Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 57
Tvæ r r e i m l e i k a s ö g u r TMM 2013 · 3 57 Fimmti starfsmaðurinn, Karólína, sat álengdar og maulaði nestið sitt en fylgdist þegjandi með framvindu leiksins. Svona hafði þetta verið í nokkrar vikur. Þegar leið á leikinn og öll auðveldari köstin höfðu verið dekkuð – parið, pörin, þrennan, húsið, fernan, ruslið – og þríparið og tvíþrennan gnæfðu líkt og þrítugir hamrar yfir spilurum, greip eitt þeirra til örþrifaráða sem þó voru blandin nokkru glensi. Í aðdraganda þessa hafði Lína tekið saman stigin, og Halldór séð fram á tapaðan leik, ef hann fyllti ekki upp í neðsta reitinn: sjálft jatsíið sem felur í sér að sama talan snúi upp á öllum sex teningum, þá fær leikmaður fimmtíu stig að viðbættu gildi teninganna. „Halldór,“ sagði Ellen og ýtti til hans teningunum. Hann tók þá í lófann og eftir stutta umhugsun sagði hann: „Ég hef engu að tapa.“ Bros færðist yfir andlitið. „En til að gulltryggja að þetta heppnist ætla ég að heita á Thor Jensen. – Til að fá sexu-jatsí.“ Áður en lengra er haldið er rétt að kynna Thor Jensen til sögunnar. Thor Jensen kom sem barn til Íslands frá Danmörku, starfaði sem búðarloka í Borgarnesi en vann sig upp í heimi viðskipta af dugnaði og elju, stofnaði fyrstu togaraútgerð landsins, ásamt nokkrum Íslendingum – Milljóna- félagið, og gerði meðal annars út fyrsta togara Íslendinga: Jón forseta. Þegar félagið fór á hausinn dró Thor sig ásamt fjölskyldu í hlé til Hafnarfjarðar, skipulagði kombakk og tókst það. Á fyrstu áratugum 20. aldar varð hann einn af auðugustu mönnum Íslands og jafnframt því að slá um sig – til dæmis með byggingu hússins að Fríkirkjuvegi 11 – lagði hann sig fram um að endurgreiða allar útistandandi skuldir Milljónafélagsins. (Með þessu má telja óhætt að segja hann kapítalista af gamla skólanum, ólíkt langafabarni sínu, Björgólfi Thor, sem níutíu árum síðar varð fyrsti Íslendingurinn á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en hefur ekki og mun aldrei greiða til baka það sem hann skuldar þjóðinni. Björgólfur er núverandi eigandi hússins og efnaðist á sölu bjórs í Pétursborg, á mektarárum rússnesku mafíunnar – eins helsta draugaframleiðanda Asíu.) Annað sem fylgir gjarnan sögunni af Thor Jensen varðar frostaveturinn mikla 1917–18, þegar röð hörmunga gekk yfir Íslendinga. Þá gerði Thor út fjölda togara frá Reykjavík, og til að brauðfæða bæjarbúa sendi hann allt að fjóra þeirra, en að jafnaði einn, til að veiða í soðið handa þeim sem áttu ekki mat. Að auki setti hann á fót eldhús í bænum sem brauðfæddi hundruð barna á degi hverjum, og leyfði listamönnum, drykkjusvolum og húsfrúm, að slá sig um lán ef þannig var ástatt hjá þeim. Það er því skiljanlegt að maður að nafni Halldór, starfsmaður Æskulýðs- ráðs, hafi álitið Thor vera færan um að hrista eitt sexu-jatsí fram úr erminni. En sjáum hvað setur. „Til að fá sexu-jatsí,“ endurtók Halldór, brosti kankvíslega til meðspilara sinna og Karólínu, hristi teningana í drjúga stund, fleygði þeim loks á borðið og fékk það sem hann bað um. – Sexu-jatsí.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.