Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 61
TMM 2013 · 3 61 Friðrik Rafnsson Stríðnispúkinn á Skerinu Minningabrot um Íslandsferð Michels Houellebecq haustið 2012 1. Ég hef stundum í gegnum tíðina greitt götu erlendra rithöfunda hér á landi og hef haft það fyrir reglu fram að þessu að segja ekki frá slíkum heimsóknum opinberlega. En allar reglur hafa sínar undantekningar og þegar franski rithöfundurinn Michel Houellebecq er annars vegar fer vel á að brjóta þær. Hann er að mínum dómi og ansi margra annarra einn áhuga- verðasti höfundur síðari ára, það þekki ég bæði sem dyggur lesandi hans um árabil og þýðandi þriggja skáldsagna hans, Öreindanna, Áforma og Kortsins og landsins. Hér er ekki ætlunin að fjalla um verk Houellebecqs, skáldsögur, ljóðabækur og ritgerðir, heldur bregða upp svipmynd af honum eins og hann kom mér fyrir sjónir þegar hann kom hingað í viku haustið 2012. Einhverjum kann að finnast hégómlegt, jafnvel ósmekklegt, að birta persónulega frásögn sem þessa af manni sem er sannarlega heimsfrægur rithöfundur. Ég hef hina miklu fyrirferð persónunnar mér til afsökunar en hvet alla til að lesa verk þessa stórmerka höfundar sem hefur lýst grátbroslegri jarðvist nútíma- mannsins af meiri væntumþykju, húmor, þekkingu og skarpskyggni en flestir aðrir. 2. Forsaga Íslandsferðarinnar var sú að ég hafði fyrir milligöngu sameigin- legs vinar samband við Michel Houellebecq í ágúst 2012 uppá von og óvon til að láta hann vita að nýjasta skáldsagan hans, Kortið og landið, kæmi út á íslensku í október og kanna um leið hvort hann hefði áhuga og tök á því að koma til landsins, kynna bókina og skoða sig aðeins um á landinu. Mér til mikillar undrunar og ánægju svaraði hann nokkuð fljótt og sagðist geta komið í lok september eða fyrripart október. Ákvörðunin um að bjóða honum var nokkur áhætta, bæði fyrir mig og útgefandann, Forlagið, enda hafði Houellebecq í þrígang þekkst boð um að koma hingað til lands en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.