Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 35
Iðnaður er unaður 11. janúar 2019 KYNNINGARBLAÐ Bjarni Ingvar Halldórsson, eigandi fyrirtækisins Lagnir og lóðir ehf., hefur gaman af vinnunni. Það kemur sér vel því hann rekur nokkuð umfangsmikla starfsemi í jarð- og lagnavinnu með litlum mannafla og vinnur mikið sjálfur. Bjarni vinnur fyrir byggingaverktaka, fyrirtæki og stofn- anir, en mest fyrir einstaklinga – til dæmis þá sem þurfa að láta skipta um lagnir, helluleggja, tyrfa og/eða endurskipuleggja garðinn eða gera fínt í kringum sumarbústaðinn. Fyrir byggingaverktaka annast hann alla þá jarðvegsvinnu sem þarf að fram- kvæma áður en hús og önnur mann- virki eru byggð. „Ég er með nokkra starfsmenn á sumrin en færri á veturna,“ segir Bjarni en töluverðan tækjabúnað þarf til að halda starfsemi hans gangandi: „Ég er með gröfur, vörubíla, sendibíla og svo ýmis minni tæki og búnað,“ segir Bjarni en töluverður kostnaður er við að endurnýja slíkan tækjabúnað svo vel sé og stundum þarf að gera við fram á nótt til að hafa öll tæki klár fyrir daginn. „Ég er mjög mikið í drenlögnum, við mokum fyrir og skiptum um allar lagnir sem þarf, undir og við hús,“ segir Bjarni en lagnavinna getur orðið aðkallandi og er framkvæmd á öllum árstímum. „Það er verst ef það er mikil snjókoma eða mikið frost en annars getur þetta farið fram hvenær sem er.“ Lagnir og lóðir ehf. annast líka ýmis lagnaverkefni fyrir veitufyrirtæki og leggur og endurnýjar lagnir fyrir fyrir- tæki og stofnanir. Styttist í vorverkin Tíminn líður hratt, núna er kominn janúar og áður en við vitum af fer vorið að nálgast. Aðspurður hvaða verk sem tengjast hans starfsemi fólk ætti að huga að fyrir vorið segir hann: „Vetur hér geta verið ansi umhleyp- ingasamir og blautir þá verður fólk mjög oft vart við leka í kjöllurum. Ýmist eru þá lagnir ónýtar eða það vantar drenlagnir í kringum hús – en það er algengt í gömlum húsum. Þegar dren- lagnir eru ónýtar endurnýjum við þær og skiptum um allar lagnir sem þarf undir og við húsið, hvort sem um er að ræða fráveitu- eða neysluvatnslagnir. Fólk nýtir þá oft tækifærið og breytir staðsetningu niðurfalla, handlauga og klósetta. Þar sem vantar lagnir setjum við einfaldlega nýjar lagnir.“ Margir sem vilja umbreyta görðum sínum og lóðum leita til Lagna og lóða ehf. Bjarni segir gott að huga að slíkum verkefnum um leið og frost fer úr jörðu. Hann endurmótar garða, mokar fyrir hellulögnum, sólpöllum og heitum pott- um. Í sumarbústaðalöndum gerir hann vegi auk þess að umbreyta görðum og setja lagnir í og við sumarbústaði. Verksvæði fyrirtækisins er allt suð- vesturhorn landsins. Nánar má fylgjast með starfseminni á Facebook-síðunni Lagnir og lóðir. Til að fá nánari upplýsingar eða tilboð í verk er hægt að hringja í Bjarna í síma 891-9120 eða senda tölvupóst á net- fangið vaxandivandi@gmail.com n LAGNIR OG LÓÐIR EHF: Lagnavinna, jarðvinna og lóðavinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.