Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 43
FÓKUS - VIÐTAL 4311. janúar 2018 fólks sem á kannski eignir frá 100 upp í 3.000 milljónir. Svona fólk lifir á fjármagnstekjum og borgar af þeim 22–30% skatt. Þegar fólk á svona mikið þá skipta skattleysis­ mörkin hlutfallslega mjög litlu máli. Hjá fólki sem hefur sínar tekjur úr lífeyrissjóði þá er staðan hins vegar sú að það sér ekki fimm­ eyring af fyrstu 100.000 krónunum sem það fær greiddar úr sjóðnum. Skattbyrðin af því sem þú vinnur þér inn sem öryrki er 74% af öllu umfram 25.000 krónur. Með tekju­ skerðingu eru greiðslur úr al­ mannatryggingum orðnar hluti af skattkerfinu en skerðing árið 2009 keyrði um þverbak. Skattbyrði ör­ yrkja almennt er á bilinu 37–74% en skattbyrði hinna ríku skjól­ stæðinga Bjarna er niður í 22%. Að VG geti sætt sig við þetta er mér al­ gjörlega óskiljanlegt.“ Sigurður segir að þrátt fyrir lágar bætur komist hann og Steinunn, eiginkona hans, þolanlega af. „Hún hefur ekki miklar tekjur af textílhönnuninni er hún er mjög dugleg við alls konar heimilis­ iðnað, býr til dæmis til sultur. Við borðum mjög ódýrt og svo erum við með reykinguna sem er bú­ bót. Ég lifi í raun á því sem ég var búinn að búa mér í haginn áður. Ég var ekki orðinn öryrki þegar við byrjuðum að byggja hér. Við byggðum annað hús í nágrenninu og sumarbústað í Þingvallasveit. Þetta seldum við og fluttum hing­ að. Ég hef alltaf verið handlaginn og gat gert ýmislegt sjálfur í þessu húsi, sem ábyggilega sparaði okk­ ur milljónir. Við erum með lágar afborganir af lánum. Við þetta bætist að ég hef verið að selja fá­ gætar bækur úr safni mínu sem ég hef fengið nokkra fjármuni fyrir. Þegar þetta allt leggst saman þá svona rétt sleppur þetta hjá okkur. En við höfum orðið að neita okkur um munað á borð við leikhúsferð­ ir og tónleika, sem við nutum mjög áður fyrr.“ Hvarflaði að þér þegar þú varst ungur maður dagskrárstjóri Rás- ar 2 að þú hefðir ekki efni á að fara á tónleika eða í leikhús þegar þú yrðir 68 ára? „Nei, það hvarflaði aldrei að mér,“ segir Sigurður og bendir á að margir öryrkjar hljóti að svelta þegar honum rétt tekst að komast af með mikilli útsjónarsemi. „Þeir sem hafa þungan húsnæðiskostn­ að hljóta að gera það.“ Útvarp Saga og málaferlin Á meðan viðskilnaður Sigurðar við Rás 2 á sínum tíma hefur ekki verið áberandi í fjölmiðlaumræðu þekkja margir til deilumála hans og Arnþrúðar Karlsdóttur, núver­ andi eiganda Útvarps Sögu. Arn­ þrúður og Sigurður voru á meðal fjórmenninga sem stofnuðu stöð­ ina á sínum tíma og störfuðu þar, en hinir voru Ingvi Hrafn Jónsson og Hallgrímur Þorsteinsson. „Eins og allir litlir fjölmiðlar lentum við í rekstrarerfiðleikum því við náð­ um ekki þeim auglýsingatekjum sem við þurftum. Þá var rætt um hvort við gætum selt stöðina. Arn­ þrúður talaði við Jóhannes í Bón­ us og fékk hann í lið með sér. Hann lagði henni til fé og hún ákvað að kaupa okkur út. Hún kaupir Ingva Hrafn út úr félaginu. Síðan stóð til að borga okkur Hallgrím út en það dróst. Þegar við höfðum ekki feng­ ið kaup í svolítinn tíma gengum við út og leituðum til lögfræðinga. Ég gerði við hana sátt og fékk ein­ hverja slummu af peningum en þeir fóru allir í lögfræðinginn svo ég fékk ekkert út úr þessu.“ Nokkrum árum síðar réð Arn­ þrúður hann til starfa á Útvarp Sögu. „Þetta voru ekki há laun en ég fékk frí á sumrin til að vinna sem leiðsögumaður og þar hafði ég mun hærri tekjur. Þetta gekk ágætlega en svo gerist það eitt haustið þegar ég kem úr sumar­ leyfinu og ætla að fara að byrja aft­ ur, að þá svarar hún ekki endur­ teknum skilaboðum frá mér. Og þegar ég loksins fæ skilaboð frá henni þá er það uppsögn með sms: „Það er ekki gert ráð fyrir þér í vetrardagskrá Siggi minn.“ Svona var það nú orðað. En ég var starfs­ maður þarna og í stéttarfélagi og það var ekki hægt að segja mér upp nema með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Arnþrúður var að lokum dæmd til að greiða mér uppsagnarfrestinn. Í millitíðinni notaði hún út­ varpsstöðina til að ausa yfir mig svívirðingum og illmælgi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þar hefði ég unnið meiðyrðamál, en ég er blaðamaður og fjölmiðlamaður og mér er illa við þetta meiðyrða­ málakjaftæði sem hefur verið í gangi í landinu, það getur haft hamlandi áhrif á málfrelsi. Hins vegar skil ég ekki hvers vegna Fjöl­ miðlanefnd greip ekki í taumana því þarna var eigandi útvarps­ stöðvar að nota miðilinn til að ausa svívirðingum yfir mann sem hún átti í deilu við út af launamál­ um. Aðstöðumunurinn var himin­ hrópandi. Ég skil ekki til hvers Fjölmiðlanefnd starfar ef ekki til að grípa inn í svona mál enda er hún bara til óþurftar og var stofn­ uð til að hafa pólitískan hemil á fjölmiðlum.