Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 24
E l í n B j ö r k J ó h a n n s d ó t t i r
24 TMM 2013 · 3
þeim börnum sem hana lesa á að til sé lausn á ýmsum foreldravandamálum
og skilið er við persónurnar í betri stöðu en í upphafi bókar. Börnin hafa
horfst í augu við föður sinn og vandamál hans og fjölskyldunnar og síðan
leitað sér hjálpar. Hvort pabbi fellur aftur í sama farið eftir meðferðina er
ekki á ábyrgð barnanna og þau munu væntanlega ekki hylma aftur yfir með
honum.
Börnin í Leyndarmálinu eru ekki aðeins að stíga inn í heim hinna full-
orðnu heldur líka inn í nýja stöðu valdhafans. Þessu valdi fylgir einnig sú
ábyrgð að virða samfélagsleg mörk og gerast ekki afbrotamenn einsog for-
eldrarnir. Það kemur fram í lok bókarinnar að börnin geti nú „gert það sem
[þau] lysti […] meira að segja gerst [mannætur]“ (bls. 120). Bannsvæðin sem
mörkuð eru í gegnum söguna eru nauðsynleg til þess að tryggja áframhald
kjarnafjölskyldunnar. Mannát á afkvæmum sínum, sifjaspell og önnur brot
sem tengd eru við mannátið í gegnum bókina standa í vegi fyrir eðlilegri
framþróun kynslóðanna. Í lok bókarinnar er hið vandmeðfarna vald að
færast í hendur barnanna með tilheyrandi ábyrgð og möguleikum. Í gegnum
bókina er mannætunni og þeim óleyfilegu þrám sem hún stendur fyrir
úthýst úr lífi fjölskyldunnar, tilveru barnanna og persónu þeirra.
Heimildir
Dagný Kristjánsdóttir. 1998. „Ég gæti étið þig“. Jón Proppé (ritstj.): Flögð og fögur skinn, bls.
82–93. Íslenska menningarsamsteypan art.is, Reykjavík.
Dagný Kristjánsdóttir. 2008. Kannski á ófreskjan líka börn, Tímarit máls og menningar 69, bls.
123–9.
Jackson, Rosemary. 1981. Fantasy: The Literature of Subversion. Methuen, London & New York.
Kilgour, Maggie. 1997. Cannibals and Critics: An Exploration of James de Mille’s Strange Manusc-
ript. Mosaic: A Journal for the Interdisciplinary Study of Literature, 30. Sótt af <http://proquest.
umi.com/pqdweb?did=11371677&sid=1&Fmt=3&clientId=58117&RQT=309&VName=PQD>
[Sótt 20.03.2011.]
Ragna Garðarsdóttir. 1998. Flögð og fagurt f lesk: Um táknkerfi matarins í kvenlegum hryllings-
fantasíum [Útdráttur gerður af Dagnýju Kristjánsdóttur úr BA-ritgerð Rögnu Garðarsdóttur:
Hryllingur, matur og kvenleikinn. Um táknkerfi matar í kvenlegum hryllingsfantasíum, júní
1997]. Jón Proppé (ritstj.): Flögð og fögur skinn, bls. 113–118. Íslenska menningarsamsteypan art.
is, Reykjavík.
Root, Deborah. 1996. Cannibal Culture: Art, Appropriation, & the Commodification of Diffe-
rence. Westview Press, Boulder.
Tatar, Maria. 1992. Off with Their Heads!: Fairy Tales and the Culture of Childhood. Princeton
University Press, Princeton.
Tatar, Maria. 2009. Enchanted Hunters: The Power of Stories in Childhood. W.W. Norton &
Company, New York & London.
Todorov, Tzetan. 1973. The Fantastic: A Structural Approach to a Literary Genre. Richard Howard
(þýð.). Cornell University Press, Ithaca. [Fyrst útg. 1970.]
Warner, Marina. 1994. From the Beast to the Blonde: On Fairy Tales and Their Tellers. London:
Vintage, London. [Fyrst útg. 1994.]
Warner, Marina. 2000. No Go the Bogeyman: Scaring, Lulling and Making Mock. Vintage,
London. [Fyrst útg. 1998.]
Wilson, Debra Rose. 2010. Health Consequences of Childhood Sexual Abuse. Perspectives in