Morgunblaðið - 12.01.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.01.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Nice&Mónakó sp ör eh f. Vetur 1 Glæsileg ferð á frönsku rivíeruna eða Côte d‘Azur þar sem við njótum lífsins og tökum þátt í hátíðahöldum heimamanna á blómahátíð í Nice og upplifum ævintýralega sítrónuhátíð í Menton. Fetum í fótspor kvikmyndastjarna í Cannes og látum suðrænan blæ leika um okkur í furstadæminu Mónakó. 28. febrúar - 7. mars Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 208.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Mjög hlýir dagar komu í þessari viku. Á miðvikudaginn var mjög heitt á Austfjörðum. Á Dalatanga komst hitinn í 18,5 °C, í Bjarnarey 17,8 °C og á Eskifirði 17,0 °C. Einnig var heitt víða á hálendinu þennan dag. Þannig mældust 15,5 °C á Eyjabökkum. Á fimmtudaginn komst hitinn í 18,8 °C á Dalatanga, 17,3 °C á Eskifirði og 16,9 °C á Fáskrúðsfirði. Úrkoma í Reykjavík hefur mælst um 30 millimetrar í byrjun ársins og Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Þetta er hlýjasta janúarbyrjun það sem af er öldinni,“ segir Trausti Jóns- son veðurfræðingur um 10 fyrstu daga janúarmánaðar. Meðalhiti í Reykjavík þessa daga er 4,9 stig, 5,5 stigum ofan meðallags árin 1961-1990 og 3,8 ofan meðallags síðustu tíu ár. „Trúlega fellur hiti mánaðarins eitthvað á samanburðarlistum næsta þriðjung mánaðarins – bæði er útlit fyrir kólnandi veður og samkeppni við aðra hlýja janúarmánuði mjög ströng,“ segir Trausti ennfremur. Kaldastir á þessari öld voru dag- arnir tíu árið 2001, meðalhiti þá -4,7 stig. Sé litið til lengri tíma (144 ár) er hiti dagana tíu nú í 3. til 4. hlýjasta sæti, hlýrri voru þeir 1972 [6,8 stig] og 1973 [5,5], en jafnhlýir 1964. Kald- astir voru þeir 1903, meðalhiti -7,7 stig, segir Trausti. Á Akureyri er meðalhiti dagana tíu 5,1 stig, 7,5 stigum ofan meðallags 1961-1990, en 5,4 stig ofan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Á landinu hefur að tiltölu verið hlýjast við Upptyppinga, hiti þar +6,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ár, og vikið í Torfum í Eyjafirði er 5,1 stig. Minnst er vikið í Seley, +2,0 stig. er það nærri meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoma aðeins mælst um 1 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík hafa mælst 5,7, fjórum stundum undir meðallagi. Veturinn hefur verið mjög hlýr. Í yfirliti Veðurstofunnar um tíð- arfar kemur fram að nóvember 2018 var hlýr og hiti var yfir meðaltali á landinu öllu. Óvenjuhlýtt var í desem- ber og var hiti vel yfir meðallagi í öll- um landshlutum. Hlýjasta janúarbyrjunin  Hiti langt yfir meðallagi  Útlit er fyrir kólnandi veður Morgunblaðið/sisi Iðgrænir vellir Þessi mynd var tekin 10. janúar sl. en ekki 10. júlí í fyrra. Víkingsvöllurinn er sem á sumardegi rétt eins og aðrir knattspyrnuvellir. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrjú fyrirtæki sem fjárfesta í eða reka ferðaþjónustu á Akureyri vinna áætlanir um að hraða uppbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyrarflug- velli til að hún anni núverandi og væntanlegu milli- landaflugi. Telja þau unnt að koma í gagnið nauðsyn- legri viðbót við flugstöðina fyrir mun lægri fjár- hæðir en hingað til hefur verið rætt um. KEA lýsir sig reiðubúið til að byggja aðstöðuna og leigja til ríkisins. Bresk ferðaskrifstofa skipuleggur leiguflug frá borgum í Bretlandi til Akureyrar og hollensk ferðaskrif- stofa hefur slíkt flug síðar í vetur. Halldór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri KEA, segir að aðstaða í flugstöðinni sé óviðunandi fyrir millilandaflug. Hún sé of lítil, geti ekki þjónað almennilega meðalstór- um þotum. Farþegarnir geti þurft að bíða í röðum úti eftir að komast að í innritun og í strætisvögnum eftir að komast inn í flugstöðina. Þá sé flug- stöðin flöskuháls í frekari framþróun millilandaflugs. Halldór