Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 26
Iðnaður er unaður 11. janúar 2019KYNNINGARBLAÐ CARWASH.IS: Bíllinn verður eins og nýr Það ættu allir að þekkja mikilvægi þess að halda bílunum hreinum og lakkinu í góðu standi, enda gerir gott ástand á bílalakki manni töluvert auðveldara með almenn þrif auk þess sem það er einfaldlega skemmtilegra að keyra glansandi fína bifreið en grút- skítuga. „Við hjá CARWASH.IS höfum áratuga reynslu í mössun og þrifum á bílum. Okkar metnaður liggur í því að skila af okkur glansandi fínum og hreinum bílum og að viðskiptavinur- inn aki ánægður og stoltur í burtu,“ segir Gregory Jansson, eigandi CARWASH.IS. Bíllinn verður eins og nýr CARWASH.IS er nú flutt í glæsilegt og snyrtilegt húsnæði að Malarhöfða 2 í Reykjavík. „Þar erum við með fyrsta flokks aðstöðu til þess að bjóða upp á fyrirtaks þjónustu á hreinsun og bónun bíla. Við bjóðum meðal annars upp á djúphreinsun á sætum, teppum og loft- klæðningu í bifreiðum. Við náum öllum blettum úr sætum og öll ólykt er einnig á bak og burt. Bíllinn verður alveg eins og nýr að innan. Við bjóðum einnig upp á hraðmössun eða lakkmössun sem skilar bílnum alveg glansandi fínum. Það skemmir ekki fyrir að það verður svo töluvert auðveldara að þrífa bílinn að utan í kjölfarið. Óhrein- indin einfaldlega renna af. Svo erum við með tjöruhreinsun, alþrif, vélarþvott og margt fleira. Þú kemur bara til okkar og við metum bifreiðina, hvað þarf að gera, og við gefum verðhugmynd,“ segir Gregory. Nýir bílar þurfa líka ást CARWASH.IS býður einnig upp á meðferðir fyrir nýja bíla. „Margir gera sér ekki grein fyrir að það þarf líka að hugsa vel um nýja bíla. Við mælum oftast með hraðmössun og/eða bryn- gljávörn fyrir nýja bíla. Bryngjlávörn ver lakkið á nýjum bílum fyrir tjöru og er allt að 12 mánaða ending á vörninni. Við mælum einnig með hraðmössun á bílum sem eru allt niður í ársgamlir, sérstaklega ef þeir hafa alltaf ver- ið þrifnir með kústi. Við hraðmössun endurheimtist upprunalegur litur lakks- ins þar sem grunnar rispur í lakkinu eru fjarlægðar. Árangurinn er sá að bónið á bílnum endist lengur og bíllinn er þægilegri í þrifum,“ segir Gregory. Tandurhreinar fyrirtækjabifreiðar „Við erum einnig með stórsniðugar lausnir fyrir fyrirtæki sem reka margar bifreiðar handa starfsmönnum sínum. Þá gerum við þjónustusamninga um regluleg þrif á bílunum. Bílarnir eru alltaf tandurhreinir og í toppstandi og frábær auglýsing fyrir fyrirtækið. Það er fátt verri auglýsing fyrir fyrirtæki en skítugur og mattur bíll,“ segir Gregory. Malarhöfði 2, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar má nálgast á www.carwash.is og Facebook-síðunni CARWASH.IS Sími: 571-3050 Netfang: info@carwash.is Opið er alla virka daga frá 09–18 og laugardaga eftir pöntun. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.