Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 35
TMM 2013 · 3 35 Eggert Þór Bernharðsson Notum albúmin Hugleiðing um fjölskyldumyndir Þegar ég var að slíta barnsskónum á Bergstaðastræti í Reykjavík á sjöunda áratug 20. aldar var það oft gert til skemmtunar í fjölskylduboðum hjá móðurömmu minni (f. 1902) og móðurafa (f. 1896) að skoða ljósmyndir sem hann hafði tekið. Myndaalbúmum var ekki einungis flett heldur var myndum stundum varpað á tjald eða vegg úr lítilli slædsvél, en afi minn tók allmargar slædsmyndir. Sem barn og unglingur gaf ég myndasafninu engan sérstakan gaum en fannst vissulega gaman að sjá ýmsar myndir og heyra fólk segja frá tilefni myndatökunnar eða rifja upp fyrri tíð með hjálp ljósmyndanna. Svo liðu árin. Afi hætti mikið til að taka ljósmyndir eftir 1970 en amma mín gerðist á sama tíma hinn mesti myndasmiður og festi á filmu atburði í lífi fjölskyldunnar. Hún var sérstaklega iðinn ljósmyndari í afmælum niðjanna, mundi alla afmælisdaga og lét sig aldrei vanta. Svo stóð næstu tuttugu árin eða þar til hún lést níræð að aldri árið 1992 en þá hafði hún verið ekkja í tólf ár. Á seinni árum gladdi hún afkomendur sína meðal annars með því að færa þeim að gjöf ljósmyndaalbúm þar sem var að finna nýjar og gamlar myndir tengdar viðkomandi einstaklingi í áratuganna rás. Ég kunni vel að meta mína bók. Í sagnfræðinámi mínu við Háskóla Íslands um og upp úr 1980 fékk ég áhuga á sjónrænni miðlun og fór meðal annars að velta fyrir mér notkun ljósmynda og gildi þeirra sem sögulegra heimilda. Í rannsóknarverk- efnum að loknu námi hef ég unnið með ljósmyndir í tengslum við texta og þau sagnfræðirit sem ég hef komið að eru yfirleitt myndrík og áhersla lögð á ljósmyndir ekki síður en textann. Flestar myndirnar hafa verið fengnar hjá opinberum ljósmyndasöfnum eða atvinnuljósmyndurum. Ein bók sker sig þó úr, sú er fjallar um braggalíf í Reykjavík á árunum 1940–1970 og kom fyrst út árið 2000. Í því riti skipta ljósmyndir úr fórum fyrrum her- Albúmin skoðuð í fjölskylduboði um 1970.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.