Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Blaðsíða 2
2 11. janúar 2018FRÉTTIR
hlutir sem þarf að banna sem allra fyrst
Tóbak og veip
Tóbak er ógeðslegt,
meira að segja
reykingarmenn eru
sammála um það.
Flestir vilja hætta en
geta það ekki. Ástæð-
an er fyrst og fremst
aðgengi. Þess vegna
er best að banna
tóbak og þá myndi yf-
irgnæfandi meirihluti
reykingamanna verða
pirraður í tvær vikur en
svo hætta alfarið. Að-
eins lítill hluti myndi
kaupa sér pólskar
sígarettur á svört-
um markaði.
Sólbaðsstofur
Það er eitt að slaka
á í sólbaði á erlendri
sólarströnd, en að
þramma inn í illa
innréttað iðnaðrrými
um hávetur á Íslandi er
fullkomin tímaskekkja
og sturlun. Hver vill
líta út eins og þrútin
rúsína? Fólk hefur ekki
vit á að hætta þessu
og því er rétt að banna
þetta tafarlaust.
Kommentakerfi
fjölmiðla
Hefur einhvern
tímann eitthvað
gáfulegt komið fram í
athugasemdakerfum
fjölmiðla? Eitthvað
sem bætir einhverju
við umræðuna?
Kommentakerfi fjöl-
miðla lætur fólk efast
um að tjáningarfrelsið
sé þess virði að berjast
fyrir því. En þetta er
lítill hluti þjóðarinnar
sem hefur ekki stjórn
á sér og því er best að
banna verkfærið.
Orkudrykkir
Heil kynslóð barna er
sturlast af orku-
drykkjaneyslu og líka
nokkrir blaðamenn.
Þegar fólk hefur ekki
vit fyrir sjálfu sér þá
þarf ríkið að stíga inn
í. Bönnum orkudrykki
eða í versta falli byrj-
um að selja þá í ÁTVR.
Kjöt
Kjötneysla er einhver
vani sem hefur fest
sig í sessi því ekkert
betra var í boði.
Forfeður okkar voru
framheilaskaddaðir
villimenn sem tóku
upp þennan leiða sið.
Út frá náttúruvernd-
ar- og siðferðislegum
sjónarmiðum er
kjötneysla óverjanleg.
Því er nauðsynlegt að
banna sölu kjöts hið
snarasta.
Á þessum degi,
11. janúar
1569 – Fyrsta skráða hlutaveltan er
haldin á Englandi.
1879 – Stríðið á milli Breska heims-
veldisins og Zulu-ættbálksins í Suður-
Afríku hefst.
1922 – Insúlín er í fyrsta skipti notað
gegn sykursýki í mönnum.
1935 – Amelia Earhart flýgur fyrst
manna, ein síns liðs, frá Hawaii til
Kaliforníu.
1961 – Throgs Neck-brúin, sem tengir
hverfin The Bronx og Queens, í New
York, er opnuð fyrir umferð.
Síðustu orðin
„Ég skulda mikið, ég á
ekkert; afganginn ánafna
ég þeim fátæku.“
– Endurreisnarrithöfundurinn,
munkurinn og margt fleira,
François Rabelais (1494–1553)
Í
desember á síðasta ári var
nýráðnum lögfræðingi hjá
Samgöngustofu sagt upp störf
um áður en viðkomandi hóf
störf. Samkvæmt heimildum DV
var ástæðan var sú að í ljós kom að
maðurinn hafði nokkrum mánuð
um fyrr fengið skilorðsbundinn
fangelsisdóm fyrir að hafa hótað
fyrrverandi ástkonu sinni lífláti
og sært blygðunarsemi hennar.
„Umræddum ráðningarsamningi
frá því í desember var sagt upp
með lögmætum hætti áður en við
komandi hóf störf,“ var það eina
sem Þórhildur Elínardóttir, sam
skiptastjóri Samgöngustofu, vildi
segja um málið.
„Ég ætla að drepa þig hehehe“
Umrætt starf lögfræðings á lög
fræðideild Samgöngustofu var
auglýst í nóvember og rann um
sagnarfrestur út í lok þess mánað
ar. Tilkynnt var um ráðningu
mannsins fyrri hluta desember en
eins og áður segir hóf maðurinn
aldrei störf. Ástæðan var sú, sam
kvæmt heimildarmanni, að upp
komst um áðurnefndan dóm sem
féll þann 27. september 2017.
Maðurinn, sem þá starfaði sem
lögreglumaður, var dæmdur fyrir
að senda skilaboð á konu, í gegn
um samskiptamiðilinn Snapchat,
sem innihéldu alvarlegar hótanir.
Ummælin sem hann var ákærður
fyrir voru eftirfarandi:
„Ætlaru að ríða mér á eftir? […]
Viltu mig? Ríddu mér dóninn þinn
[…] Ríddu mér beibe“
„Fokking mella […] Þú eyði-
lagðir líf mitt. Ég ætla að að drepa
þig hehehe“
„Litla fokking hóran þín Þúrt
hóra A […] Það er það sem þú ert
Hóra Hóra. Ekkert nema hóra. Ég
hata þig. Fokking deyðu A“
„Éttu drullu hóra. Hata þig.
Mun brjóta þig. Ef þú kemur ná-
lægt mér. Hata þig. Fokking hata
þig“
„Ja, ég fokking vona að þú dey-
ir. Ógeðið þitt. Ég hata þig útaf líf-
inu. Þú eyðilagðir líf mitt. Þú fokk-
ing eyðilagðir það. […] Ég mun fkn
láta þig gjalda fyrir það“
Baðst ítrekað afsökunar
Maðurinn og konan höfðu átt í
skammvinnu ástarsambandi og
átt nokkra ástarfundi eftir að því
lauk. Þegar umrædd skilaboð bár
ust konunni var hún heima hjá
systur sinni en maðurinn var úti
að skemmta sér. Óskaði hann eft
ir því að hún myndi sækja hann en
þegar hún hafnaði því rigndi yfir
hana ógeðfelldum skilaboðum.
Systur hennar ofbauð framkoma
mannsins og áframsendi skila
boðin til lögreglunnar.
Í dómnum kom fram að mað
urinn bar við mikilli ölvun. Hann
kvaðst muna eftir fyrstu skila
boðunum en ekki þeim sem á eftir
komu. Þá kom fram að hann baðst
strax afsökunar á gjörðum sínum
þegar rann af honum og marg
ítrekaði þá afsökunarbeiðni. Fyrir
dómi sagði hann að honum þætti
vænt um konuna og hafi ekki vilj
að henni neitt illt.
Í dómsorði kom fram að
dómurinn véfengdi ekki að mað
urinn iðraðist gjörða sinna og tek
ið væri tillit til að hann aðhafðist
ekkert til að hrinda hótunum sín
um í framkvæmd. Var maðurinn
dæmdur í 30 daga skilorðsbundið
fangelsi, til tveggja ára, og til að
greiða 808.067 krónur í sakar
kostnað. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Hætti við ráðningu
lögfræðings
Frelsi er gjörsamlega
ofmetið fyrirbrigði enda
sýnir það sig aftur og aftur að
fæstir hafa vit fyrir sjálfum sér.
Fólk leyfir sér hluti sem veita því
gleði og unað til skamms tíma en
skaðar mögulega heilsu þess til
langs tíma litið. Þetta er hvorki
rökrétt né skynsamlegt. Allsherjar
foræðishyggja og bönn eru líklega
lausnin. DV tók saman fimm hluti
sem nauðsynlegt er að banna.