Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 49
TÍMAVÉLIN 4911. janúar 2018 og kyngreiningar. Um skoðun beinanna sáu Ólafur Bjarnason, prófessor í meinafræði, og Jón Steffensen, prófessor í líffæra- og lífeðlisfræði. Skömmu eftir að beinin komu til þeirra sagði Ólaf- ur að beinin væru af karlmanni sem hafi verið um fertugt þegar hann lést. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hversu lengi þau hefðu legið grafin en horft var til áranna 1951 til 1955. All- ar tennurnar sem fundust voru heilar og því ekki hægt að nota tannkort frá tannlæknum. Hins vegar hafi vantað tvær tennur í neðri góm og hann hafi því átt erfitt með að tyggja. Einnig að beinin sjálf væru ósködduð og hæð mannsins á bilinu 163 til 181 sentimetra. Sennilega hefur hann þó verið um 170 til 173 sentimetra hár. Jóhann segir að þrír drengj- anna haldi enn þá góðu sam- bandi og málið leiti enn þá á. „Ég hef margoft hugsað um þetta í gegnum tíðina. Þá leit- ar það alltaf á mig hver þetta gæti hafa verið. Þetta þótti mjög spennandi fyrst og gatan fylltist af fólki og bílum. Fjallað var um þetta í öllum blöðunum en ég man að við strákarnir voru svo- lítið spældir að sjónvarpið var í fríi. Við hugsuðum meira að segja um að geyma þetta þang- að til að sjónvarpið kæmi úr fríi. En svo kom aldrei neitt í ljós um hver þetta hefði verið og við frétt- um aldrei neitt meira af þessu. Síðan var mokað yfir svæðið og við byggðum okkar kofa neðar í götunni.“ Framhald í næsta blaði. n Kaldunnin þorsklifrarolía Íslensk framleiðsla 120/180 60 220 ml Dropi af náttúrunni „Fyrir mér er Dropi heilindi og lífsorka” Ísbjörn hengdur við borðstokkinn S kipverjar á skipinu Guð- nýju ÍS 266 komust í hann krappan þegar þeir hengdu ísbjörn við borð- stokkinn sumarið 1993. Sögðu þeir þetta hafa verið mannúð- legustu aðferðina við að aflífa dýrið sem engan veginn hefði verið hægt að bjarga. Skipstjór- inn fékk hins vegar á sig kæru frá dýraverndarsamtökunum fyrir ómannúðlega meðferð á birnin- um. Tók nokkrar sekúndur Guðný ÍS 266 frá Bolungarvík var á línuveiðum um sextíu sjómílur norðaustur af Hornbjargi þegar skipverjar sáu hvítabjörn á sundi. Syndi hann upp að skipinu og virtist aðframkominn af þreytu. Í samtali við DV þann 28. júní sagði Rögnvaldur Guðmundsson vél- stjóri að ekki hefði neitt annað komið til greina en að fanga dýrið því annars hefði það drukknað. „Við köstuðum snöru um hann miðjan og drógum hann að skips- hliðinni. Það kom síðan einhver kraftur í hann þegar hann var kominn upp á miðja síðu og hann lamdi allt og barði. Við sáum að við myndum ekkert ráða við hann og tókum því þá ákvörðun að drepa hann. Við settum aðra snöru utan um hálsinn á honum og rykktum síðan í. Það tók ekki nema nokkrar sekúndur þar til hann var dauður. Við létum hann dingla í snörunni eins og þeir gerðu í vestrinu.“ Skipstjórinn sýknaður af dýraníði Hengingin á bangsa vakti mikla athygli og reitti dýraverndunar- sinna til reiði. Sérstaklega eftir að í ljós kom að skipstjóri hefði feng- ið kauptilboð í hræið, þar á með- al sérstakt tilboð í kynfærin. Inn- an tveggja daga hafði Samband dýraverndarfélaga Íslands sent frá sér tilkynningu þar sem dráp- ið var sagt voðaverk. „Með þessu verki höfum við sýnt umheiminum að við met- um líf þeirra einskis en ráðumst jafnvel á dýr í útrýmingarhættu og murkum úr þeim lífið í gróða- skyni.“ Ekki voru allir heldur sann- færðir um trúverðugleika frá- sagnar skipverjanna. Karl Skírnis son dýrafræðingur benti til dæmis á að bjarndýr gætu synt dögum saman án þess að þreyt- ast. Var Jón Pétursson skipstjóri kærður fyrir brot á lögum um dýravernd í kjölfarið. Var þess einnig krafist að lagt yrði hald á hræið og það krufið á tilrauna- stofunni á Keldum. Rögnvaldur sagði kæruna rugl og að ísbirnir væru ekki friðaðir. Í september þetta ár var Jón sýknaður af kærunni hjá Hér- aðsdómi Vestfjarða. Ísbjörninn hafði þá verið afhentur til rann- sókna. Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra sagði að samkvæmt samkomulagi yrði feldurinn afhentur Bolvíkingum og komið fyrir á nýrri náttúru- gripastofu bæjarins. n Skipverjar með bangsahræ DV 28. júní 1993. „Við létum hann dingla í snörunni eins og þeir gerðu í vestrinu Beittasta skop- teikning Íslands S tjórnmál í dag eru jól og páskar miðað við þá orrahríð sem geisaði á árum áður. Í valdatíð Björns Jónssonar, Íslandsráð- herra frá 1909 til 1911, var heiftin gríðarleg. Björn var umdeildur og eignaðist marga fjandmenn vegna ýmissa mála, þar á meðal rannsóknar á Landsbankanum og áfengisbannsins. Árið 1911 létu fjandmenn Björns teikna skopmynd af honum og hans félögum og var myndinni dreift um allt land. Enginn var skráður fyrir myndinni en hún hefur fengið heitið „Kjötpottur landsins“ enda stendur það á henni miðri. Myndin er mjög ítarleg og augljóslega mikið lagt í hana. Víða er myndmál og ýmsar töl- ur sem hægt er að rýna í og túlka. Við kjötpott landsins stendur ráðherrann Björn í líki skepnu og ofan í hann hella landsmenn sínum sköttum. Úr pottinum út- deilir Björn gæðunum til vina sinna sem einnig eru í dýrs- líki. Má þarna sjá þingmennina Bjarna Jónsson frá Vogi sem gölt og Björn Kristjánsson sem hrút. Einnig skáldið Einar Hjörleifsson Kvaran sem kött. Fjöldi annarra skepna og tákna eru á myndinni og fyrirtaks gáta til að spreyta sig á. n Kjötpottur landsins Dreift árið 1911. „Eftir á að hyggja var undarlegt hvernig tekið var á þessu máli Jóhann Wathne Einn drengj- anna sem fundu beinin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.