Morgunblaðið - 12.01.2019, Side 22

Morgunblaðið - 12.01.2019, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Láttu fagfólkið á Húðfegrun sjá um þína húð á nýju ári! JANÚARTILBOÐ Laserlyfting Nátturuleg andlitslyfting -15% 12. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 118.67 119.23 118.95 Sterlingspund 151.29 152.03 151.66 Kanadadalur 89.76 90.28 90.02 Dönsk króna 18.313 18.421 18.367 Norsk króna 14.014 14.096 14.055 Sænsk króna 13.353 13.431 13.392 Svissn. franki 121.43 122.11 121.77 Japanskt jen 1.0962 1.1026 1.0994 SDR 165.77 166.75 166.26 Evra 136.72 137.48 137.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.3078 Hrávöruverð Gull 1292.4 ($/únsa) Ál 1841.5 ($/tonn) LME Hráolía 61.15 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Stjórn Rann- sóknasjóðs hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2019 að fjárhæð 850 millj- ónir króna. Ganga styrkirnir til 61 verkefnis en sjóð- urinn styrkir verk- efni á öllum svið- um vísinda. Alls bárust sjóðnum 359 umsóknir og er hlutfall úthlutunar í ár því 17%. Á hverju ári eru sjóðnum lagðir til 2,5 milljarðar króna. Af þeirri fjárhæð ganga 1,7 milljarðar í fram- haldsstyrki til eldri verkefna. Styrkir sjóðsins eru til þriggja ára að jafnaði. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að áhrifa hans gæti víða, m.a. í öflugum þekking- arfyrirtækjum sem byggjast á vísinda- grunni. Þá er bent á að niðurstöður rannsókna styðji við hagvöxt og heil- brigt samfélag. Úthluta 850 milljónum til rannsóknaverkefna Styrkir Sjóðurinn hefur úthlutað. STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Tilkynnt var um mikinn niðurskurð hjá bílaframleiðendunum Jaguar Land Rover (JLR) og Ford í vik- unni. Þúsundum manna var sagt upp og mikil stefnubreyting er í kort- unum í átt til framleiðslu á grænni valkostum og sjálfkeyrandi bílum. Sú stefnubreyting er afar kostnað- arsöm og felur ekki í sér mikinn ávinning til skemmri tíma að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brim- borgar, bílaumboðs fyrir Ford. Hefur legið í loftinu „Þetta hefur legið í loftinu í marga mánuði og þetta er drifið af þeirri byltingu sem er framundan í bíl- greininni. Sjálfkeyrandi bílar og raf- magnsbílar. Það eru svo ofboðslegar fjárfestingar framundan,“ segir Eg- ill og nefnir að óvíst sé hvenær fjár- festingin fáist greidd til baka. Egill segir forráðamenn Ford ekki sjá fyrir sér að fjárfestingarnar gangi upp nema að fjárfestingarkostnaði verði dreift á fleiri einingar. „Menn eru að fara í alls konar samstarf. til þess að dreifa áhættunni. Ford og Volkswagen munu kynna í næstu viku risasamstarf á þessu sviði.“ Hann segir að til skamms tíma hafi þetta engin áhrif á Brimborg. „En til lengri tíma eru svona hlutir bara góðir. Það er verið að gera fyrirtækið samkeppnishæfara að því gefnu að breytingarnar takist.“ Eg- ill nefnir einnig í þessu samhengi breytingar á neyslumynstri fólks sem kaupir í auknum mæli jeppa í stað fólksbíla og harða samkeppni í Evrópu. „Og ekki bætist það við Brexit. Breski markaðurinn er einn af þessum stóru mörkuðum,“ segir Egill en þúsundum var sagt upp hjá Ford í Bretlandi í vikunni. Loftur Ágústsson, markaðsstjóri B&L, segir framleiðslubreytingar kostnaðarsamar og flóknar en 4.500 var sagt upp hjá JLR í vikunni. „Við höfum orðið vör við það með bæði rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla að framleiðslunni á þessum bílum hefur oftar en ekki seinkað miðað við þær upplýsingar sem fyrst voru gefn- ar út af framleiðendum.