Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Glæsilegt úrval af trúlofunar- og giftingarhringapörum AF BÓKUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Fyrir sextíu árum millilentutveir ferðalangar á flugvell-inum í Delhí hér á Indlandi. Þeir voru á leið til Nepals, ferð- uðust með hvítan hund og hugðust leita að vini sem var talinn af eftir flugslys í Tíbet. Þetta voru hinn hugdjarfi blaðamaður Tinni og Kol- beinn kafteinn og með þeim var vitaskuld terríerhundurinn Tobbi. Ég segi að þessi uppdiktaði við- burður hafi gerst fyrir sextíu árum en árið 1958 hóf tuttugasta Tinna- sagan, Tinni í Tíbet, að koma út í tímaritaformi. Höfundurinn Hergé lauk henni árið eftir og það var svo árið 1960 sem hún kom fyrst út á bók. Síðan hefur sagan verið gefin út í nánast öllum löndum jarðar, meðal annars hér á Indlandi hvar Tinni mun enn vera lesinn – eins og vera ber. Og margir Tinnaaðdá- endur nefna Tinna í Tíbet fyrst þegar spurt er um eftirlætis Tinna- bók þeirra. Þeim finnst að þar hafi frásagnar- og teiknitækni Hergés náð ákveðnum hátindi. Eftir að hafa farið æði frjáls- lega með staðreyndir þegar Hergé sendi Tinna út í heim í fystu bók- unum, þá tók höfundurinn sig veru- lega á og tók að leggja mikið upp úr heimildum og rannsóknarvinnu. Ég ólst upp með Tinna á íslensku, varð mikill aðdáandi söguheimsins og var orðinn 12 ára þegar Tinni í Tíb- et kom út. Þá tók ég eftir því að á þriggja tíma stoppi í Delhí ná félag- arnir að skoða Qutab mínarettuna háu og Rauða virki en verða að sleppa Jama Majsid moskunni og Raj Ghat. Ég ákvað nú sex áratug- um síðar að feta í fótspor þeirra og skoða líka staðina sem Tinni vildi sjá en missti af. Og það var gott flakk, ég sannreyndi að Hergé var afar nákvæmur er hann teiknaði þessa staði – en rétt eins og Tinni náði ég ekki að sjá þá alla. Yfirferð Tinni og Kolbeinn í Delhí; þeir vilja sjá margt en ná ekki öllu - missa nær af fluginu. Bænaturninn Qutab mínarettan er frá 1193. Rauða virki Í bókinni setjast póstkortasölumenn eins og Sunil að Tinna. Raj Ghat Garður þar sem lík Gandhis var brennt var lokaður er ég mætti. Í fótspor Tinna í millilendingu á Indlandi Moskan Tinni missti af hinni stóru Jama Majsid. Morgunblaðið/Einar Falur Betri er krókur… Frekar en reyna að klofa yfir kúna tók ég á mig krók. Hrakfarir Kolbeinn fór illa út úr því að klofa yfir kú sem lokaði vegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.