Morgunblaðið - 12.01.2019, Page 38

Morgunblaðið - 12.01.2019, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 ✝ Hulda Steins-dóttir fæddist á Hring í Stíflu í Skagafirði 4. febr- úar 1927. Hún lést á Skjóli 13. desem- ber 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Elínbjörg Hjálm- arsdóttir og Steinn Jónsson, sem bæði eru látin. Eftirlif- andi systkini Huldu eru Regína, Jóhann og Sigrún, en Ingólfur, Jón, Fanney, Sigurjón og Hreinn eru látin. Eiginmaður Huldu var Hilm- ar Steinólfsson bifreiðastjóri frá Fáskrúðsfirði, sem lést í árs- byrjun 2008. Hann var sonur hjónanna Sigurborgar Jóns- dóttur og Steinólfs Benedikts- sonar. Hilmar og Hulda stofnuðu heimili á Siglufirði og áttu þar heima uns þau fluttust til Reykjavíkur árið 1983. Börn Huldu og Hilmars eru: 1) Sigurður Gunnar, f. 1951, kona hans er Jónína S. Gunn- arsdóttir. Börn þeirra eru við Barna- og gagnfræðaskól- ann á kirkjuloftinu á Siglufirði, fór í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði en henni var létt um nám og hefði vel sómt sér á langskólabekk. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur lagði hún fyrir sig tungumálanám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hulda veiktist í nóvember 1955 af lömunarveiki sem setti mark sitt á hana æ síðan. Hún vann úti eftir sem áður, sinnti börnum, heimili og tengda- móður sinni, Sigurborgu, sem alla tíð bjó á heimili Huldu og Hilmars. Hulda lagði drjúgan skerf af mörkum til félagsmála. Hún var ein af stofnendum Sjálfsbjargar árið 1958. Hulda ferðaðist mikið og sótti fundi og ráðstefnur á veg- um Sjálfsbjargar. Eftir Huldu eru fjölda blaðagreina og skrif um félagasamtök fatlaðra og heilbrigðismál. Á Siglufirði starfaði hún um árabil á skrif- stofu Sjúkrahússins og rak sjúkrasamlagið þar í bæ um langt skeið. Þau hjónin stofnuðu flutningafyrirtæki, Vöruflutn- inga Hilmars Steinólfssonar hf., árið 1957 og ráku það um ára- tuga skeið uns þau fluttu suður. Útför Huldu fór fram 21. desember 2018. Hulda Hrönn, Þórður Már, Grét- ar Ingi, Gunnar Rafn og Hilmar Smári. 2) Sigur- borg Jóna, f. 1955, í sambúð með Ara Má Torfasyni. Syn- ir hennar eru Hilm- ar, sem lést 2010, og Árni Þór. 3) Elínborg, f. 1958, maður hennar er Magnús Pétursson. Börn þeirra eru Valur Ingvi, Sigríður Selma, Brynjar Helgi og Arnar Bjarki. 4) Iðunn Ása, f. 1961. Börn hennar eru Ásta Huld, Hjördís Gígja og Hreinn Orri. Barnabörn Huldu og Hilmars eru 14 talsins, barnabarna- börnin 21 og eitt barnabarna- barnabarn. Hulda fór níu ára gömul í fóstur til hjónanna Sigríðar Pálsdóttur og Gunnars Ás- grímssonar á Siglufirði en þau átti Hulda að alla tíð meðan þau lifðu. Hulda fór ung að vinna fyrir sér, saltaði síld og vann við skrifstofustörf í Kaupfélaginu á Siglufirði. Hún stundaði nám Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (Höf. Anna Þóra) Þín dóttir, Jóna. Margs ber að minnast og margt ber að þakka. Hulda var frænkan með stóru f-i. Fyrir litla stelpu á Siglufirði var það eins og að vera í ævintýri að vera á Suðurgötunni heima hjá Huldu og Hilmari. Þau ráku stórt flutninga- fyrirtæki og alltaf margt fólk og eitthvað nýtt að gerast. Að vera með Huldu í bílnum að rukka fyrir flutningana var alveg toppurinn fannst mér, að flækjast inn og út úr bílnum um allan bæ. „Útilegurnar“ sem mín fjöl- skylda fór í með Huldu og krökkunum hennar á rauða Willys-jeppanum inn í Stíflu, en þaðan voru pabbi minn og Hulda, gleymast seint. Farið var snemma að morgni með tjald og nesti; eggjabrauð, kakó og kaffi. Tjaldinu var slegið upp á Nefstaðatúninu og yfirleitt var farið yfir í Hringslandið og þá var keyrt yfir ána sem Hulda gerði eins og hún hefði aldrei