Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 61
TMM 2013 · 3 61
Friðrik Rafnsson
Stríðnispúkinn á Skerinu
Minningabrot um Íslandsferð Michels
Houellebecq haustið 2012
1.
Ég hef stundum í gegnum tíðina greitt götu erlendra rithöfunda hér á
landi og hef haft það fyrir reglu fram að þessu að segja ekki frá slíkum
heimsóknum opinberlega. En allar reglur hafa sínar undantekningar og
þegar franski rithöfundurinn Michel Houellebecq er annars vegar fer vel á
að brjóta þær. Hann er að mínum dómi og ansi margra annarra einn áhuga-
verðasti höfundur síðari ára, það þekki ég bæði sem dyggur lesandi hans um
árabil og þýðandi þriggja skáldsagna hans, Öreindanna, Áforma og Kortsins
og landsins.
Hér er ekki ætlunin að fjalla um verk Houellebecqs, skáldsögur, ljóðabækur
og ritgerðir, heldur bregða upp svipmynd af honum eins og hann kom mér
fyrir sjónir þegar hann kom hingað í viku haustið 2012. Einhverjum kann
að finnast hégómlegt, jafnvel ósmekklegt, að birta persónulega frásögn sem
þessa af manni sem er sannarlega heimsfrægur rithöfundur. Ég hef hina
miklu fyrirferð persónunnar mér til afsökunar en hvet alla til að lesa verk
þessa stórmerka höfundar sem hefur lýst grátbroslegri jarðvist nútíma-
mannsins af meiri væntumþykju, húmor, þekkingu og skarpskyggni en
flestir aðrir.
2.
Forsaga Íslandsferðarinnar var sú að ég hafði fyrir milligöngu sameigin-
legs vinar samband við Michel Houellebecq í ágúst 2012 uppá von og óvon
til að láta hann vita að nýjasta skáldsagan hans, Kortið og landið, kæmi út
á íslensku í október og kanna um leið hvort hann hefði áhuga og tök á því
að koma til landsins, kynna bókina og skoða sig aðeins um á landinu. Mér
til mikillar undrunar og ánægju svaraði hann nokkuð fljótt og sagðist geta
komið í lok september eða fyrripart október. Ákvörðunin um að bjóða
honum var nokkur áhætta, bæði fyrir mig og útgefandann, Forlagið, enda
hafði Houellebecq í þrígang þekkst boð um að koma hingað til lands en