Morgunblaðið - 12.01.2019, Page 35

Morgunblaðið - 12.01.2019, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 ✝ Kolbeinn AronArnarson íþróttamaður fæddist í Vest- mannaeyjum 30. nóvember 1989. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 24. desember 2018. Kolbeinn Aron var ókvæntur og barnlaus. Móðir Arons er Ingibjörg Sigríður Kolbeinsdóttir frá Vest- mannaeyjum, f. 4. desember 1957. Bróðir Arons er Einar Birgir Baldursson, f. 5. janúar 1979, maki hans er Íris Sif Hermannsdóttir, f. 26. septem- ber 1987, og eru þau búsett í Vestmannaeyjum. Faðir Kolbeins Arons er Örn Jónsson. Kolbeinn átti fjögur hálf- systkini. Kolbeinn Aron var sannur Eyja- peyi. Ástríða hans lá í íþróttum og söng. Íþrótta- félagið ÍBV átti hug hans allan og var hann þar frá barnsaldri. Hann vann mest- megnis hjá Godthaab, Eim- skip, ÍBV og núverandi starf var hjá Hótel Vestmanna- eyjum. Útför Kolbeins Arons fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, 12. janúar 2019, klukkan 14. Það er ekkert smá sárt að setjast niður og skrifa minning- argrein um einn besta vin sinn sem var tekinn í burtu rétt ný- orðinn 29 ára. Ég hef verið að veigra mér við því núna alveg síðan þú fórst. Það hefur fátt annað komist að hjá mér en minningar sem maður á um þig. Þrátt fyrir allan þennan dofa sem heltekur mig þá get ég einhvern veginn alltaf hugs- að til baka og fundið eitthvað sem gleður mig. Það er svo skrýtin tilfinning að vera þjakaður af sorg en samt skyndilega geta ekki ann- að en farið að skellihlæja þegar eitthvað rifjast upp fyrir mér. Eina sem ég get huggað mig við er að sorgin sem ég upplifi núna er tilkomin frá góðum stað, ég á varla eina slæma minningu um þig. Hún einkenn- ist frekar af því að sakna þess sem hefði getað orðið; allra frá- bæru stundanna sem við hefð- um getað átt saman. Það var svo margt eftir ógert. Langflestar sögurnar um þig eru sögur sem ég hugsa að best væri fyrir alla að héldust innan vinahópsins, þær munu örugg- lega smám saman fá að koma í ljós síðar meir. Það er einföld staðreynd að í gegnum alla vin- áttu vinahóps okkar eru lang- skemmtilegustu og eftirminni- legustu sögurnar tengdar þér. Ég hef reynt að festa fingur á því hvenær við kynntumst í raun og veru fyrst. Verandi báðir Eyjapeyjar, sem báðir stunduðu fótbolta og handbolta, þá rennur þetta allt saman í eitt. Ég hugsa að þú hafir verið eini vinur minn sem ég get ekki rifjað upp nákvæmlega á hvaða tímapunkti við urðum vinir, þú hefur einhvern veginn bara alltaf verið til staðar. Þinn helsti kostur (átta ég mig á núna, fyrir mánuði hefði ég kallað það þinn helsta ókost) var að maður var í raun aldrei spurður að því hvort maður vildi vera vinur þinn. Þú varst til dæmis ekki sá sem hringdir með góðum fyrirvara til að fá gistingu þegar þú komst til Reykjavíkur, þú hringdir bara dyrasímanum og spurðir hvar þú mættir setja ferðatöskuna, eða réttara sagt sagðir mér hvar ég gæti sett ferðatöskuna þína. Við deildum nánast alveg sama húmor, alltaf þegar mað- ur hitti þig gat maður verið viss um að það yrði mikið hleg- ið. Síðasta minningin mín um þig er t.d. þegar við öskruðum af hlátri yfir einhverri fárán- legri hettupeysuhugmynd síð- asta kvöldið sem við hittumst. Þetta síðasta kvöld hverfur mér hreinlega bara ekki úr minni. Þú varst svo mikið hress og skemmtilegur. Að því sögðu þá fór svo sem aldrei lítið fyrir þér, þinn persónuleiki naut sín hvergi betur en þegar þú varst umkringdur góðum vinum að gera sér glaðan dag. Ég er svo þakklátur fyrir þetta kvöld og þennan dag, það hefði verið svo alltof auðvelt að slá því á frest. