Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 14
Á r m a n n J a k o b s s o n 14 TMM 2013 · 3 sér fátt um finnast; hún veit sem er að rán, bankar, vextir og fégræðgi eru hjóm eitt hjá því mikilvæga verkefni að vera hinn upprétti maður. Svo náðum við eins langt vestur og unnt var með góðu móti. Þá reyndi ég að snúa við lipurlega og án þess að þvinga hana. Því ég veit hvað gerist ef frænku minni mislíkar. Þá tjáir hún reiði sína hátt og hömlulaust. Og þetta var hennar ferð en ekki mín. Við stóðum lengi kyrr. Frænka mín virti fyrir sér umhverfið þögul, eins og David Attenborough að hvísla um hegðun dýranna, hvíslið í honum er svo viðkvæmt og fallegt, eins og honum finnist svo ofur mikilvægt að trufla ekki dýrin, en hún gekk enn lengra og sagði ekki eitt einasta orð, horfði aðeins og lét ekkert uppskátt um hvað henni fyndist. Nákvæmlega eins var móðir mín á seinustu gönguferðum okkar tveggja, rétt áður en frænka mín fæddist, þá gengum við líka mjög hægt og áttum bæði erfitt með að segja neitt. Frænka mín horfði á heiminn án þess að fella neina dóma eða taka nokk- urn þátt í honum með áhorfinu. Stóð lengi kyrr, svo lengi að það var engu líkara en hún vildi reyna á þolinmæði mína en ég stóðst prófið í þetta sinn og skildi aldrei þessu vant að við værum ekki stödd í ljóðinu Fylgd og þetta væri hvorki staður né stund til að segja barninu að selja ekki landið úr hendi sér, ég skipti engu máli, hún væri aðalpersónan í þessari sögu. Svo allt í einu gekk hún af stað aftur, hægt og rólega, og ég með í sama takti. Austur í þetta sinn.  Feminine Þegar mamma dó lét hún eftir sig úlpu sem hún hafði keypt en ekki náð að nota. Mér fannst synd að henda henni og mátaði hana og hún passaði. En þegar ég var búinn að ganga í henni um hríð sá ég að inni í úlpunni á bakinu var merki og á stóð: Feminine. Þetta var semsagt kvenúlpa og þá fór ég að hugsa hvort ég væri tæknilega séð orðinn klæðskiptingur. Ég fór að horfa laumulega í kringum mig og rannsaka hvort aðrir góndu nú á mig eins og ég væri Þór mættur í jötnabrúðkaup í kvenmannsklæðum. Ég sagði ýmsum frá þessu. Allir voru sammála um að það sæist ekkert á flíkinni að hún væri „feminine“; ýmir höfðu raunar miklar áhyggjur af því að ég hefði áhyggjur enda er fólk almennt umhyggjusamt. Eitt andartak íhugaði ég að kæra Red//Green fyrir vörusvik. Þeir stærðu sig af því að selja kvenlegar vörur en kvenleikinn væri þó hvergi sýnilegur. En á hinn bóginn hafði þessi ósýnilegi kvenleiki vörunnar þó gert hana heldur notadrýgri fyrir mig og það er alveg nóg um kvartanir og kveinstafi á Íslandi. Eða eins og Ketill Jensson söng í óperunni forðum: Kvartanir þínar og kveinstafir hrinda mér frá þér. Nú var gott að vera ekki eins og Flosi á Svínafelli. Eins og allir muna fór hann alveg í kerfi út af silkislæðum sem Njáll ætlaði að gefa honum á Þingvöllum þegar ná átti sáttum fyrir víg Höskuldar Hvítanessgoða og hrapaði að þeirri ályktun að þetta væru kvenslæður þó að Egill Skalla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.