Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 31
Iðnaður er unaður 11. janúar 2019 KYNNINGARBLAÐ Fyrirtækið Ísgel ehf., var stofnað þann 5. júlí 1999 og núverandi eigendur keyptu það í mars árið 2008. Þeir eru Gunnar K. Ólafsson, Kristín I. Lárusdóttir, Zophonías Ari Lár- usson og Katrín Benedikstdóttir. Aðal- framleiðslan er gelmottur sem notaðar eru til að viðhalda kælingu á ferskum matvælum og þá aðallega fiski sem fluttur er út ferskur með flugi. Gelmotturnar hjá Ísgel eru framleidd- ar í nokkrum stærðum á lager og einnig hafa verið framleiddar stærðir til þess að sinna sérstökum þörfum viðskipta- vina. Síðustu ár hefur orðið stigvaxandi aukning á sölu á kælimottum hjá fyrir- tækinu samfara auknum útflutningi á ferskum sjávarafurðum. Einnig framleiðir Ísgel vörur sem tilheyra svokallaðri heilsulínu en það eru pokar sem hægt er að nota bæði kalda og heita og eru notaðir við meðhöndl- un á margs konar eymslum, til dæmnis vöðvabólgu, íþróttameiðslum og mörgu fleiru, heilsulínan er seld í apótekum um land allt. Zophanías Ari, einn af eigendunum, segir síðan þá hugmynd hafa kviknað að fara að keyra vörur til viðskiptavina og efla tengsl við þá. „Eftir að við fórum að keyra flutningabílinn á milli var mikil eftispurn eftir öðrum flutningi, þá bætt- um við við okkur flutningabíl sem varð svo til þess að við settum á laggirnar annað félag sem heldur utan um flutn- ingastarfsemina ásamt vélaleigu með minigröfu og skotbómulyfturum,“ segir Zóphanías, sem tekur fram að vel hafi verið tekið í þjónustuna og að viðskipti hafi alltaf verið að aukast. „Við erum að fara svona 3–4 sinnum í viku á milli Blönduóss og Reykjavík- ur, að meðaltali,“ bætir hann við. „Sú ímynd sem fyrirtækið vill halda á lofti er góð íslensk vara sem stenst kröfur viðskiptavina hvað varðar gæði og verð. Fyrirtækið kappkostar því að þjónusta viðskiptavini sína eftir þörfum og óskum hvers og eins, eins og kostur er.“ n Heilsulína, glermottur og betri tengsl við viðskiptavini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.