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að við munum ekki hitt- ast svona framar, ef maður hefði bara kunnað að meta al- mennilega þessar stundir. Hvíldu í friði elsku Kolli minn. Takk fyrir öll hlátursköstin í gegnum tíðina. Takk fyrir að hafa upphaflega ekki spurt mig hvort ég vildi vera vinur þinn. Takk fyrir allar geggjuðu minningarnar sem eru mér svo mikilvægar þessa dagana. Vildi bara óska að þær hefðu getað orðið fleiri. Hjálmar Ragnar Agnarsson. Að sýna öðrum persónulegan áhuga og eftirtekt, að hrósa og hafa þannig jákvæð og hvetj- andi áhrif á okkur samferða- fólkið þitt er það fyrsta sem kemur upp í hugann er ég hugsa til þín, minn kæri vinur. Þú varst ófeiminn við að hrósa og gerðir það af einlægni og áhuga og með þér leið manni alltaf vel. Þú varst öðlingur sem vildi öllum vel, skemmtilegur með eindæmum og hafðir jákvæð áhrif á allt og alla í kringum þig. Þú varst frábær í hóp og nauðsynlegur. Á augabragði gastu breytt erfiðum degi í góðan með því að lesa aðstæður betur en aðrir og slá á réttu strengina. Þú varst til dæmis fljótur að lesa mig, kunnir vel á mig og mína sérlund og varst manna færastur að eiga við hana. Og það sem ég þurfti oft á því að halda, sérstaklega fyrstu árin, og fyrir það verð ég þér ávallt þakklátur. Ég er ekki viss um að ég hefði enst þessi ár í þjálfun án þín. Menningin í liðinu okkar, andinn og samkenndin eru und- irstöður þess árangurs sem við höfum náð undanfarin ár. Það að menn þori að segja sína skoðun umbúðalaust, séu óhræddir við að gera mistök, ófeimnir við að taka hver utan um annan og tjá hver öðrum væntumþykju er nokkuð sem þú átt svo stóran þátt í. Þetta var þér eðlislægt, einlæg fram- koma þín, sem þú hafðir ekkert fyrir, og við hinir lærðum og tileinkuðum okkur. Það er svo fjarstæðukennt að komið sé að kveðjustund, líf- ið var rétt að byrja og svo margt ógert. Meira en lítið ósanngjarnt, rétt eins og dauð- inn er alltof oft. Ég á eftir að sakna þess að hitta þig ekki framar, fá faðmlag, sjá þig brosa og heyra þig hlæja. Hvíldu í friði kæri vinur. Fjölskyldu og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Arnar Pétursson. Kolla þekktum við hjónin vel. Hann spilaði frá barnsaldri með sonum okkar í íþróttum og var góður vinur þeirra. Kolli var þannig að öllum þótti vænt um hann. Hann var alltaf skemmtilegur og gefandi. Ég var í handboltaráði þegar Kolli var að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það var frábært að hafa hann og gátum við alltaf treyst á hann, bæði í markinu og félagslega. Kolli kom síðan til starfa hjá okkur hjónum á hótelinu um haustið 2013. Það var gott að fá hann í hópinn, verið var að stækka hótelið og fór hann strax í framkvæmdirnar. Samstarfs- menn Kolla voru kappsfullir handboltaáhugamenn, eins og hann. Gengu framkvæmdirnar vel og kepptust allir við að ljúka þeim á tilskildum tíma. Kolli kom til mín og bað um frí daginn eftir. Það var auðsótt mál enda 1. maí, frídagur verkamanna. Stuttu síðar komu samstarfsmenn Kolla til mín og voru alvarlegir á svip. Alls ekki gengi að hann fengi frí. Ég skildi það ekki í fyrstu en var leiddur í allan sannleikann um að nú væri einvígi í gangi gegn Val, úrslitaleikurinn á morgun, 1. maí. Kolli hefði aldrei áður fengið frí á leikdegi og alltaf varið eins og berserkur. Þessu mætti ekki breyta. Ég bar þetta undir Kolla, sem sá strax vitið í þessu og vann samvisku- samlega allan 1. maí, eins og ávallt. Leikurinn vannst og ÍBV varð Íslandsmeistari þetta tímabil. Kolli átti stóran þátt í þeim sigri. Eitt síðasta verk Kolla var að vera þulur á kappleik í Eyj- um. Þetta er árlegur og glæsi- legur viðburður, stjörnuleikur Gleðigjafanna. Af þeirri nær- færni og kímni sem Kolla var gefin lýsti hann hverju glæsi- afreki keppenda með miklum tilþrifum þannig að engum áhorfanda gat dulist að snill- ingar væru þar á ferð. Þarna var Kolli í essinu sínu. Ein síðustu samskipti mín við Kolla voru langt og gott samtal við hann nokkrum dög- um fyrir andlát hans. Kolla leið vel. Hann var næturvörður á hótelinu og hugðist jafnframt vinna með bróður sínum í ferðaþjónustunni næsta sumar. Hann var bjartsýnn og jákvæð- ur. Kolli