gert annað. Fljótaferðirnar enduðu svo á að farið var í heimsókn á Ný- rækt. Ekki má gleyma ferðalögun- um sem ég fór með henni í, til Akureyrar, Húsavíkur, í Mý- vatnsveit og Grímsey svo eitt- hvað sé nefnt, að ógleymdri ferðinni til Noregs með Sjálfs- björg. Þarna var gaman hjá okkur frænkunum. Svo fluttu Hulda og Hilmar suður og þá fækkaði samveru- stundunum í bili. Þegar ég fór til Reykjavíkur í skóla 1985 var það auðvitað frænka sem redd- aði mér húsaskjóli þann vetur- inn. Þegar ég var sjálf komin með heimili hér fyrir sunnan lá leiðin oft í Álandið, Hraunbæ- inn og nú síðast á Skjól sem hún var til heimilis síðustu fjögur árin. Elsku frænka, takk fyrir hvað þú varst alltaf yndislega góð við mig og nenntir að leyfa mér að skottast með þér. Hvíldu í friði. Hér við íshaf byggð var borin bærinn okkar Siglufjörður. Inn í fjöllin skarpt var skorinn Skaparinn af höndum gjörður. Til að veita skjól frá skaða skipunum á norðurslóðum. Sem að báru guma glaða gull er fundu í hafsins sjóðum. Hér er skjól og hér er ylur hvarf þó ís að ströndum renni. Þó að hamist hörku bylur hlýju samt hið innra kenni. Fólkið sem að byggir bæinn bestu lofgjörð honum syngur. Um að bæti öllum haginn eitt að vera Siglfirðingur. (Bjarki Árnason) Þín Elínbjörg. Hulda Steinsdóttir ✝ SigurjónGuðni Ingvars- son fæddist á Eski- firði 20. apríl 1931. Hann lést í Huldu- hlíð, heimili aldr- aðra á Eskifirði, 25. desember 2018. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urjóna Jóhanna Júlíusdóttir, f. á Hofi í Hjaltadal, Skagafirði, 22.12. 1912, d. á Eskifirði 20.1. 2009, húsmóðir og verkakona, og Ingvar Guð- mundur Jónasson, f. á Eskifirði 27.9. 1909, d. á Akureyri 22.5. 1985, sjómaður og verkamaður. Sigurjón Guðni var elstur af níu systkinum. Hin eru: Mar- grét Aðalbjörg, f. 3.11. 1932, maki Blængur Grímsson, lát- inn. Þau eiga fimm börn. Rafn, f. 5.3. 1935, d. 19.5. 2014. Barn- laus. Eygló, f. 11.9. 1937, d. 7.7. 1940. Eymar Yngvi, f. 20.7. 1941, maki Guðrún Sigríður Gísladóttir. Þau eiga tvö börn. Eygló Halla, f. 22.7. 1943, maki Guðmundur Guðmundsson. Þau eiga fimm börn. Kolbrún Ásta, f. 24.8. 1949, maki Rögnvaldur Reynisson. Þau eiga tvö börn. Páll Geir, f. 13.2. 1951. Hann á bát frá Eskifirði. Þar með hófst sjómennskuferill Sigurjóns. Eftir þetta var hann að mestu til sjós vítt og breitt um landið það sem eftir var starfs- ævinnar. Fyrst sem háseti, en síðar sem vélstjóri eftir að hann tók minna mótorista- námskeiðið á vegum Fiski- félagsins sem haldið var á Eski- firði, þá rúmlega 17 ára. Hann fór síðar á meira mótorista- námskeiðið í Vélskólanum í Reykjavík, en lauk ekki því námi. Sigurjón var aðallega á fiski- skipum af ýmsum stærðum og gerðum, m.a. á fyrsta skuttog- ara Eskfirðinga, Hólmatindi, en síðar einnig á flutningaskip- inu Eddunni í millilandasigling- um. Á milli úthalda vann hann ýmsa tilfallandi fisk- og verka- mannavinnu í landi, en felldi sig samt aldrei við landvinnu til lengdar og leitaði alltaf aftur út á sjóinn. Hann dvaldi yfir- leitt heima í foreldrahúsum þegar hann var ekki til sjós eða í vinnu annars staðar á landinu. Nokkur slys á lífsleiðinni urðu til þess að Sigurjón varð um síðir að hætta til sjós og síð- an alveg að vinna. Hann fluttist því árið 1993 á Hulduhlíð, heimili aldraðra á Eskifirði, þar sem hann lést. Útför Sigurjóns Guðna fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 12. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. eitt barn. Ómar Grétar, f. 13.2. 