bendir á að millilandaflug frá Akureyri sé hafið og ríkið búið að fjárfesta í flugþróunarsjóði til að stuðla að því. Þá nefnir hann að ef ætlunin er að bæta við flughlöðum til að styrkja Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll í millilandaflugi af ör- yggisástæðum þurfi að vera hægt að koma fólkinu með góðu móti úr flug- vélunum í hús. Þetta falli því allt saman. Þarf að fara hraðar í málið „Það þarf að fara hraðar í stækk- un flugstöðvarinnar en áætlanir hafa verið um, ef á annað borð ætlunin er að stunda millilandaflug frá Akur- eyrarflugvelli,“ segir Halldór Jó- hannsson. Í skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Eyþing og birt var í september var áætlað að kostnaður við stækkun flugstöðvarinnar um 1.932 fermetra, samkvæmt eldri hugmyndum, og breytingar á eldri byggingu myndu kosta 1.477 millj- ónir króna og hægt væri að fram- kvæma þetta á tveimur árum. KEA, Höldur og SBA, fyrirtæki sem fjárfesta í eða reka ferðaþjón- ustufyrirtæki á svæðinu, hafa unnið að tillögum um hraðari uppbyggingu aðstöðu í flugstöðinni. Fyrirtækin hafa unnið í góðu og nánu samstarfi við Akureyrarbæ sem mjög hefur látið málið til sín taka á undanförn- um árum. Einfaldara og ódýrara hús AVH - verkfræði- og hönnunar- stofa á Akureyri hefur gert skissu að nýrri flugstöð og kostnaðarmetið verkefnið. Hugmyndirnar ganga út á að byggja einfaldara hús en fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir, mun ódýrara og sem fljótlegt yrði að reisa. Skissa hefur verið gerð að ein- földu stálgrindarhúsi norðan við nú- verandi flugstöð og sem hægt væri að stækka með millilofti. Ráðgjafi fyrirtækjanna telur unnt að reisa 1.000 fermetra byggingu fyrir 200 til 250 milljónir króna. Ef talin yrði þörf fyrir stærra hús gæti 1.500 fermetra bygging kostað sam- svarandi á fermetra, eða 300 til 400 milljónir kr. Inni í þessum áætlunum er ekki kostnaður við innréttingu hússins eða tækjabúnað og heldur ekki kostnaður við hugsanlegar breytingar á gömlu flugstöðinni. Húsið mætti í byrjun nota eingöngu fyrir millilandaflugið. Bjóðast til að leigja ríkinu KEA hefur lýst sig reiðubúið til að byggja húsið, eiga það og leigja rík- inu. Það gæti tekið sjö til tólf mánuði að byggja, ef allt gengur upp, en Halldór segir að undirbúningstíminn ráðist einnig af framgangi deili- skipulagsbreytinga. „Við teljum þetta raunhæfa leið til að leysa málið. Við viljum hraða því eins mikið og hægt er. Tíminn er ekki að vinna með okkur,“ segir hann. Hugmyndirnar hafa óformlega verið kynntar samgönguráðherra og Isavia, og fyrstu viðbrögð hafa verið góð, að sögn Halldórs sem segist því vera bjartsýnn. Bjóðast til að byggja flugstöð  Þrjú fyrirtæki á Akureyri þróa hugmyndir um hraða uppbyggingu á aðstöðu á Akureyrarflugvelli til að þjóna millilandafluginu  Hugmyndir uppi um einfalda viðbyggingu sem gæti kostað 200 til 250 milljónir Teikning/AVH Viðbygging Gróf skissa sýnir 1.500 fermetra viðbyggingu norðan núverandi flugstöðvar á Akureyri. 1.000 fermetra bygging gæti kostað 200-250 milljónir sem er aðeins brot af fyrri áætlunum. Halldór Jóhannsson Kostnaður við að byggja nýja flugstöð á Akureyrflugvelli gæti verið tæpir 1,5 milljarðar, kostn- aður við gerð flughlaða til að styrkja flugvöllinn sem vara- flugvöll er 1,6 milljarðar og upp- setning á ILS-aðflugsbúnaði kostar 180 milljónir, samkvæmt skýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir Eyþing sl. haust. Kostnaðurinn yrði samtals 3,2 milljarðar, skv. þeim áætlunum. Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti í október að óska eftir að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar aflaði gagna til að gera við- skipta- og rekstraráætlun fyrir völlinn og kanna áhrif fjölgunar farþega með auknu millilanda- flugi sem og rekstrargrundvöll. Kostnaður 3,2 milljarðar AKUREYRARFLUGVÖLLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.