var einlægur í spjall- inu og kom vel fram væntum- þykja hans til móður sinnar. Við hjónin viljum votta henni, bróður hans og afa sem og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð. Við munum alltaf minn- ast Kolla eins og hann var, brosandi og lét öllum líða vel í návist sinni. Blessuð sé minn- ing hans. Magnús (Maggi) og Adda. Elsku Kolli minn. Það er óskiljanlegt og óbæri- legt að þú sért hrifsaður burt í blóma lífsins, þú sem áttir eftir að gera svo margt. Kolli og Sara Rós litla systir mín voru par í fimm ár, þannig kynntumst við. Þau byrjuðu saman á afmælisdegi Kolla 30. nóvember 2008 og strax um jól- in var hann „fluttur“ inn á Ás- hamar 12. Það er ekki annað hægt að segja en að hann hafi verið einn af fjölskyldunni frá upphafi með sitt glaðlega fas, alltaf til í að hjálpa og vera með í öllu, hann var alltaf að fíflast og djóka en svo datt hann í þann gírinn að vera svo einlæg- ur og indæll, hægt var að tala um allt milli himins og jarðar við hann, honum fannst gaman að spjalla og pæla í hlutunum. Eitt sinn kom hann í barna- afmæli til okkar, leit yfir borðið og sá þar gulrótarköku, leit á mig og sagði: „Gerðirðu ekki örugglega tvær?“ Honum fannst gott að borða og talaði nú einhvern tíma um að verða kokkur. 2013 skildu svo leiðir en hann hætti aldrei að vera í sambandi við okkur og lét okk- ur alveg heyra að hann saknaði okkar og við hefðum reynst honum vel. Við fylgdumst með honum í boltanum og hittumst af og til en það var líka svo einstakt að þó að við hefðum ekki hist um nokkurn tíma var alltaf faðmlag og tekinn upp þráður eins og við hefðum hist í gær. Núna síðustu mánuði var hann að vinna á Hótel Vest- mannaeyjum og við systurnar á Einsa kalda sem er með aðset- ur a hótelinu og bestu vakt- irnar voru þegar við vorum að loka og ganga frá og Kolli var að gera klárt fyrir morgunmat- inn. Þá fór sko Kolbvélin í gang, gamla flotta tónlistin sett í botn og sungið hástöfum eins og honum einum var lagið. Ó Guð, hvað ég á eftir að sakna þín. Elsku vinur, að spjallið sem við áttum þriðjudaginn 19. des- ember hafi verið það síðasta í bili hefði ég aldrei trúað. Það var svo dýrmætt að hafa kynnst þér, takk fyrir allar góðu stundirnar, sönginn, tón- listina, sögurnar, glauminn, glensið og góðu þéttu faðmlög- in sem þú notaðir óspart. Þú varst einstakur og það var svo auðvelt að þykja vænt um þig. Elsku Inga, fjölskylda og vinir, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi almættið styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Elva Björk Einarsdóttir. Kveðja frá Handknattleiks- ráði ÍBV. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér, skrítið stundum hvernig lífið er. Eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Einstakur karakter, einstak- ur leikmaður, einstakur fé- lagsmaður. Þannig var hann Kolli okkar. Það sló þögn á samfélagið hér í Eyjum um jólin þegar fregnir bárust af því að Kolli hefði orðið bráðkvaddur að heimili sínu og væri ekki lengur meðal okkar. Ungur maður, sem hafði gert svo margt en átti jafnframt svo margt ógert, hrifinn brott eins og hendi væri veifað. Kolli hóf ungur að æfa og keppa með ÍBV, bæði í knatt- spyrnu og handknattleik. Þegar nálgast fór meistaraflokk varð handboltinn fyrir valinu og lék hann fyrsta meistaraflokksleik sinn í handboltanum árið 2006, þá 17 ára. Kolli lék alls 279 leiki fyrir meistaraflokk ÍBV og var í lykilhlutverki þegar liðið vann 1. deild karla árið 2013, varð Íslandsmeistari árið 2014 og bikarmeistari árið 2015. Árið 2017 söðlaði Kolli um og hafði vetrardvöl á höf- uðborgarsvæðinu og lék með Aftureldingu í eitt tímabil. En hugurinn leitaði aftur heim og á vordögum 2018 ritaði Kolli undir nýjan samning við ÍBV og flutti heim á ný, við mikla ánægju okkar sem koma að handboltanum í Eyjum. Kolli hafði einstakt lag á að gleðja okkur, hvort sem það var með leik sínum á