Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 93

Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 93
MENNING 93 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 595 1000 . heimsferdir.isBókaðuþína ferð á BLACK FRIDAY HELGI TENERIFE & GRAN CANARIA FLUG & GISTING FRÁ 70.000 FLUG EINGÖNGU FRÁ 30.000 + OFURTILBOÐ Í JANÚAR BÓKAÐU STRAX Í DAG Á www.heimsferdir.is báðar leiðir með tösku og handfarangriá mann m.v. 2 saman í herbergi Hátíðarballettflokkur St. Péturs- borgar, St. Petersburg Festival Bal- let, og Sinfóníuhljómsveit Íslands fluttu í gær hinn sígilda ballett Tsjæ- kovkíjs, Hnotubrjótinn, og munu endurtaka leikinn í kvöld og á morg- un. Ballettinn er ómissandi hluti af jóladagskrá margra tónleikahúsa er- lendis og börn jafnt sem fullorðnir hlakka árlega til þess að njóta upp- færslunnar, eins og segir á vef Hörpu sem stendur að sýningunni í sam- starfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verkið á sér stað á aðfangadags- kvöld en þá fær ung stúlka, María, fallegan hnotubrjót að gjöf frá töfra- manninum Drosselmeyer. Nokkru síðar lifna leikföngin undir jólatrénu við og hnotubrjóturinn breytist í prins sem leiðir Maríu inn í ævin- týraland. Ballettflokkurinn frá St. Péturs- borg þykir sameina allt sem einkenn- ir rússneskan listdans; glæsileika, ferskleika 21. aldarinnar og heild- stæða sýningu. Í honum eru fremstu listdansarar flokksins og dansarar úr bestu dansflokkum sem viðhalda hefðum St. Pétursborgar-ballettsins. Hinn sígildi Hnotubrjót- ur sýndur í Eldborg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Glæsileiki Dansarar í St. Petersburg Festival Ballet voru einbeittir á æfingu í Hörpu í gær. Viðburðadagskráin Fullveldi á föstudegi heldur áfram í dag í Listasafni Íslands með málþingi sem ber yfirskriftina Áskoranir fullveldis. Það hefst kl. 15 og lýkur kl. 16.30. Guðrún Nordal, forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum, flytur fyrsta erindi, Áskoranir fullveldis árið 2018, og á eftir henni tekur Katrín Oddsdóttir lögfræðingur til máls og flytur erindið Er fullveldi í raun? Hugleiðingar um stjórnar- skrármál Íslendinga í samhengi við efnislegt inntak fullveldishugtaks- ins. Að lokum flytur Andri Snær Magnason rithöfundur erindið Stóru orðin og segir um það á vef safnsins: „Árið 1809 kynnti Jör- undur hundadagakonungur ís- lensku þjóðinni glæný hugtök og kom þeim til framkvæmda sam- dægurs. Hann var aðeins á undan sinni samtíð og það tók okkur að minnsta kosti 100 ár að skilja hug- tökin sem hann notaði. Hvaða orð skiljum við illa í dag sem munu marka næstu 100 ár lýðveldissög- unnar?“ Kl. 15.50 hefjast umræður og munu þær standa yfir í 20 mínútur eða þar um bil. Áskoranir full- veldis á málþingi Fyrirlesari Guðrún Nordal tekur þátt í Fullveldi á föstudegi í Listasafni Íslands. Vöruhönnuðurinn Valdís Steinars- dóttir hlaut um miðjan mánuð verð- laun Forum Design de Paris fyrir Bioplastic Skin. Valdís nam vöru- hönnun við Listaháskóla Íslands og eru verðlaunin veitt fyrir hönn- unarverkefni nýútskrifaðra hönn- uða. Varð Valdís í fyrsta sæti í flokki frumgerða fyrir verkefni sitt sem hún byrjaði á þróa á lokaári í vöruhönnun. Bioplastic Skin er sér- stakt umbúðaplast fyrir kjötvörur, unnið úr dýrahúðum og segir í til- kynningu að aðalmarkmið þess sé tvíþætt; að skapa náttúrulegt efni sem komi í stað mengandi plasts og jafnframt að vekja almenning til umhugsunar um fullnýtingu á kjöt- vörum við neyslu þess. Skinka Bioplastic Skin utan um skinku. Hlaut verðlaun fyr- ir Bioplastic Skin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.