Morgunblaðið - 12.01.2019, Side 1

Morgunblaðið - 12.01.2019, Side 1
Leið ofteins oggeimveru Stjarnaná dregl-inum 13. JANÚAR 2019SUNNUDAGUR Í mat hjádóttur mafíósa Lady Gaga hefurbreytt um stíl oger stjarna endur-fædd á rauðadreglinum 20 Skjá- væddkynslóð Þótt snjalltæki ogleikjatölvur hafiýmsa kosti hafa sér-fræðingar víða umheim áhyggjur afofnotkun 12 Veitingastaðurí París vekurhörð viðbrögð 6 L A U G A R D A G U R 1 2. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  10. tölublað  107. árgangur  HUGMYNDA- AUÐGI OG HÁTT ORKUSTIG TEIKNINGAR Í KENNSLUBÓKUM Á SÝNINGU BÓKASAFN KÓPAVOGS 12RAUÐHETTA bbbbn 49  Horfur eru á kólnandi veðri, að sögn Helgu Ívarsdóttur, veðurfræð- ings hjá Veðurstofu Íslands. Það eru mikil umskipti frá hlýjustu jan- úarbyrjun það sem af er öldinni. Í dag gæti orðið slydda og jafnvel snjókoma í efri byggðum höfuð- borgarsvæðisins. Horfur eru á hvassviðri og jafnvel stormi á Vest- fjörðum og við Breiðafjörð og dá- litlum éljum í kvöld. Á morgun eykst frostið og er út- lit fyrir að sunnudagurinn verði fremur kaldur um mest allt land. Eftir helgina er væntanleg lægð sem verður mun kaldari en þær sem hingað hafa komið undanfarið. Úrkoman gæti orðið slydda og jafn- vel rigning seinnipart mánudags syðst á landinu, ef spáin gengur eft- ir. Í kjölfar lægðarinnar kólnar strax aftur og lítur út fyrir að frost- ið herði á miðvikudag en svo dragi úr því á fimmtudag. »6 Morgunblaðið/Hari Vetrarveður Útlit er fyrir að fólk þurfi að klæða af sér kuldann næstu daga. Vetur konungur er væntanlegur með kólnandi veður  „Áhrifin eru jákvæð án þess að hafa áhrif á afköstin,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísar hún í máli sínu til nið- urstaða rannsókna á tilraunaverk- efni ríkisins á styttingu vinnuvik- unnar. Segir Sonja að BSRB fari fram á að vinnuvikan verði stytt án launa- skerðingar. Þetta verði eitt af for- gangsverkefnum í kjaraviðræðum BSRB. Málþing um styttingu vinnuvikunnar fer fram í Hörpu í dag. »10 Stytting vinnuviku forgangsverkefni „Þetta eru einkum tvenns konar áhrif sem við höfum áhyggjur af. Annars vegar áhrif þessarar sjón- rænu oförvunar og svo líka hvaða góðu virkni er ýtt í burtu vegna þess að barnið er í skjátækjunum,“ segir Björn Hjálmarsson, sér- fræðilæknir á barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans, BUGL, í viðtali í Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins. Björn segir vísindasamfélagið ekki hafa tekið nægilega við sér og rannsakað til hlítar afleiðingar mikillar skjánotkunar. Síðasta sumar skilgreindi al- þjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, tölvuleikjafíkn sem nýja tegund af geðröskun. Þá er talað um rafrænt skjáheilkenni, sem er nýyrði sem lýsir skaðlegum einkennum ofnotk- unar á snjalltækjum og er þá hugs- anlegt forstig að því sem getur þróast út í fíkn. Stór hluti fer umfram hámarks- tíma „Þegar farið er yfir þessi þol- mörk fer að bera á reiði, pirringi, kvíði getur aukist og barnið staðið sig almennt verr í því að mæta kröf- um fullorðna fólksins,“ segir Björn en það er afar misjafnt hvernig gengur að halda utan um skjátíma barna og unglinga en stór hluti barna fer langt umfram þann há- markstíma sem bandarísku barna- læknasamtökin ráðleggja í skjá- tækjum. „Það er mjög margt sem á eftir að rannsaka og ég held við séum komin á þann stað að það þurfi stóra lýðheilsurannsókn hérlendis á áhrifum skjátíma á börn og ung- linga.