Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 50
E g g e r t Þ ó r B e r n h a r ð s s o n 50 TMM 2013 · 3 spekúlera í þessum gömlu myndaalbúmum. Þannig var langafi minn, sá sem ég sæki nafnið mitt til, alltaf bara mynd á vegg sem hékk uppi á öllum heim- ilum barna hans þegar þau voru orðin fullorðin. Eftir þessar myndapælingar eru tengsl mín við nafnið orðin önnur, en í gegnum tíðina hef ég haft tiltölu- lega lítinn áhuga á eigin ætt og uppruna. Kannski var ég á svipuðum slóðum og unga kynslóðin sem var gagnrýnd í dagblaðinu Vísi 23. febrúar 1942 með þessum orðum: „Þjóðin okkar hefur löngum gert sér það að metnaðarmáli að vita nokkur deili á ætt sinni. Slíkt á að vera hverjum sönnum Íslendingi metnaðarmál. En í hafróti síðustu tíma virðist meðvitundin fyrir ætt og upp- runa Íslendinga vera tekin að sljóvgast. Það er t.d. altítt að börn og unglingar hafi enga hugmynd um hverra manna þau eru. Þau vita rétt aðeins um nöfn foreldra sinna en stundum ekki einu sinni um nöfn afa síns og ömmu! Slíkt andvaraleysi um ætt sína bendir til andlegrar úrkynjunar. Hér verður að gerast breyting á.“ Þetta leiðir hugann að hinum mikla heimildasjóði sem elstu kynslóðir þjóðarinnar búa yfir með frásögnum sínum og minningum. Væri ráð að tengja náið saman myndir úr fjölskyldualbúmum og heimildaviðtöl við eldra fólk? Hleypa af stokkunum rannsóknarverkefnum vítt og breitt um landið þar sem munnleg saga væri í öndvegi en viðtölin væru markvisst tekin í samhengi við ljósmyndir úr fórum viðmælenda? Reynsla mín segir að þetta geti verið vænlegt til árangurs. Öðru verkefni í svipuðum anda væri vert að gefa aukinn gaum í samfélagsfræða- og sögukennslu í grunn- og framhalds- skólum. Mætti ekki virkja nemendur betur í verkefnavinnu þar sem þeir tækju t.d. viðtal við foreldra, afa og ömmu eða annað venslafólk í tengslum við vel valdar ljósmyndir í fjölskyldualbúmum? Nemendurnir myndu síðan tengja myndir og munnlega frásögn við aðrar sögulegar heimildir og ljúka þannig verkefninu. Þá geta gamlar fjölskyldumyndir gefið tækifæri til þess að jafnvel fjarskyldir ættingjar hittist og reyni að finna út hverjir eru á myndum og hvar þær eru teknar og þar með treyst fjölskyldubönd eða kynnst áður ókunnu skyldfólki. Þannig mætti vafalaust nota ljósmyndirnar í gömlu albúmunum með ýmsum hætti. Ekki má vanmeta þann fjársjóð sem felst í þessum myndum. Notum fjölskyldualbúmin!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.