1954, maki Stein- unn Jónasdóttir. Þau eiga tvö börn. Sigurjón Guðni var ókvæntur og barnlaus. Sigurjón Guðni fæddist á Brekku á Eskifirði, heimili föðurforeldra sinna, en bjó síðan fyrstu árin ýmist á Eskifirði, Akureyri eða Dalvík með for- eldrum sínum, en Ingvar faðir hans var sjómaður á fiskibátum sem stunduðu síldveiðar á sumrin og gerðu út frá þessum stöðum ásamt frá Siglufirði. Fjölskyldan settist svo að á Eskifirði haustið 1933. Fyrir fermingu var Sigurjón í sveit í tæp tvö ár hjá Sigrúnu móðursystur sinni og Dúdda manni hennar á Syðra- Skörðugili í Skagafirði, en flutti svo heim á Eskifjörð og fermdist þar. Sumarið eftir ferminguna og fram á næsta vor vann Sigur- jón í versluninni Verðanda á Eskifirði, en eftir það réðst hann sem „hálfdrættingur“ á móti öðrum unglingi á síldar- Það eina sem víst er í okkar jarðneska lífi er það að eitt sinn skal hver maður deyja. Síðastliðna jólanótt kom röðin svo að okkar hjartkæra elsta bróður, Sigurjóni Guðna, eða Sjonna, eins og hann var oftast kallaður. Hann veiktist skömmu fyrir jól- in og dró fljótt af honum. Starfs- fólk Hulduhlíðar, heimilis Sjonna síðustu 25 árin, var búið að vara okkur systkinin við að það gæti brugðið til beggja vona með hann. Samt kom andlátsfregnin síðan einhvern veginn ónotalega á óvart, þótt við hefðum átt von á henni undir niðri. Sjonni var orðinn háaldraður, tæplega 87 ára gamall, orðinn nánast alveg ósjálfbjarga í hjóla- stól og þurfti aðstoð við öll hin helstu daglegu lífsverk. Hann var heyrnarlaus í ofanálag og gat eða vildi helst ekki tala síðustu árin. Hættur að þekkja eða virða flest okkur systkini sín viðlits. Það var sárt að horfa upp á Sjonna bróður verða svona eftir að hafa upplifað hann fyrr á ævinni sem hinn kraftmikla og skemmti- lega „sjóara“ og „sjarmör“ sem gat haldið uppi fjöri og stuði hvar sem hann kom, þegar hann vildi það við hafa. En svo gat hann ver- ið frekar fúll þess á milli. Á sínum yngri árum var hann með flott örmjótt og vel snyrt yfir- vararskegg eins og Hollywood- leikarar þess tíma. Hann gerði líka „íðí“ að líta vel út, þegar hann „sjænaði“ sig upp eftir langar og strembnar vertíðir á sjó hér og þar um landið – fyrir sunnan, vest- an, norðan, austan og í Norður- sjónum. Þá var slett úr klaufunum og lífinu lifað. Það var líka oft glatt á hjalla heima í „Kotinu“ þegar hann og hinir eldri bræðurnir, sjóararnir, komu heim eftir löng úthöld og sögðu sögur af sjómennskunni og ýmsum ævintýrum og uppákom- um sem þeir lentu í. Og þá var Sjonni yfirleitt miðpunkturinn, mælskastur, fyndnastur og flott- astur, og hló svo mest sjálfur að öllu saman. En það var samt eitt sem Sjonni, vélstjórinn og sjóarinn víð- förli, þoldi alls ekki. Það var ef fannst hár eða eitthvað álíka í matnum, það gat alveg farið með hann. Þetta uppgötvaði einn af bræðrunum úr yngri hópi syst- kinanna og átti það til að stríða elsta bróður sínum með þessu – þóttist finna hár á diskinum sínum. Og þar með lét Sjonni sig hverfa. Þetta var ekki fallega gert, sérstaklega ef eitthvað gott var að borða hjá mömmu. Sjonni var mikil lestrarhestur og hafði sérstaklega gaman af að lesa bækur um sögulega atburði, sögur af norrænum og enskum konungsættum og einnig um Grikki og Rómverja. Þetta gat hann svo þulið upp úr sér fyrir þá sem heyra vildu. Einnig hafði hann mjög gaman af að ferðast, sérstaklega til útlanda. Gerði hann töluvert af því þegar tæki- færi gáfust til. Sjonna auðnaðist ekki að safna miklum veraldlegum auði um æv- ina og hefur ýmsa fjöruna sopið í gegnum tíðina, sem varð að lokum til þess að hann þurfti að fara á hjúkrunarheimili miklu fyrr en ella. Við systkinin minnumst Sjonna bróður af miklum hlýhug og virð- ingu og vonum að hann sigli nú um á nýjum og glæstum fleyjum í betri heimum. Guð blessi minningu hans. Fyrir hönd systkinanna, Ómar Grétar. Sigurjón Guðni