Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 58
58 FÓKUS 11. janúar 2018 LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 H ljómsveitin Hjaltalín er nú að koma saman eftir nokkurt hlé og hefur þegar tekið upp eitt lag. Plata gæti verið handan við hornið og hljóm- sveitin hefur þegar bókað Eld- borgarsal Hörpu í haust. DV ræddi við meðlimi Hjaltalín um samstarf- ið, ferilinn og heiftarlegt rifrildi um fisk. Fjöldinn gerir hlutina flókna Meðlimir Hjaltalín kynntust flestir í Menntaskólanum í Hamrahlíð og stofnuðu hljómsveitina í kringum lagasmíðakeppni þar haustið 2004. Fyrsta lagið sem þau gáfu út var jólalagið „Mamma kveikir kerta- ljós.“ Eftir þetta sömdu þau meira og komu fram á tónleikum. Lagið „Margt að ugga“ kom þeim síðan á kortið. Fjöldinn í bandinu var mjög rokkandi og um tíma voru alls níu í því. Auk hefðbundinna hljóðfæra voru fagott- og klarínettleikarar í bandinu. Síðan þá hefur fækkað og nú eru sex meðlimir; Högni söngv- ari og gítarleikari, Sigríður söngv- ari, Axel trymbill, Viktor fiðluleik- ari, Hjörtur hljómborðsleikari og Guðmundur bassaleikari. Hvernig hefur samstarfið gengið í gegnum tíðina? „Samstarfið hefur almennt séð verið gott, oft mjög gott,“ segir Hjörtur. „Þótt stundum sé erfitt að taka endanlega ákvörðun um sós- una þegar margir kokkar eru í eld- húsinu.“ Meðlimir Hjaltalín eru sammála um að fyrstu árin hafi verið sér- staklega skemmtileg. Þegar hljóm- sveitin var að skapa sér nafn. „Að spila á Nasa með tólf manna bandi í einhverri vitleysu og allt í steik var mjög gaman,“ segir Högni. „Svo ferðuðumst við mjög mikið og spiluðum gríðarlega mikið er- lendis árin 2009 til 2011. Okkur hefur alltaf þótt gaman að halda stóra tónleika, með miklu veseni og mörgum spilurum. Það var til að mynda svakalega gaman að halda tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói árið 2010. Við tókum þá tónleika upp á hljóð og mynd og gáfum út undir nafninu Alpanon. Eins þótti okkur ótrúlega gaman síðast þegar við héldum tónleika í Eldborg, árið 2014.“ Hnakkrifust um fisk Hjaltalín hefur verið í pásu í þó nokkurn tíma en er nú að snúa aft- ur og vinna að plötu. Hjörtur segir að það hafi hins vegar verið með- vituð ákvörðun að leggjast í híði. Hjörtur segir: „Við höfum alltaf með reglu- legu millibili haldið áfram vinnu við plötuna. En aðstæður voru ein- hvern veginn þannig að það meik- aði sens að allir myndu vera svolítið í sínu horni, að gera sitt. Á síðustu árum hafa þrír meðlimir eignast samanlagt fimm börn. Síðan hafa Högni og Sigga sinnt sínum ferlum, Guðmundur verið að pródúsera og taka upp plötur, Axel hefur ver- ið að vinna sem flugmaður, Viktor verið að semja kvikmyndatónlist í Berlín og ég verið að spila og kenna á fullu.“ Högni er leiðtogi sveitarinnar og er hann gjarnan kallaður for- sprakkinn af hinum meðlimunum. Í seinni tíð hafa aðrir hins vegar lagt meira í púkkið hvað varðar hugmyndavinnu og til að mynda semur Sigríður textana á nýju plöt- unni. Hjörtur sér um fjármálin og fleiri praktíska hluti í samstarfi við umboðsmanninn Steinþór Helga. Steinþór er einnig með puttana í sköpunarferlinu sjálfu og segir sína meiningu umbúðalaust. Viktor sér um útsetningar og Guðmundur um upptökur. Þá hefur Axel yfir- umsjón með öllu trommutengdu. Eins og í öllum langtímasam- böndum þá geta komið upp deilur. Sigríður segir: „Við áttum einu sinni heiftar- legt rifrildi á hóteli í Manchest- er um spurninguna: Hvor er betri, ýsa eða þorskur? Högni var á því að þorskur væri betri, og við hin vor- um í grunninn sammála því, en tókum þann pól í hæðina að ýsan væri æt samt sem áður. Þessi um- ræða tók um fimm klukkutíma og hefði mjög auðveldlega getað endað með limlestingu.