“ Sigurður segist aldrei hlusta á Útvarp Sögu í dag og geti ekkert sagt um gæði stöðvarinnar. Hins vegar hafi verið mjög gaman að vinna þar á sínum tíma og sam­ starfsfélagarnir verið ágætir. „Arn­ þrúður var líka ágæt þegar hún var í lagi – en stundum var hún bara ekki í lagi.“ Sigurður vill ekki lýsa Arnþrúði nánar en þetta. Málfari á fjölmiðlum hrakað Sigurður unir sér meðal annar við hlusta á vandaða tónlist en fylgist líka töluvert með sínum gamla miðli, útvarpsrásum Ríkisútvarps­ ins. Honum þykir þeim þó hafa hnignað. Við tengjum þetta við umræðu um íslenskt mál en Sig­ urður sá lengi um þáttinn Daglegt mál í útvarpinu. „Um tveggja og hálfs árs skeið, frá 1984, sá ég um þennan þátt, flutti alls 270 þætti um daglegt mál. Ég hef vissulega nokkrar áhyggjur af tungumálinu en fólk á borð við Eirík Rögnvalds­ son, prófessor ermerítus, er að vinna gott starf, ekki síst með því að hvetja stjórnvöld til að leggja fé í máltækni, það er að þýða tölvu­ málið yfir á íslensku. Það er gífur­ lega mikilvægt. En það er fleira sem þarf að huga að og meðal þess er mál­ far í útvarpi, sem mér finnst hafa hnignað, líka á Rás 1 og 2. Það er kannski ekki von á góðu miðað við afstöðu núverandi málfars­ ráðunautar stofnunarinnar, Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, sem sagði í þætti nýlega að málverndarmaður væri sá sem réðist af illgirni gegn þeim sem töluðu ekki eins og hann. Þetta þykir mér undarlegt. Það hafa allir alvöru fjölmiðlar í heiminum reglur og handbók um hvernig talað skuli eða skrif­ að í þeirra miðli. Ég veit ekki til að slík bók sé til á RÚV. Árni Böðvars­ son, sem var málfarsráðunautur stofnunarinnar þegar ég starfaði þar, kunni þetta vel og gerði skýr­ an greinarmun á því málsniði sem átti að vera á milli rásanna tveggja, þar sem Rás 1 er mun formlegri. Í dag virðist mér þessi munur hafa þurrkast út. Núverandi dagskrár­ stjóri Rásar 1, Þröstur Helgason, virðist ekki hafa hugmynd um hvernig á að vinna í útvarpi né virðist hann hafa minnsta áhuga á að vita það. Mér þykir póst­ módernískt fúsk einkenna Rás 1 og popptónlist er farin að verða þar mjög áberandi. Ég hef ekkert á móti popptónlist enda stjórn­ aði ég popprás einu sinni, það er að segja að Rás 2 samanstóð af popptónlist, fréttum og þjóðfé­ lagsumræðu. Ég hef alltaf talið að alvarlegri tónlist ætti heima á Rás 1 en svo virðist ekki vera lengur. Ég hlusta töluvert á morgunútvarpið á Rás 2, sem er ágætt, en síðdegis­ útvarpið er stórundarlegt og þar virðast aldrei vera nein fréttamál til umræðu lengur.“ Trúaður en utan allra trúfélaga Sigurður er ekki bitur og unir hag sínum nokkuð vel. Hann talar hins vegar tæpitungulaust og sér enga ástæðu til að draga úr. Þær ávirðingar sem hann hefur látið falla um menn, flokka og stofnan­ ir í þessu viðtali hefur hann nán­ ast flutt með bros á vör. Hann seg­ ist hafa margt gott að lifa fyrir. „Ég á og hef átt margar margar yndis­ stundir með fjölskyldu og vinum. Synir mínir tveir hafa til dæmis gert mér kleift að fara til útlanda með því að borga undir mig ferðir.“ Aðspurður segir hann hins vegar að heilsan sé ekki góð þó að sjónin hafi batnað nokkuð aftur. „Ég fékk lömunarveiki í æsku, í síðasta löm­ unarveikifaraldrinum sem gekk yfir árið 1955. Þetta hefur haft í för með sér slitgigt sem ágerist mjög með aldrinum. En mér þykir ekki gaman að tala um sjúkdóma. Hins vegar skal ég alveg viðurkenna að minn skammtur af óþverra í þeim efnum hefur verið nokkuð stór.“ Sigurður kveðst aðspurður vera nokkuð trúaður en er þó utan allra trúfélaga, þar á meðal Þjóðkirkj­ unnar. „Mér var kennt að fara með kvöldbænir og signa mig á morgn­ ana í æsku,“ segir hann. Hann fylgir þessu nú ekki lengur en viðurkennir að hann biðji stund­ um. Hann leggur hins vegar mik­ ið upp úr trúfrelsi og meðal annars í því skyni hefur hann tekið að sér að vera athafnastjóri hjá félaginu Siðmennt sem iðkar borgaralegar athafnir sem valkost við kirkju­ legar. Aðspurður segist Sigurður ekki þekkja önnur dæmi um trúaðan mann sem komi að starfi Siðmenntar. n Við erum í þínu hverf i Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 Helluhraun 16-18 Fiskislóð 1 „Fleira sem þarf að huga að og meðal þess er málfar í útvarpi, sem mér finnst hafa hnignað, líka á Rás 1 og 2. Dýravinur Sigurður heldur hænur og fleiri dýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.