Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Side 31
Iðnaður er unaður 11. janúar 2019 KYNNINGARBLAÐ Fyrirtækið Ísgel ehf., var stofnað þann 5. júlí 1999 og núverandi eigendur keyptu það í mars árið 2008. Þeir eru Gunnar K. Ólafsson, Kristín I. Lárusdóttir, Zophonías Ari Lár- usson og Katrín Benedikstdóttir. Aðal- framleiðslan er gelmottur sem notaðar eru til að viðhalda kælingu á ferskum matvælum og þá aðallega fiski sem fluttur er út ferskur með flugi. Gelmotturnar hjá Ísgel eru framleidd- ar í nokkrum stærðum á lager og einnig hafa verið framleiddar stærðir til þess að sinna sérstökum þörfum viðskipta- vina. Síðustu ár hefur orðið stigvaxandi aukning á sölu á kælimottum hjá fyrir- tækinu samfara auknum útflutningi á ferskum sjávarafurðum. Einnig framleiðir Ísgel vörur sem tilheyra svokallaðri heilsulínu en það eru pokar sem hægt er að nota bæði kalda og heita og eru notaðir við meðhöndl- un á margs konar eymslum, til dæmnis vöðvabólgu, íþróttameiðslum og mörgu fleiru, heilsulínan er seld í apótekum um land allt. Zophanías Ari, einn af eigendunum, segir síðan þá hugmynd hafa kviknað að fara að keyra vörur til viðskiptavina og efla tengsl við þá. „Eftir að við fórum að keyra flutningabílinn á milli var mikil eftispurn eftir öðrum flutningi, þá bætt- um við við okkur flutningabíl sem varð svo til þess að við settum á laggirnar annað félag sem heldur utan um flutn- ingastarfsemina ásamt vélaleigu með minigröfu og skotbómulyfturum,“ segir Zóphanías, sem tekur fram að vel hafi verið tekið í þjónustuna og að viðskipti hafi alltaf verið að aukast. „Við erum að fara svona 3–4 sinnum í viku á milli Blönduóss og Reykjavík- ur, að meðaltali,“ bætir hann við. „Sú ímynd sem fyrirtækið vill halda á lofti er góð íslensk vara sem stenst kröfur viðskiptavina hvað varðar gæði og verð. Fyrirtækið kappkostar því að þjónusta viðskiptavini sína eftir þörfum og óskum hvers og eins, eins og kostur er.“ n Heilsulína, glermottur og betri tengsl við viðskiptavini

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.