Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 37
Iðnaður er unaður 11. janúar 2019 KYNNINGARBLAÐ
Orkufell ehf. er rafverktaka-fyrirtæki sem sinnir öllum tegundum af raflögnum.
Fyrirtækið þjónustar fjarskipta-
veitur, er í lagningu og tengingu
ljósleiðara, setur upp hússtjórna-
kerfi, brunaviðvörunarkerfi, örygg-
is- og eftirlitsmyndavélakerfi, lýs-
ingarbúnað og margt fleira. „Ég er
sjálfur menntaður rafiðnfræðingur
og rafvirkjameistari auk þess sem
ég er löggildur raflagnahönnuð-
ur. Því er starfsvið fyrirtækisins
nokkuð vítt, en það þýðir líka að við
getum boðið upp á heildarlausnir
fyrir viðskiptavini okkar. Við sinnum
bæði einstaklingum, fyrirtækjum
og stofnunum. Það er ekkert verk-
efni of stórt eða of lítið fyrir okkur.
Einnig bjóðum við upp á að gera
þjónustusamninga við viðskipta-
vini okkar um reglubundið viðhald
raflagna,“ segir Pálmi Gíslason,
eigandi Orkufells ehf.
Heimahleðslustöðvar fyrir rafbíla
Sala rafbíla eykst með hverjum
degi, enda ódýrari í rekstri og
umhverfisvænn kostur. „Við höfum
fundið fyrir mikilli aukningu í fyrir-
spurnum varðandi val og uppsetn-
ingu hleðslustöðva. Hleðslutækin
sem fylgja rafbílunum teljast að
mati Mannvirkjastofnunar til svo-
kallaðra neyðarhleðslutækja. Þau
hlaða almennt á tíu amperum og
eru ekki ætluð til daglegrar notk-
unar.
Venjulegur veggtengill er hins
vegar ekki gerður fyrir fyrir svo
háan, stöðugan straum. Fólk
tekur stundum eftir að snúran frá
hleðslutækinu hitnar óeðlilega
mikið og stundum brenna klærn-
ar og tengillinn við álagið. Það er
mikilvægt að fylgjast með hvort
klærnar eru að hitna við hleðslu
því þá getur skapast brunahætta
og réttast að láta rafvirkja skoða
hvort tengillinn þolir álagið sem
hleðslutækið veldur og hvort ör-
yggið sem ver lögnina að tenglin-
um sé í lagi. Heimahleðslustöðvar
hlaða á 16–32 amperum og geta
því hlaðið rafbílinn að minnsta kosti
60% hraðar en neyðarhleðslutækin
sem fylgja bílunum. Heimahleðslu-
stöðvarnar eru þar að auki ætl-
aðar til daglegrar notkunar,“ segir
Pálmi.
Hleðslustöðvar fyrir fjölbýli
„Við bjóðum einnig upp á upp-
setningu hleðslustöðva fyrir fjöl-
býlishús. Þá setjum við, í samráði
við húsfélög, upp álagsdreifðar
hleðslustöðvar sem taka mið af
stærð heimtaugar. Við erum ekki
innflutningsaðilar að hleðslu-
stöðvum heldur erum við ráð-
leggjandi í því að finna kerfi sem
hentar viðskiptavininum og getum
svo boðið upp á heildarlausn við
val og uppsetningu. Við vorum til
dæmis að setja upp fyrsta flokks
heimahleðslustöðvarkerfi í bíla-
stæðahúsi í Kirkjulundi í samstarfi
við Ísorku, þar sem bílastæði eru
fyrir 35 bíla,“ segir Pálmi.
Sendu fyrirspurn þér að
kostnaðarlausu
Á vefsíðu fyrirtækisins er hægt að
senda skriflega fyrirspurn til fyr-
irtækisins. „Það er mjög einfalt að
senda okkur fyrirspurn í gegnum
vefsíðuna okkar. Hvort sem það er í
sambandi við val á hleðslustöð eða
almenna raflagnavinna. Við svör-
um eins fljótt og auðið er,“ segir
Pálmi.
Nánari upplýsingar má nálgast á
orkufell.is
Smiðjuvegur 4a, Græn gata, 200
Kópavogur
Sími: 571-3233
Netpóstur: orkufell@orkufell.is
Opið er alla virka daga frá
08.00–16.00. n
ORKUFELL:
Hlöðum rafbílinn rétt
Þorsteinn Þorvaldsson, Þorsteinn
Emilsson og Pálmi Gíslason
Pálmi með heimahleðslustöð
í bakgrunni.