“ Læstur inni í 12 klukkustundir Ómar var í kjölfarið handtekinn og færður í fangaklefa. Hann segir: „Lögreglan gaf mér ekki einu sinni tækifæri á að tjá mig eða verja mig, þeir drógu mig út í bíl og héldu mér niðri á gólfinu í löggubílnum. Þetta var ótrúlega niðurlægjandi. Tveir af þeim stigu ofan á bakið á mér. Þeir gerðu grín að mér, gerðu grín að hreimnum mínum og sögðu að ég ætti að læra að tala íslensku. Ég missti allt álit á lögreglunni þarna.“ Ómar segist hafa þurft að dvelja í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í tólf klukkustundir samfleytt, án þess að fá vott eða þurrt. Hann hafi verið í miklu áfalli. „Þegar mér var loksins sleppt þá gat ég varla talað eða gengið. Sím- inn var straumlaus og ég gat ekkert hringt. Ég gekk frá lögreglustöðinni og alla leið upp á Hringbraut þar sem strætóbílstjóri gaf mér far upp á spítalann í Fossvogi. Ég var allur sjúskaður og illa farinn.“ Ómar fékk áverkavottorð á bráðamóttöku en hann reyndist vera tognaður í baki og með bólgur og marbletti víða um líkamann. Hann segist hafa liðið miklar þján- ingar bæði vegna framkomu starfs- fólks Kiki og vegna framkomu lög- reglunnar þetta kvöld. „Ég er greindur með kvíðaröskun og þunglyndi. Ég var beittur ofbeldi í æsku sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt og ég hef verið í endurhæfingu vegna þess. Þetta vakti þess vegna upp margar vondar tilfinningar. Þessi árás skemmdi mjög stóran part af endurhæfingunni.“ Ómar tjáði sig um atvikið inni á lokuðum hópi á Facebook, sem ætlaður er samkynhneigðum karl- mönnum. Hann segir fjölmarga hafa ritað athugasemd undir færsl- una og tjáð sig um neikvæða reynslu af skemmtistaðnum Kiki. Eigandi Kiki hafi síðan sjálfur skrifað athugasemd undir færsluna og sagt að umræddir starfsmenn yrðu sendir í leyfi þar til málið væri búið. Það hafi hins vegar ekki verið gert. „Það er mjög neikvætt viðhorf til staðarins innan „gay“ samfélagsins. Margir sem hafa upplifað áreiti, of- beldi, hommafóbíu og leiðinlega þjónustu.“ Vill ná fram réttlæti Ómar hefur nú lagt fram kæru á hendur Kiki og einstaklingun- um fimm vegna málsins og krefst miskabóta. Aðspurður segist hann hafa drukkið áfengi þetta kvöld, en hann hafi þó alls ekki verið dauða- drukkinn. „Vinir mínir geta staðfest það. Ég hef aldrei á ævinni verið blekaður, enda finnst mér það niðurlægjandi. Ég vil geta haft stjórn á mér. Ég er með vitni sem segjast hafa heyrt dyraverðina vera að monta sig af því að hafa náð að berja mig. Ég vil ná fram réttlæti og ég vil vara aðra við þessum stað.“ Harma atburðarásina DV hafði samband við Árna Grétar Jóhannsson, annan eigenda Kiki, og sendi hann frá sér meðfylgjandi yfir- lýsingu vegna málsins. Yfirlýsing Kiki Queer Bar í heild sinni: „Kiki Queer Bar er ekki og verð- ur aldrei staður þar sem ofbeldi af neinu tagi verður liðið, hvort sem það er af hendi starfsmanna eða gesta. Við hörmum þá atburðarás sem átti sér stað umrætt kvöld en kjósum að láta lögreglu og dómstóla um að úrskurða endanlega í þessu máli, verandi rétta og hlutlausa leiðin að niðurstöðu. Okkar viðbrögð voru strax á þá leið að setja umrædda starfsmenn í tímabundið leyfi meðan rætt var við allt starfsfólk hússins sem var að störfum umrætt kvöld og hlýða á þeirra frásögn af aðdraganda, atviki og eftirmálum. Var þeirra samróma frásögn ekki á nokkurn hátt í sam- ræmi við frásögn meints brotaþola. Í kjölfarið höfum við farið í að skerpa á okkar áherslum til þess að Kiki Queer Bar geti ávallt verið sem öruggastur áfangastaður í næturlífi Reykjavíkur. Okkar markmið er og verður ávallt örugg skemmtun fyrir alla, sama hvaða rönd regnbogans okkar gestir tilheyra.“ n KÆRIR ÁRÁS DYRAVARÐA Á KIKI n Telur að um skipulagða árás hafi verið að ræða n Endaði sjálfur í fangaklefa í 12 klukkutíma Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Ómar Alejandro Segist hafa orðið fyrir árás fimm dyravarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.