Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 53
TMM 2013 · 3 53 Steinar Bragi Tvær reimleikasögur Úr væntanlegri bók – Reimleikar í Reykjavík Grásleppuskúrar við Ægisíðu Það var hitabylgja í Reykjavík. Upp úr hádegi lygndi og gulbrún móða lagðist yfir borgina. Suður af landinu var hæð sem dró hlýtt loft til norðurs frá austurströnd Afríku og Kanaríeyjum. Síðdegis náði hitinn fimmtán gráðum, sem var óvenjulegt í lok mars; börn hlupu skríkjandi um göturnar og garðar fylltust af fólki með ringlaðan gleðisvip á andlitinu. Á leið heim úr vinnu sótti Katrín son sinn í Melaskóla og þau fóru saman að versla. Andri fékk frostpinna til að taka með sér út og í tilefni dagsins keypti Katrín hráefni í „afríska súpu“ sem samanstóð nær einungis af gulrótum. Þegar heim var komið undirbjó hún matinn og Andri fékk leyfi til að fara út að leika við vini sína. Hún sagði að hann yrði að koma í kvöldmat klukkan sjö og fullvissaði sig um að hann væri með armbandsúrið sitt. Þá kyssti hún hann á kinnina, bað hann að fara varlega og hann hrópaði „Auðvitað!“ um leið og hann stökk niður stigann. Þegar Katrín rifjaði þetta upp síðar fannst henni stundum eins og þetta væru síðustu orðin sem fóru á milli þeirra. Meðan súpan mallaði settist hún út á svalir þaðan sem sást yfir ein býlis- húsin við Ægisíðuna og niður á ströndina. Þau höfðu flutt inn í íbúðina haustið áður, úr blokkaríbúð í austurbænum, og útsýnið og nálægðin við sjóinn var eitt af því sem hafði heillað Katrínu. Hafið var ládautt og grátt og mistrið svo þykkt að sást varla í Álftanesið og Bessastaði. Um sexleytið kom Ellert, maðurinn hennar, heim og sagði að göturnar væru fullar af fólki og sumu óþarflega léttklæddu fyrir vetrarhvíta húðina. Þau hlógu og Ellert sagðist hafa séð Andra með vinum sínum nálægt Neskirkju þegar hann keyrði þar framhjá. Um áttaleytið byrjaði að dimma og súpan beið tilbúin á borðinu. Ekki bólaði á Andra og Ellert fór út að leita að honum. Að hálftíma liðnum kveikti Katrín aftur upp undir súpunni, byrjaði að hafa áhyggjur og hlustaði eftir heimasímanum og fótataki á tröppunum. – Það hafði gerst áður að Andri gleymdi sér í leik með vinum sínum og leit ekki á klukkuna en það var óhugsandi að hann vissi ekki að kvöldmaturinn væri tilbúinn þegar úti var komið svartamyrkur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.