hand- boltavellinum eða söng sínum utan vallar. Yfirleitt var Kolli hrókur alls fagnaðar og stjórn- aði meðal annars af röggsemi sigursöngnum „Slor og skítur“ eftir sigurleiki fyrir framan stuðningsmenn ÍBV. Skipti þá ekki alltaf máli hvort Kolli hefði spilað mikið í leiknum, sigurinn var það sem skipti Kolla og okkur í ÍBV mestu máli og skyldi fagnað að okkar sið. Elsku Kolli okkar. Takk fyr- ir allar minningarnar, stundirn- ar innan og utan vallar. Takk fyrir að leyfa okkur að kynnast þér. Minning þín mun lifa um ókomna tíð í hjörtum okkar og annarra stuðningsmanna ÍBV. Innilegar samúðarkveðjur sendum við fjölskyldu Kolla, vinum hans og ættingjum. Hvíl í friði. Fyrir hönd Handknattleiks- ráðs ÍBV, Davíð Þór Óskarsson. Kveðja frá ÍBV íþróttafélagi. Þessi dagur er félaginu okk- ar og samfélaginu öllu í Eyjum erfiður því góður ÍBV-ari er borinn til hinstu hvílu. Hann Kolli hefur leikið handbolta með ÍBV nær alla sína tíð, hann hefur spilað fótbolta með KFS í mörg ár og núna síðustu sumur hefur hann verið til taks ef meistaraflokk félagsins í fót- bolta hefur vantað markmann á æfingar eða í leiki. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður handboltans frá upphafi, en hann spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki sautján ára gamall. Ásamt þessu hefur hann verið markmannsþjálfari hjá félaginu og vallarstarfs- maður eitt sumar. Það er hægt að segja margt fallegt um hann Kolla okkar en félagið hefur alltaf litið á hann sem eitt af börnum sínum, hann hefur næstum búið á íþrótta- svæði félagsins og allt hand- boltafólk okkar þekkir hann því vel. Kolli hefur ávallt verið öll- um góður, ávallt brosmildur og alltaf til í grínið. Félagsmenn söknuðu hans mikið á síðustu leiktíð þegar hann spilaði með Aftureldingu því hann var mik- ill stemningsmaður og góður liðsmaður. Yngri leikmenn félagsins sóttu töluvert í að tala við Kolla því hann kom ávallt eins fram við alla og gott var að hlæja með honum, hann leiðbeindi mikið markmönnum félagsins og fékk hina leikmennina með sér í lið til að gera góða mark- menn betri. Meistaraflokksleik- menn félagsins sakna hans mikið, en hann var góður liðs- félagi innan sem utan vallar. Það var alltaf stutt í glens og grín hjá Kolla í öllum þeim verkefnum sem félagarnir þurftu að sinna. Kolbeinn Aron Arnarson mun ávallt eiga stórt pláss í ÍBV-hjörtum okkar. Um leið og við þökkum honum fyrir fram- lag sitt til íþróttanna hér í Vestmannaeyjum vottum við móður hans, Einari Birgi og fjölskyldu, afa hans, vinum og leikmönnum meistaraflokka fé- lagsins sem og öllum sem um sárt eiga að binda innilega samúð. Megi guð og góðar vættir styrkja ykkur öll á sorg- artímum. Fyrir hönd ÍBV íþrótta- félags, Dóra Björk framkvæmdastjóri. Kolbeinn Aron Arnarson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON, M.A., fv. framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, Raufarseli 11, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. janúar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 16. janúar klukkan 13. Guðrún Helga Sigurðard. Friðrik Friðriksson Benedikt Sigurðsson Kjartan Emil Sigurðsson Aldís Eva Friðriksdóttir Dagur Páll Friðriksson Emelía Rut Viðarsdóttir Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR, Kambaseli 29, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 17. janúar klukkan 13. Þórarinn Már Sigurðsson Ingebjörg Sigurbjörnsdóttir Ragnhildur Þórarinsdóttir Sigríður Þyrí Þórarinsdóttir Þórir Már Ólafsson Atli Már Þórarinsson Dýrleif Sveinsdóttir og barnabarnabörn Kærar þakkir fyrir alúð og hlýhug vegna andláts og útfarar systur minnar, SIGRÍÐAR INGIBJARGAR ÞORGEIRSDÓTTUR, kennara, Hæringsstöðum, Árborg. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjallatúns í Vík og Ljósheima á Selfossi. Fyrir hönd vandamanna, Sólveig Antonía Þorgeirsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.