Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐA Sandkorn 11. janúar 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Þeir eru hinar glötuðu sálir M ér skilst að austur á Litla­ Hrauni sé ástandið að nálgast suðumark. Og þar eru fleiri vondir hlut­ ir að gerast. Eiturlyfjaneyslan vex og það er ekkert gert til að sporna gegn henni. Það er ekkert gert til þess að takast á við daglegt líf. Sjónarmið dómsmálaráðherra og fangelsismálastjóra virðist vera einfalt: Þetta eru og verða glæpa­ menn.“ Þessi klausa er úr leiðara Hrafns Jökulssonar í Alþýðublaðinu, 6. mars árið 1996. Leiðara um baga­ legt ástand í fangelsismálum sem Hrafn var kærður fyrir að birta en hann hafði sigur fyrir dómi. Tuttugu árum og tveimur betur hefur lítið sem ekkert breyst. Á aðeins tæpum þremur árum hafa þrír fangar fyrirfarið sér í fangels­ um landsins. Á Kvíabryggju, fang­ elsinu á Akureyri og nú á Litla­ Hrauni. Við leyfum Hrafni að fá orðið aftur. „Á Litla­Hrauni fer hins vegar fram stórfelld framleiðsla á harðsoðnum glæpamönnum. Óharðnaðir unglingar ganga í akademíu síbrotamanna og vona að einhvern tíma öðlist þeir sjálfir doktorsnafnbót í glæpamennsku. Sálfræðilegri eða félagslegri að­ stoð er ekki fyrir að fara nema í mýflugumynd. Mér er sagt að fangapresturinn geri sitt besta, en hann má sín ekki mikils, af því að hið opinbera lítur ekki á heimilis­ menn á Litla­Hrauni sem borgara í samfélaginu. Þeir eru hinar glöt­ uðu sálir.“ Í dag er fólk með geðsjúkdóma og fíknisjúkdóma vistað í fangels­ um landsins. Það er lítið amast við því að fólk með þessa sjúkdóma heyri undir dómsmálaráðuneytið en ekki heilbrigðisráðuneytið. Það er þegjandi samþykkt. Ekki nóg með það þá eru algerlega óviðunandi sálfræðimeðferðir og geðlæknisþjónusta í boði. Fyrir tveimur árum sagði Har­ aldur Erlendsson, geðlæknir á Litla­Hrauni, starfi sínu í fangels­ inu lausu. Ástæðan var sú að hann gat ekki einn sinnt öllum föngun­ um. Vandamálin þar inni voru mörg og mismunandi. Fíkn, þung­ lyndi, persónuleikaröskun, kvíði, athyglisbrestur og fleiri sjúkdómar. Mikil sjálfsvígshætta og áhætta á andlegum vandamálum tíföld miðað við það sem gengur og ger­ ist úti í samfélaginu. Litla­Hraun er ekki einsdæmi. Þegar fangi svipti sig lífi í fangelsinu á Akureyri vorið 2017 hafði sálfræðingur ekki stigið þar inn fæti í tvö ár. Þetta er gömul saga og ný. Helsta vanda­ málið er að þessir einstaklingar eiga ekki að vera þarna inni heldur á viðeigandi stofnunum og hljóta viðeigandi meðferð. Þessi harmur sem birtist okkur fréttum um sjálfsvíg fanga er auð­ vitað aðeins angi af því allsherjar klúðri sem íslensk geðheilbrigðis­ mál eru. Við sem samfélag erum ítrekað að bregðast veiku fólki. Við vitum öll innst inni að þessi mál eru ekki í lagi, margoft hefur ver­ ið bent á þetta í fjölmiðlum, sam­ félagsmiðlum og annars staðar. Það þarf að taka allt geðheil­ brigðiskerfið til gagngerrar endur­ skoðunar og dómskerfið samhliða því. Veikt fólk á ekki heima í lok­ uðu rými með ofbeldismönnum, nauðgurum og harðsvíruðum glæpamönnum. Þangað til yfir­ völd skilja það mun ekki líða á löngu þar til önnur harmafregn úr fangelsum landsins birtist. n Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Maður áhrifa Sævar Helgi Bragason, stjörnu­ áhugamaður Íslands númer eitt, er heldur betur að sanna sig sem maður áhrifa. Fyrir ári stóð hann einn upp og mót­ mælti flugeldum, sem kom illa við kaunin á mörgum. Ári síðar stökk fjöldi fólks á vagninn og sleppti því að