Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 74

Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Glæsilegt úrval af trúlofunar- og giftingarhringapörum AF BÓKUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Fyrir sextíu árum millilentutveir ferðalangar á flugvell-inum í Delhí hér á Indlandi. Þeir voru á leið til Nepals, ferð- uðust með hvítan hund og hugðust leita að vini sem var talinn af eftir flugslys í Tíbet. Þetta voru hinn hugdjarfi blaðamaður Tinni og Kol- beinn kafteinn og með þeim var vitaskuld terríerhundurinn Tobbi. Ég segi að þessi uppdiktaði við- burður hafi gerst fyrir sextíu árum en árið 1958 hóf tuttugasta Tinna- sagan, Tinni í Tíbet, að koma út í tímaritaformi. Höfundurinn Hergé lauk henni árið eftir og það var svo árið 1960 sem hún kom fyrst út á bók. Síðan hefur sagan verið gefin út í nánast öllum löndum jarðar, meðal annars hér á Indlandi hvar Tinni mun enn vera lesinn – eins og vera ber. Og margir Tinnaaðdá- endur nefna Tinna í Tíbet fyrst þegar spurt er um eftirlætis Tinna- bók þeirra. Þeim finnst að þar hafi frásagnar- og teiknitækni Hergés náð ákveðnum hátindi. Eftir að hafa farið æði frjáls- lega með staðreyndir þegar Hergé sendi Tinna út í heim í fystu bók- unum, þá tók höfundurinn sig veru- lega á og tók að leggja mikið upp úr heimildum og rannsóknarvinnu. Ég ólst upp með Tinna á íslensku, varð mikill aðdáandi söguheimsins og var orðinn 12 ára þegar Tinni í Tíb- et kom út. Þá tók ég eftir því að á þriggja tíma stoppi í Delhí ná félag- arnir að skoða Qutab mínarettuna háu og Rauða virki en verða að sleppa Jama Majsid moskunni og Raj Ghat. Ég ákvað nú sex áratug- um síðar að feta í fótspor þeirra og skoða líka staðina sem Tinni vildi sjá en missti af. Og það var gott flakk, ég sannreyndi að Hergé var afar nákvæmur er hann teiknaði þessa staði – en rétt eins og Tinni náði ég ekki að sjá þá alla. Yfirferð Tinni og Kolbeinn í Delhí; þeir vilja sjá margt en ná ekki öllu - missa nær af fluginu. Bænaturninn Qutab mínarettan er frá 1193. Rauða virki Í bókinni setjast póstkortasölumenn eins og Sunil að Tinna. Raj Ghat Garður þar sem lík Gandhis var brennt var lokaður er ég mætti. Í fótspor Tinna í millilendingu á Indlandi Moskan Tinni missti af hinni stóru Jama Majsid. Morgunblaðið/Einar Falur Betri er krókur… Frekar en reyna að klofa yfir kúna tók ég á mig krók. Hrakfarir Kolbeinn fór illa út úr því að klofa yfir kú sem lokaði vegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.