“ Þurfa að plana með löngum fyrirvara Hefur hljómsveitin tekið miklum breytingum síðan þið byrjuðuð? „Já, það er margt öðruvísi en í byrjun,“ segir Sigríður. „Þá var svo margt sem gerðist á hljómsveita- ræfingum til dæmis. Við æfum minna núna. Þá höfðum við held- ur ekki aðgang að stúdíói alla daga eins og í dag. Hlutirnir þurftu að vera nokkuð klárir áður en við fór- um í upptökur. Í dag eru Gummi og Hjörtur með stúdíó þar sem við getum gert nánast allt sem við þurfum, þegar okkur langar til. Svo vinnuferlið hefur breyst mjög mikið.“ Þá segja meðlimir Hjaltalín að það hafi óumdeilanlega áhrif á starfið að meðlimirnir eru komnir í aðrar hljómsveitir og sólóferla. Til að mynda býr Viktor ekki á Íslandi og Högni spilar mikið erlendis. „Þetta hefur þau áhrif að við þurfum að vera mjög skipulögð og tökum því ekki sem gefnu að geta bara hent í æfingu si svona eins og í gamla daga. Hlutirnir gerast ekki af sjálfum sér og þá þarf að plana með löngum fyrirvara,“ segir Sigríður. Texti að handan Hvað kemur til að þið gefið út nýtt efni núna? „Ætli við höfum ekki verið kom- in með leiða á að bíða og gefa ekk- ert út. Já, og svara spurningunni: Hvenær kemur svo nýtt Hjalta- lín-lag út? Svo var plottið að bóka tónleika í Eldborg í september. Þá er komin pressa á okkur að klára plötuna. Við erum þannig hljóm- sveit, að við vinnum best undir pressu. Síðan söknuðum við líka hvert annars,“ segir Hjörtur. Það stór elektrónískur hljóð- heimur sem við heyrum í nýja laginu. Eru þið að færa ykkur meira út í elektróníkina? „Já, algjörlega. Allavega meira en við höfum verið að gera. Það var ekki beint ætlunin að færa okkur meira út í elektróník bara til að gera það,“ segir Hjörtur. Um hvað fjallar lagið? Textinn kom „að handan“ í stúdíóinu í miðju lagi. Það var ekki nein sérstök pæling á bak við hann og svo tók Atli Bollason þátt í texta- vinnunni eftir það. Lagið fjallar um þessa barónessu, sem er mjög dularfull. Við vitum í rauninni ekki mikið um hana, nema það að hún talar til okkar í þessu lagi,“ segir Sig- ríður. Eigum við von á nýrri Hjaltalín- plötu á þessu ári? „Við skulum orða það þannig að það er ekki fjarlægur möguleiki,“ segir hún. Hjaltalín heldur stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 7. sept- ember, í fyrsta sinn síðan árið 2014. Högni segir: „Þeir hafa verið auglýstir sem stærstu tónleikar hljómsveitarinn- ar til þessa og við ætlum ekki að valda vonbrigðum hvað það varð- ar. Þetta verður að vera extra þétt og líka sjónarspil. Fólk má líka búast við að sjá ný lög sem koma út á ár- inu í samblandi við eitthvað gamalt og gott.“ n LÍTILL TÍMI TIL ÆFINGA Guðni Einarsson gudnieinarsson@dv.is n Hjaltalín snýr aftur n Fiskur olli deilum „Þessi um- ræða tók um fimm klukku- tíma og hefði mjög auðveldlega getað endað með limlestingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.