Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heim Stærð: 200 x 103 x 69 cm Svefnflötur: 145 x 200 cm Springdýna Rúmfatageymsla í sökkli Verð 120.000 kr. Þægilegir svefnsófar á góðu verði ili Sendum um land allt Skoðið miðjublaðið og gerið góð kaup í Bónus g Mánudaga - Fimmtudaga 10:00 - 19:00 Föstudaga - Laugardaga 10:00 - 19:30 Sunnudaga 11:00 - 18:00 Smáratorgi aðeins í Bónus Sm ra or Lengri opnunartími Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er hybrid-dróni og sennilega sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Dróninn er smíðaður fyrir stór- gripa- og hreindýrasmölun, en einn- ig er hugmyndin sú að nýta tækið við leitarstörf og þá með hitamynda- vél,“ segir drónasérfræðingurinn Jón Halldór Arnarson í samtali við Morgunblaðið, en hann var fyrstur Íslendinga til að ná sér í meistara- gráðu í drónaverkfræði, frá háskól- anum í Southampton, og býr auk þess að réttindum til að fljúga stórum ómönnuðum flugfartækjum í atvinnuskyni. Dróninn sem Jón Halldór hefur sett saman og hannað er engin smá- smíð, en tækið býr yfir sex öflugum mótorum og er heildarbreidd drón- ans 2,36 metrar. Alls vegur flygildið 22 kíló með fullum tanki af eldsneyti. „Hann er því í stærri kantinum þessi,“ segir Jón Halldór og heldur áfram: „Undir drónanum er mynda- vél, með 10x stækkun, en við stefnum að því að skipta þeirri myndavél út fyrir aðra með 36x stækkun og innrautt ljós. Hún fer samt ekki undir alveg strax.“ Ný tækni - stóraukið flugþol Spurður hver sérstaða þessa dróna sé umfram aðra segir Jón Halldór það vera flugþolið. „Þetta tæki býður upp á möguleika sem aldrei hafa sést áður. Undir drón- anum er rafall sem býður upp á þessa hybrid-lausn. En tæknin er í raun bara sex mánaða gömul því fram til þessa hefur ekki verið hægt að setja bensínmótor á dróna vegna mikils víbrings frá mótorunum,“ segir hann og bætir við að þessi samnýting rafmagns og jarðefna- eldsneytis í drónatækni bjóði upp á stóraukið flugþol. „Fyrir vikið getur hann flogið í allt að fjórar klukku- stundir og hefur drægni frá 20 kíló- metrum og upp í 60 kílómetra.“ Jón Halldór segir hönnun drónans enn í fullum gangi. „Hann verður áfram í þróun út árið. Hugmyndin er meðal annars sú að dróninn þoli bet- ur mismunandi veðráttu og verði þannig að hægt sé að nota hann í öll- um aðstæðum,“ segir hann. Verður til sýnis um helgina Að baki hönnun og smíði drónans er fyrirtækið UAS Resource Sup- port sem er í eigu Jóns Halldórs, Stefáns Magnasonar, hreindýra- bónda á Grænlandi, og Ingvars Garðarssonar fjárfestis. „Staðið hef- ur til að prófa drónann við raunveru- legar aðstæður, meðal annars á Grænlandi, en það hefur aftur á móti ekki tekist enn. Stefnt er þó að því að prófunum ljúki á næstu mán- uðum og gefst þá tækifæri til að leigja tækið til dæmis í hreindýra- eða stórgripasmölun,“ segir Jón Halldór og bendir á að menn hafi lengi notað þyrlur við smölun. Dróni sé hins vegar mun ódýrari mögu- leiki. „Menn gætu þá leigt drónann í verkið og greitt fyrir daginn svipað verð og þyrla kostar á klukkutím- ann.“ Þá er vert að benda áhugasömum á að dróni Jóns Halldórs og félaga verður til sýnis á landbúnaðarsýn- ingunni sem haldin verður í Laugar- dalshöll í Reykjavík dagana 12. til 14. október næstkomandi. Verður hægt að skoða og fræðast nánar um tækið á bás fyrirtækisins Dronefly sem sérhæfir sig í sölu og viðgerðum á drónum fyrir áhugafólk og fag- menn hér á landi. Hybrid-tækni ryður sér til rúms  Íslensk drónahönnun samnýtir rafmagn og jarðefnaeldsneyti  Tæknin gerir flygildinu kleift að fljúga allt að 60 kílómetra vegalengd og er flugþolið fjórar klukkustundir  Hannað til smölunar Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinnujálkur Jón Halldór Arnarson drónasérfræðingur hefur að undanförnu unnið að hönnun og smíði nýs dróna. Er tækið að líkindum hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og nýtir það hybrid-tækni til að stórauka flugþol. Áhugasamir geta virt drónann fyrir sér í Laugardalshöll í Reykjavík um helgina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Prófanir Dróninn er enn í hönnun og mun því taka frekari breytingum. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.