Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 20
20 FÓKUS - VIÐTAL 11. janúar 2018 Opið virka daga k l. 12-18:30 Laugardag kl. 12 -16 Takmarkað magn ! 2.-12. jan. – Fegurðardrottningar fyrr og nú „Ég brosi í gegnum tárin“ F egurðarsamkeppnir hafa farið fram á Íslandi frá því árið 1950 þegar fyrsta Ung- frú Ísland-keppnin var haldin í skemmtigarðinum Tívolí í Vatnsmýrinni. Aðgangseyrinn átti að nota til hinna ýmsu verkefna, meðal annars til að lagfæra lóðina í kringum Iðnó. Sigurvegarar keppninnar (eða aðrar hlutskarpar stúlkur) hafa síðan farið og keppt í keppnum erlendis, eins og Ungfrú Heimur, Ungfrú Evrópa, Ungfrú Skandi- navia, Ungfrú Alheimur og Miss International. Fegurð íslenskra kvenna er rómuð um allan heim og eigum við fallegustu konur í heimi, sé miðað við hina alþekktu höfða- tölu. Árangur fegurðardrottninga okkar erlendis staðfestir það, til dæmis þrjár Ungfrú Heimur. Hér eru til taldar nokkrar af fegurstu konum fyrri ára. Sú fyrsta Kolbrún Jónsdóttir myndhöggvari var fyrsta Ungfrú Ísland, 1950. Fyrir kjörið hafði hún hlotið fyrstu verðlaun í myndhöggvara- list við Mills College í Kaliforníu þar sem hún lærði höggmyndalist. Kolbrún lést árið 1971. Sigríður Geirsdóttir vann keppnina 1959, ári síðar varð hún í þriðja sæti og vann titilinn Miss Photogenic í fyrstu Miss International- -keppninni. Sú myndvæna Alheimsfegurð Þrír Ungfrú Heimur-titlar hafa fallið íslenskum fegurðardrottn- ingum í skaut. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Hólmfríður Karlsdóttir (árið 1985) var hvorki kjörin Ungfrú Reykjavík né Ungfrú Ísland, en hún lenti í 2. sæti í keppninni. Hún fór hins vegar fyrir Íslands hönd í Ungfrú Heimur og vann eftirminnilega. Hófí dró sig alfarið úr sviðsljósinu um leið og hún skilaði kórónunni, hún vann sem leikskólakennari þegar hún vann titilinn og sneri aftur í það starf og sinnir því enn. Linda Pétursdóttir (árið 1988) var kjörin Ungfrú Austurland og Ungfrú Ísland, og sigraði síðan í Ungfrú Heimur. Leið Lindu lá síðan í heilsugeirann, hún stofnaði Baðhúsið, heilsurækt fyrir konur. Í haust tók Linda við stjórn Miss World á Íslandi og valdi fulltrúa Íslands í keppninni sem fór fram í Kína í desember. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir (árið 2005) var kjörin Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Ísland. Móðir hennar, Unnur Steinsson, var Ungfrú Ísland 1983, þá gengin þrjá mánuði á leið með Unni Birnu. Unnur Birna lærði síðan lögfræði og starfar í dag sem lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.