“ Kallar eftir lýðheilsurannsókn Morgunblaðið/Eggert Rannsókna þörf Björn Hjálmars- son lýsir áhyggjum af skjátíma.  Sérfræðilæknir á BUGL segir þörf á rannsókn á áhrifum skjátíma á börn  Bankahrunið og þjóðfélagsbreyt- ingar í kjölfarið gætu verið ein ástæða þess að líðan unglinga hefur aldrei verið verri en nú. Þetta segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, for- maður Félags grunnskólakennara. Hún segir niðurstöður rann- sóknar um heilsu og lífskjör grunn- skólanemenda, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, ríma vel við þann veruleika sem kennarar þekki. Sjálf á hún um 25 ára kennsluferil að baki og segir að á þeim tíma hafi hún orðið vör við miklar breytingar á andlegri líðan nemenda. Þátttaka þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi hafi aukist, hugsanlega sé vinnuálag þar og í skóla meira en þeir ráði við. »16 Álagið talið meira en þau ráða við Íslenska karlalandsliðið í handknattleik, með marga unga leikmenn innanborðs, lék vel lengst af í gær þegar það beið lægri hlut fyrir sterku liði Króata, 27:31, í fyrsta leik sínum á heims- meistaramótinu í München. Ísland var yfir þegar skammt var til leiksloka en Króatar tryggðu sér sigurinn með því að skora sex mörk í röð. Ísland mætir Spáni í öðrum leik sínum í München á morgun. » Íþróttir AFP Stóðu vel í sterku liði Króata í fyrsta leik á HM Helgi Bjarnason helgi@mbl.is KEA býðst til að reisa fyrir eigin reikning og leigja ríkinu viðbygg- ingu við flugstöðina á Akureyrar- flugvelli til að þjóna millilandaflug- inu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hafa verið að þróa nýjar hugmyndir um uppbyggingu telja unnt að gera það á stuttum tíma og með minni kostnaði en rætt hefur verið um. Halldór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri KEA, segir að aðstaða í flugstöðinni sé óviðunandi fyrir millilandaflug. Hún sé of lítil og geti ekki þjónað almennilega meðalstór- um þotum. Eins og áður hefur komið fram skipuleggur ferðaskrifstofa ferðir frá borgum í Bretlandi beint til Akureyrar og áformað er að slíkt flug hefjist frá Hollandi á vormán- uðum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu ótt- ast áhrif þess á starfsemina að nú- verandi flugstöð rúmar ekki farþega í millilandaflugi með góðu móti og hamli það frekari þróun þess. Áætlanir hafa verið um uppbygg- ingu aðstöðu á flugvellinum en stækkun flugstöðvarinnar er ekki komin á áætlun. „Það þarf að fara hraðar í stækkun flugstöðvarinnar en áætlanir hafa verið um, ef á annað borð ætlunin er að stunda millilanda- flug frá Akureyrarflugvelli,“ segir Halldór. Ferðaþjónustufyrirtækin Höldur og SBA hafa unnið með KEA að nýjum áætlunum sem kynntar hafa verið samgönguráðherra og Isavia. Vilja byggja flugstöð  Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Akureyri vilja flýta stækkun flugstöðvar til að þjóna millilandafluginu  KEA býðst til að reisa ódýra viðbyggingu og leigja ríkinu Stærri flugstöð » Fyrirtækin telja unnt að byggja 1.000 fm viðbyggingu við flugstöðina á 7-12 mán- uðum fyrir 200-250 milljónir. » Byggt verði norðan við nú- verandi flugstöð og gera hug- myndir ráð fyrir að þaðan verði millilandafluginu þjónað. MBjóðast til að byggja »6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.