kaupa flugelda. Eða plöntuðu trjám til stuðn­ ings björgunarsveitunum eins og Sævar mælti með. Sævar hefur mikla innistæðu hjá þjóðinni, einstaklega fróð­ ur, vel þokkaður og máli farinn. Þar að auki hefur hann þann einstaka hæfileika að fá fólk til að fá áhuga á umhverfis­ málum. Hingað til hafa margir talað fyrir daufum eyrum í þeim málaflokki. Óvíst er hvort Sævar hefði áhuga á að beita sér með bein­ um hætti í stjórnmálastarfi og þurfa þá að óhreinka sig í þeim pytt. Þar myndi hann hins vegar hafa mest áhrif og myndu flokkarnir, sérstaklega Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar bítast um að fá hann til liðs við sig. Ásgeir í Seðlabankann? Skipunartími Más Guðmunds- sonar seðlabankastjóra rennur út á þessu ári og líta margir hag­ fræðingar hýru auga til embætt­ isins. Ólíklegt þykir að nú­ verandi stjórn ráði pólitískan bankastjóra. Slíkt yrði einfald­ lega of eldfimt. Einn af þeim sem hafa minnt á sig í umræðunni er Ásgeir Jóns- son, dósent við Háskóla Íslands. Hefur hann meðal annars talað fyrir því að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið yrðu sam­ einuð að nýju. Skipun Ásgeirs gæti verið góð lending fyrir stjórnarflokkana. Hann þykir hneigjast til hægri en hefur samt tengingar til vinstri þar sem faðir hans, Jón Bjarnason, var ráðherra Vinstri grænna. Þar að auki er Ásgeir lítt umdeildur. Hvernig finnst þér Ófærð?Spurning vikunnar „Bara mjög góð“ Bryndís Ríkharðsdóttir „Fínt, góðir þættir“ Magnús Bjarnarsson „Mjög skemmtilegt“ Anna Björk Jónsdóttir „Ég horfði á fyrsta þáttinn og nennti ekki að horfa á meira“ Valdimar Johnsen Æsingur vikunnar: Manuela og Æ singur vikunnar að þessu sinni varð út frá Instagram­ sögu Manuelu Óskar Harðar­ dóttur, fegurðardrottningar og athafnakonu, á mánudaginn. Þar sagðist hún ekki sátt við fylgjendur sína og sagði það „fáránlegt!“ að fylgja henni en ekki setja „like“ við myndina. Fjöl­ miðlar gripu þetta á lofti, þar á meðal Bleikt sem notaði fyrirsögnina: „Manuela Ósk ósátt við glápara: „Þetta er svo shitty.“ Fréttin, sem innihélt skjáskot af Instagram­síðu Manuelu, vakti mikla athygli. Fyrir neðan mátti lesa ótal athugasemdir, í flestum tilfellum var hæðst að Manuelu og þeirri gerviþörf að fá „like“ á það sem er deilt á samfélagsmiðlum. Allar grófar athugasemd­ ir um hana voru fjarlægðar en að lokum þurfti að loka athugasemdakerfinu. Rúmum klukkutíma eftir að fréttin birtist voru komnir brandarar um málið í deilingu á samfélagsmiðlum. Manuela brást illa við netníðinu og athugasemd­ unum. Í yfirlýsingu á Instagram sagði hún engan eiga slíkt skilið og aðeins hefði verið um að ræða „spjall“ við fylgjendur sína en ekki lesendur fjöl­ miðla. Yfirlýsingin var birt á Bleikt sama kvöld. Daginn eftir, þriðjudag, var Manuela í viðtölum á K100 og á FM957. Í viðtölunum þvertók hún fyrir að leyfa „like“­um á samfélagsmiðlum að stjórna lífi hennar og þetta hefði verið hugsað sem hugleiðing á hennar eigin síðu. Fjallaði hún svo meira um málið á Snapchat á þriðjudaginn. Æsingurinn var að mestu leyti búinn eftir hádegi á þriðjudag fyrir utan nokkra brandara á samfélags­ miðlum um sárindi við að fá ekki nógu mörg „like“ á færslur sínar. Það síðasta sem heyrðist af stóra Manuelumálinu var í slúðurdálki Viðskiptablaðsins sem kom út á fimmtudag, þar var fyrsta frétt máls­ ins reifuð í grófum dráttum og sagt að það væri ekki alltaf sældarlíf að vera áhrifavaldur. n Ari Brynjólfsson ari@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.