“ Aðspurður nefnir hann t.a.m. að framleiðslan á rafhlöðum í bílana sé að öllum lík- indum flöskuháls þegar kemur að því að anna eftirspurninni. Samkvæmt tölum frá Bílagreina- sambandinu voru nýskráningar bif- reiða 17.979 í fyrra en 21.287 árið 2017 og drógust saman um 15,6%. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílagreinasambandsins, segir að eina ástæðu fyrir minni sölu megi rekja til breyttra mengunarmælinga. Breyttar mælingar „Sala á bílum minnkaði á Íslandi en ekki síður í Evrópu á haustmánuðum. Það var verið að breyta mengunar- mælingum á bílum þar sem bílar eiga í dag að sýna raunmengun en áður voru tölurnar byggðar á tilrauna- stofumælingum. Vegna þessa fóru framleiðendur í að uppfæra vélar, batterí og framkvæma nýjar mæling- ar á útblæstri og eldsneytisnotkun sem nú eru nær raunveruleikanum. Ákveðið framboð á bílum var því ekki til staðar. Því dróst salan saman. Það skapaðist einnig ákveðin óvissa á meðan á þessu stóð. Það eru dæmi um tengiltvinnbíla sem voru fáanlegir allt fram á mitt síðasta ár en koma síðan ekki aftur á markað fyrr en um mitt þetta ár.“ Hann nefnir einnig að ákveðin óvissa hafi verið um skattlagningu bíla hér á landi vegna kolefnisgilda og að stjórnvöld hafi ekki verið búin að bregðast við. „Það gerðu þau svo með lagabreytingum sem nú hafa tekið gildi. Við erum mjög sátt við þessa nýju aðferðafræði við skatt- lagningu bifreiða sem þýðir raun- verulega að bílverð er ekki að hækka vegna breyttra mengunar- mælinga, þökk sé viðbragði stjórn- valda og góðu samtali við aðila í bíl- greininni. Af bílum sem eru mildari fyrir umhverfið eru borguð lægri vörugjöld,“ segir Jón Trausti. Að sögn viðmælenda Morgunblaðsins dróst salan á nýjum bílum einnig töluvert saman um það leyti sem kjaraviðræður fóru á flug á síðasta ári. Að auki spilaði gengi krónunnar inn í minni sölu og væringar í kring- um flugfélögin. Gríðarlegar fjárfestingar framundan í bílaframleiðslu AFP Bílar Miklar fjárfestingar eru framundan í bílaframleiðslu og þúsundir manna í Evrópu hafa misst störf sín.  Færri nýskráningar á síðasta ári tengjast m.a. breyttum mengunarmælingum Sjö framboð hafa borist í tengslum við stjórnarkjör sem efnt hefur ver- ið til í Högum. Það fer fram 18. jan- úar næstkomandi í kjölfar þess að nýir hluthafar í félaginu kölluðu eft- ir hluthafafundi. Kristín Friðgeirs- dóttir stjórnarformaður og Sigurð- ur Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Hins vegar hafa þau Erna Gísladóttir, Davíð Harðarson og Stefán Árni Auðólfsson öll ákveðið að sækjast eftir endurkjöri. Þá hafa boðið sig fram til stjórn- arinnar þau Katrín Olga Jóhann- esdóttir, formaður Viðskiptaráðs, Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Slippsins á Akureyri, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og Kristján Óli Níels Sigmundsson, bifreiða- stjóri og fjárfestir. Tilnefninga- nefnd sem starfar á vettvangi fé- lagsins hefur lokið störfum og gerir hún tillögu um að fyrrnefndir þrír stjórnarmenn verði endurkjörnir og að nýir komi inn í stjórnina þeir Davíð Harðarson og Eiríkur S. Jó- hannsson. Athygli vekur að Jón Ásgeir Jó- hannesson, sem stofnaði Bónus á sínum tíma, er ekki í hópi þeim sem tilnefninganefndin leggur til. Félög sem honum tengjast beint halda á 53 milljónum hluta, eða ríflega 4,3% hlutafjár í félaginu. Eiríkur S. Jóhannsson, er stjórn- arformaður Samherja, sem nýlega kom inn í hluthafahóp Haga með ríflega 9,3% hlut. Morgunblaðið/Ernir Risi Meðal þeirra verslana sem Hagar reka eru Hagkaup, Bónus og Zara. Sjö bjóða sig fram í Högum  Jón Ásgeir hlaut ekki náð fyrir augum tilnefningarnefndar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.