Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 16
16 TMM 2013 · 3 Elín Björk Jóhannsdóttir Í greipum mannætunnar Menningarleg bannsvæði í Leyndarmálinu hans pabba eftir Þórarin Leifsson Barnabók Þórarins Leifssonar, Leyndarmálið hans pabba: Bók handa börnum með foreldravandamál (2007)1 fjallar um systkinin Hákon og Siddu og óvenjulegt vandamál þeirra: Pabbi þeirra er mannæta. Bókin er prýdd myndlýsingum eftir Þórarin sem bæta við merkingarheim verksins. Mannát er frekar óvenjulegt umfjöllunarefni í barnabókum í dag en vert er að hafa í huga að vald tengist flestum túlkunum á mannáti í menningu og raunveru- leika og það á einnig við um mannátið í Leyndarmálinu. Túlkunarmögu- leikar mannátsins í textanum eru frekar opnir og þannig er lesanda gert kleift að túlka mannátið sem ýmis önnur hræðileg fyrirbæri. Hér verður skoðað hvernig húmor og fantasía eru notið til að tala við börn um menn- ingarleg bannsvæði í Leyndarmálinu. Fantasían Mannátssagan í Leyndarmálinu hans pabba er sett fram í bókmenntagrein fantasíunnar og þannig er tekist á við hið alvarlega viðfangsefni: Mannát og mögulegar táknrænar merkingar þess. Fantasíur endurspegla raunveru- leikann því þó að í þeim gerist hlutir sem ekki geta gerst í raunveruleikanum þá er fantasían einungis til í sambandi sínu við hið raunverulega (Todorov 1973:20). Barnabókmenntir bjóða upp á griðastað þar sem börn geta tekist á við hættur og tekið á freistingum hins illa sem hins góða einsog bókmennta- fræðingurinn Maria Tatar hefur fjallað um (2009:12). Sem fantasía tekur Leyndarmálið hans pabba á raunverulegum ógnum sem börnum getur stafað af fullorðnum, og þá ekki síst foreldrum sínum. Raunverulegri ógn er lýst á táknrænan hátt með hjálp óhugnaðarins sem felst í mannátinu og mannátsógninni. Leyndarmálið í Leyndarmálinu er nógu fjarstæðukennt til þess að geta tæplega verið raunverulegt vandamál sem börn þurfa að kljást við. Það er hinsvegar táknrænt fyrir ýmis önnur vandamál sem vitað er að börn þurfa að líða fyrir einsog nánar verður farið í hér að neðan. Í mannáti felst öfug fæðingarmynd, sérstaklega þegar um er að ræða át
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.