Morgunblaðið - 12.01.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 12.01.2019, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf til kynna í gær að hann væri reiðubúinn til þess að lýsa yfir neyð- arástandi á landamærum Bandaríkj- anna og Mexíkó ef engin lausn fynd- ist á deilu demókrata og repúblíkana á Bandaríkjaþingi um fjármögnun landamæramúrsins svonefnda. Um 800.000 ríkisstarfsmenn fengu ekki útborguð laun í gær og voru flug- umferðarstjórar og bandarískir al- ríkislögreglumenn þeirra á meðal. Trump greindi í gær á samskipta- miðlinum Twitter frá ferðalagi sínu til landamæranna í fyrradag og sagði að ástandið væri alvarlegra en talið hefði verið. Notaði forsetinn orðið „innrás“ til þess að lýsa fjölda þeirra sem færu ólöglega yfir landamærin og hét því að hann myndi láta reisa stálgirðingu eða múr á landamærun- um þar sem Bandaríkin yrðu ekki örugg annars. Demókratar, sem nú fara með völdin í neðri deild Bandaríkjaþings, hafa hins vegar ekki tekið vel í hug- myndir Trumps um slíka girðingu en áætlað hefur verið að þær muni kosta um 5,7 milljarða bandaríkja- dala, og neita þeir að ræða frekari fjárveitingu nema Trump samþykki fjáraukaheimild til þess að opna þær ríkisstofnanir sem lokaðar eru. Lindsey Graham, leiðtogi repú- blikana í öldungadeildinni sagði í gær að Trump ætti að lýsa yfir neyð- arástandi en slíkt myndi gefa honum heimildir til þess að nota fé til varn- armála í landamæragirðingar. And- stæðingar forsetans hafa hins vegar hótað því að slík ákvörðun verði dregin fyrir dómstóla. Þokast nær neyðarástandi  Um 800.000 ríkisstarfsmenn fengu ekki útborgað í gær vegna lokunarinnar AFP Landamæri Trump heimsótti landa- mærin við Mexíkó í fyrradag. Þessi þýski strákur renndi sér kampakátur á sleða sín- um í gær við Wasserkuppe-fjallið í Fulda-héraði Þýska- lands. Talsverðar vetrarhörkur hafa verið í mörgum ríkjum á meginlandi Evrópu og hafa Austurríki og suð- urhluti Þýskalands orðið sérstaklega illa úti. Þá snjóaði einnig í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær. AFP Frostavetur herjar nú á meginland Evrópu Snjóþunginn fagnaðarefni fyrir suma Rahaf Moham- med al-Qunun, sádiarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína til Taílands, flaug í gær til Kanada, þar sem hún mun sækja um hæli. Sagði Justin Tru- deau, forsætis- ráðherra Kan- ada, að hún væri velkomin til landsins. Rahaf sem er átján ára gömul hefur verið úrskurðuð flóttamaður af Sameinuðu þjóðunum en hún hefur meðal annars afneitað íslam. Liggur dauðarefsing við slíku í Sádi-Arabíu. Taílensk yfirvöld ætluðu upp- haflega að senda hana aftur til Kúv- eit, þaðan sem hún kom, en Rahaf læsti sig þá inni á hótelherbergi sínu og notaði samfélagsmiðilinn Twitter til að vekja athygli á mál- stað sínum. Rahaf leitar hælis í Kanada Rahaf Mohammed al-Qunun TAÍLAND Tom Hagen, eig- inmaður Anne- Elisabeth Falke- vik Hagen, sem var rænt 31. október síðastlið- inn, fann þétt- skrifað bréf heima hjá sér eft- ir mannránið með lausn- argjaldskröfu ræningjanna og hótunum um hvaða afleiðingar það hefði ef hann leitaði til lögreglunnar. Samkvæmt heim- ildum norska ríkisútvarpsins NRK var bréfið skrifað á „bjagaðri norsku“, sem sögð var einhvers konar blanda af norsku, Austur- Evrópumáli og Google-Translate, að sögn heimildarmanns. Lögreglan vildi ekki tjá sig um frétt NRK, en sagði að lausnar- gjaldsbréfið væri eitt af veigameiri sönnunargögnum við rannsókn málsins. Lausnargjaldsbréfið á „bjagaðri norsku“ Anne-Elisabeth Falkevik Hagen NOREGUR Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sagði í gær að leita yrði allra mögulegra leiða til þess að leysa Brexit-málið áður en breska þingið greiðir atkvæði um samkomulagið sem lagt hefur verið fyrir það. Ummæli hans komu sama dag og nánir samverkamenn Theresu May forsætisráðherra gáfu til kynna að haldbær loforð frá Evrópusamband- inu um írska „þrautavarann“, sem valdið hefur þingheimi hvað mestum áhyggjum, gætu legið fyrir á mánu- daginn. Hafa breskir þingmenn lýst yfir þeim áhyggjum sínum að þrautavarinn, eins og hann er orð- aður nú, gæti læst Bretland inni í óhagkvæmu viðskiptasambandi við Evrópusambandið um aldur og ævi. Allt stefnir í að samkomulagið verði fellt af breska þinginu, en bæði stuðningsmenn og andstæðingar að- ildar Breta að Evrópusambandinu hafa gagnrýnt það að undanförnu, sem aftur hefur ýtt undir ótta um að Bretar muni yfirgefa sambandið án samnings hinn 29. mars næstkom- andi. Juncker sagði hins vegar að út- ganga Breta án samnings yrði hörmuleg fyrir bæði Breta og hin Evrópusambandsríkin. Því þyrfti að leggja allt kapp á að leysa hnútinn. „Við erum í stöðugum samskipt- um, framkvæmdastjórnin og ég, við breska forsætisráðuneytið og við munum sjá á þriðjudaginn hvað breska þingið segir um textann sem lagður hefur verið til,“ sagði Juncker og ítrekaði að ekki væri hægt að semja upp á nýtt. Neðri deild breska þingsins hefur rætt samninginn síðan á miðviku- daginn. Ríkisstjórn Bretlands fór halloka í tveimur atkvæðagreiðslum við upphaf umræðunnar og mun hún neyðast til þess að vera tilbúin með næstu skref í málinu fyrir lok næstu viku, fari svo að hún tapi atkvæða- greiðslunni á þriðjudaginn. Verða að leita allra leiða  Juncker kallar eftir lausn á Brexit fyrir þriðjudaginn AFP Brexit Stuðningsmenn aðildar mót- mæltu við breska þinghúsið í gær. Martin Fayulu, forsetaframbjóðandi í Austur-Kongó, tilkynnti í gær að hann hygðist kæra úrslit forseta- kosninganna sem haldnar voru 30. desember síðastliðinn til stjórnlaga- dómstóls landsins. Mun hann þar krefjast endurtalningar á atkvæð- unum sem greidd voru í kosning- unum, en bráðabirgðaniðurstöður gáfu til kynna að Felix Tshisekedi hefði hlotið 38,57% atkvæða, en Fa- yulu 34,8%. Fayulu og Tshisekedi tilheyra báð- ir stjórnarandstöðuflokkum landsins, en Emmanuel Ramazani Shadary, frambjóðandi stjórnarflokksins, varð þriðji í kjörinu með einungis 23,8%. Úrslitin komu mörgum á óvart, þar sem flestar kannanir sem gerðar höfðu verið í aðdraganda kosning- anna bentu til þess að Fayulu myndi verða hlutskarpastur, en kaþólska kirkjan sagði fljótlega eftir kjörið að niðurstaðan passaði illa við þær út- gönguspár sem eftirlitsmenn hennar í kosningunum hefðu látið gera. Atkvæðin mögulega talin aftur  Úrslitin kærð til stjórnlagadómstóls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.