Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 46
46 FERÐALÖG 11. janúar 2018 heimili mitt og það mun aldrei breytast,“ segir Katrín Sif. Undanfarin tólf ár hefur Katrín Sif tekið að sér ýmiss konar leiðsögn, sérstaklega í hestaferðum, yfir sumar­ mánuðina á Íslandi en svo yfir­ gefið landið þegar hausta tekur og flakkað um heiminn í 8–9 mánuði. Það fer því fjarri að hún sé að „safna“ löndum með því að dvelja örstutt í hverju landi fyrir sig. Hún tekur sér tíma á hverjum stað og reynir að kynnast innfæddum og menningu þeirra. „Ég er ekki í neinni sérstakri keppni í að reyna að ferðast til allra lands heims á sem skemmstum tíma. Ég held að sjálfsögðu utan um hvaða lönd og staði ég hef heimsótt, en ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig, fyrst og fremst. Ég upplifi oft að aðrir séu spenntari yfir landa­ fjöldanum en ég,“ segir Katrín Sif. Hún segist skipuleggja ferð­ ir sínar þannig að hún dvelji á svipuðum menningarsvæð­ um. „Ég hoppa ekki á milli heimsálfa enda er það dýrt og mjög lýjandi. Ekki bara ferðalagið heldur líka fyrir hug­ ann að aðlagast sífellt mismun­ andi tungumálum, siðum og venjum. Til dæmis ferðaðist ég um Vestur­Afríku í einni ferð, Norður­Afríku í annarri ferð og svo framvegis,“ segir Katrín Sif. Hún á aðeins eftir að heim­ sækja örfá viðurkennd ríki en í þeim hópi eru Alsír, Ús­ bekistan, Túrkmenistan, Mið­ Afríkulýðveldið og Suður­ Súdan. „Ég hef verið í vandræðum með að fá vega­ bréfsáritun til fyrstu þriggja. Ástandið er ótryggt í hin­ um tveimur og því hef ég að­ eins beðið með að heimsækja þau. Mér liggur ekkert á,“ segir Katrín Sif. Árstekjurnar aldrei yfir milljón Aðspurð hvort hún fái aldrei nóg af þessum ferðalögum segir hún: „Nei, ég kann mjög vel að meta þennan lífsstíl. Ég elska að vera frjáls og legg ekki mikið upp úr veraldlegum gæðum.“ Að hennar sögn hafa útborgaðar árstekjur hennar aldrei farið yfir eina milljón ís­ lenskra króna og því þarf hún að ferðast afar sparlega. Hún segist nánast vera komin með doktorsgráðu í að finna ódýrt flug. „Ég er oft fengin til þess að aðstoða fjölskyldu og vini við að finna ódýr fargjöld. Mál­ ið er að helstu leitarsíður eru oft ekki með samning við sömu lággjaldaflugfélögin. Það þarf því að leita á nokkrum síðum og þannig er hægt að púsla saman ferð með hagstæðum hætti,“ segir Katrín Sif. Þar sem hún þarf að halda vel utan um fjármálin á ferð­ um sínum þá velur hún oft ódýrasta valkostinn, hún ferð­ ast því mikið með rútum. „Það hefur ekki verið neinn lúxus að fara í langar rútuferðir í Afríku og nú síðast í Indlandi. En það er mikil upplifun og maður fær meiri innsýn í líf innfæddra. Þetta er þó líklega ekki fyrir alla,“ segir hún kímin. Þegar kemur að gistingu þá fer Katrín Sif óhefðbundnar leiðir. „Ég gisti yfirleitt ókeyp­ is hjá heimafólki í gegnum svo­ kallað sófahopp (e. couchsurf­ ing). Það er allur gangur á því hvernig aðstæður eru í boði en að mínu mati er þetta er afar skemmtilegur ferðamáti,“ segir Katrín Sif. Sem dæmi má nefna að hún heimsótti Bangladess í fyrsta skipti á dögunum og gisti þá hjá tyrkneskum flugmanni sem búsettur var í höfuðborg landsins, Dakka. „Ég var bara búin að gista í íbúðinni hans í nokkra daga þegar hann var skyndilega kallaður til vinnu. Þá rétti hann mér bara lykl­ ana og bað mig að læsa þegar ég færi,“ segir Katrín Sif og brosir. Hún segir að slíkt traust og vinarþel sé regla frekar en undantekning á ferðum hennar og það sé meðal annars ástæð­ an fyrir því hversu vel hún kann að meta þennan ferðamáta. Hún segist aldrei hafa lent í neinum teljandi vandræðum en vissulega hafi allra þjóða vonbiðlar stundum gert hosur sínar grænar fyrir henni. Það hafi stundum reynst hvimleitt en Katrín Sif leysti það með því að ferðast um með hring á fingri og gefa þar með í skyn að hún væri lofuð. Það minnkaði allt slíkt ónæði til muna. Sér um norðurljósa-jógaferðir Erindi Katrínar Sifjar til Íslands í janúar er að taka að sér farar­ stjórn í nýrri tegund af ferðaþjón­ ustu, jógaferðum með áherslu á að upplifa norðurljósin. „Líklegast þekkjast slíkar ferðir hvergi annars staðar í veröldinni og það verð­ ur spennandi að taka þátt í þessu verk efni. Þetta verða tvær ferðir sem ég sé um núna í byrjun árs með bandaríska ferðamenn. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst og þá verður vonandi fram­ hald á,“ segir Katrín Sif. Hún segir að sér hafi boðist verkefnið í október í fyrra og slegið til. Eina vandamálið var að hún hafði vissulega iðkað jóga en hafði ekki kennara­ réttindi. „Ég sagðist einfald­ lega ætla að græja það og fann að lokum skemmtilegt mánað­ arnám í Goa í Indlandi,“ seg­ ir Katrín Sif. Þar dvaldi hún í rúman mánuð í góðu yfirlæti. „Ég kunni vel við mig í Goa. Það er ekki sami hraðinn og lætin þar og annars staðar í Indlandi,“ segir Katrín Sif. Eftir vikudvöl áttaði hún sig skyndi­ lega á því að í rúmt ár hafði hún ekki sofið jafn margar næt­ ur í sama rúmi. „Það var mjög skrýtin tilfinning. Ég er alltaf á flakki og jafnvel þegar ég kem heim til Íslands þá er ég strax farin af stað í ferðir með útlendinga sem leiðsögumaður og þar sem hver nótt er á nýjum stað. Ég kunni þó ágætlega við að slaka á og klára námið,“ seg­ ir Katrín Sif. Hún reiknar með að taka að sér enn fleiri verkefni sem fararstjóri erlendis á næstu árum. „Þetta er það sem ég kann og lifi fyrir, að ferðast. Ég fór með hóp til Suður­Afríku fyrir nokkru síðan og það gekk mjög vel. Ég mun starfa með einhverjum hætti við ferða­ mennsku í framtíðinni,“ segir Katrín Sif. n ÚTSALA AFSLÁTTUR 10-70% HREIÐUR.ISAuðbrekka 6, 200 Kópavogur Í Víetnam „Ég hoppa ekki á milli heimsálfa enda er það dýrt og mjög lýjandi. Ekki bara ferðalagið heldur líka fyrir hugann að aðlagast sífellt mismunandi tungumálum, siðum og venjum. Katrín Sif undi hag sínum vel í Bangladess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.