Ingvarsson Móðir mín kvaddi lífið upp úr miðnætti aðfara- nótt gamlársdags. Hún fékk hægt andlát. Við vor- um hjá henni nokkur úr nán- ustu fjölskyldu. Sjálf var hún reiðubúin að kveðja, hafði um skamma hríð tekist á við ágengt krabbamein. Frá upp- hafi tók hún því af miklu æðru- leysi, hún hvíldi í sinni bjarg- föstu trú um „endurfund allra sem unnast í hinu eilífa dýrðar- ríki“. Hafði orð um það að hún væri spennt að sjá hvernig um- horfs væri þarna handan hinna miklu vatnaskila lífs og dauða. Frá því hún kvaddi hefur hún verið mér ofar í huga en gjarnan var meðan hún var enn lífs. Þetta hefur eiginlega verið Ingibjörg Þorsteinsdóttir ✝ Ingibjörg Þor-steinsdóttir fæddist 10. nóv- ember 1937. Hún lést 31. desember 2018. Útför Ingi- bjargar fór fram 10. janúar 2019. tími eins konar endurmats og skoðunar á því úr hverju maður sjálf- ur er gerður. Hvaðan maður er. Vissulega tengist hún mörgum dýr- mætum minningum mínum en samt er þarna eitthvað meira en það. Vissulega voru þau foreldrar okkar bæði samhent í því að vera vakin og sofin yfir velferð okkar systkinanna. Studdu í hvívetna og hvöttu til menntunar og voru þannig dyggir bakhjarlar sem alltaf var vitund um, langt fram á fullorðinsár. Ég finn samt að það sem tengir mig við mömmu stendur á einhvern hátt enn dýpri rót- um í sálarlífi mínu. Við vorum ekki alltaf sammála um allt og litum ýmis málefni líðandi stundar misjöfnum augum. Þannig vorum við alls ekki eins á öllum sviðum. Þótt ég muni það ekki sjálfur þá veit ég að þegar ég fæddist var mér tekið fagnandi af henni og föður mínum og fjölskyld- unni allri. Ég veit að ég fékk alla þá ást og umhyggju sem mögulegt var að veita einu barni. Tilfinning fyrir þessu hefur með einhverj- um hætti búið í vitund minni alla tíð. Þessi skilyrðislausa umhyggja og ást hefur á ein- hvern hátt orðið grunnur að grundvallartrausti. Eitthvað sem hefur að ég held orðið lyk- ill að minni lífshamingju, getu til þess sjálfur að gefa og þiggja og treysta. Ég finn að þannig hefur móðir mín gefið mér það dýrmætasta sem ég á og gætt mig því sem mestu varðar í fari mínu. Guð blessi minningu hennar, megi fyrirheit Drottins á henni rætast. Eiríkur Jóhannsson. Ekki hefðum við gert okkur það í hugarlund í afmælis- kaffinu í Breiðvangi fyrir tveimur mánuðum að nú vær- um við að skrifa þessa minning- argrein um hana ömmu Ingu. Þó að sárt sé að kveðja erum við þakklátar fyrir að hafa fengið að eiga dýrmætar stund- ir saman síðustu vikurnar á líknardeildinni. Við minnumst ekki síður allra góðu stundanna á síðustu árum. Það var svo gott að koma til ömmu á Breiðvanginn og bara spjalla eða stússa eitthvað saman. Þrátt fyrir kynslóðabil- ið var hægt að ræða við hana um allt milli himins og jarðar. Amma var einstaklega hjarta- hlý manneskja og var vænt- umþykja hennar í okkar garð áþreifanleg. Hún kom fram við alla af einskærri vinsemd, hvort sem um var að ræða ættingja, vini eða ókunnuga. Þegar við hugsum um sam- skipti okkar við ömmu í æsku koma meðal annars upp í hug- ann „Doddasögurnar“ sem hún samdi fyrir okkur, leiðangrar okkar á músaslóðir og blóma- skoðanir. Hina hversdagslegustu hluti gat amma gert ævintýralega í huga okkar. Alltaf kom hún fram við okkur af mikilli þolin- mæði og rólyndi, sama hvað á bjátaði, og má segja að það hafi einkennt hana í öllu til síðasta dags. Við kveðjum ömmu Ingu með söknuð í hjarta en teljum okkur samt heppnar að hafa fengið að hafa þessa yndislegu konu í lífi okkar og munum við reyna að taka hennar hugsun- arhátt og framkomu til fyrir- myndar á okkar æviskeiði. Fanney Margrét og Sóley Sara Eiríksdætur. Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.