Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 66
F r i ð r i k R a f n s s o n 66 TMM 2013 · 3 Friðriku Benónýsdóttur á Fréttablaðinu og Þórarin Þórarinsson hjá Frétta- tímanum. Eftir viðtölin kvaddi ég hann og við sammæltust um að ég kæmi að sækja hann klukkan fjögur til að fara og skoða hraunhelli nærri Hafnarfirði, Leiðarenda, með Pál bróður minn sem leiðsögumann og síðan var að ósk hans ráðgert að fara að hitta Barða Jóhannsson tónlistarmann, enda er Houellebecq mikill unnandi dúetts Barða og Karen Ann, „Lady and the bird“. Ég mætti á tilsettum tíma á hótelið til að ná í hann. Eins og venjulega bað ég konuna í gestamóttökunni að láta hann vita að ég væri kominn, ekkert svar. Ég prófaði því að hringja í farsímann hans, ekkert svar. Eftir fimmtán mínútna bið fór ég upp og bankaði á dyrnar hjá honum, ekkert svar. Ég ákvað því að afboða hellaferðina, en beið með að afboða okkur til Barða, enda tveir tímar í að hitta hann. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði ég ekki í hann, ákvað því að hringja í Barða og afboða heimsóknina sem hafði verið ákveðin klukkan sex. Þetta var vægast sagt óþægileg staða, einkum vegna þess að það hafði áður gerst í heimsóknum (m.a. í Belgíu) að hann hyrfi sporlaust. Hann hafði fengið sér írskt kaffi í hádeginu og því grunaði mig að hann hefði hreinlega dottið í það og vildi ekki láta ná í sig. Hversu lengi myndi það vara? Staðan var óþægileg, einkum vegna þess að kvöldið eftir átti hann að koma fram á Sólon … Ég gat lítið meira gert í málinu, fór heim og horfði á sallafínt viðtal Egils Helgasonar við hann í Kiljunni. 7. Um níuleytið morguninn eftir hringdi hann í mig, alveg stálsleginn. „Afsakaðu, Friðrik, en ég var eitthvað þreyttur í gær og fór að sofa. Ætluðum við ekki að hittast núna klukkan níu og skreppa í skoðunarferð?“ Ég sagðist verða mættur eftir hálftíma og hann beið mín sallarólegur á hótelinu. Síðan var lagt í hann og stefnan tekin á Gullfoss og Geysi í þokkalegu veðri. Fyrsta stopp var í Kömbunum þar sem við röltum um drykklanga stund, enda útsýnið yfir suðurlandið og út til Vestmannaeyja dásamlegt, gengum niður að útsýnisskífunni neðan vegarins. Hann var þarna í fyrsta sinn í ferðinni með myndavél með sér, tók slatta af myndum af Hveragerði og nágrenni, gufustrókunum sem þar leggur víða upp úr jörðinni, en einkum þó fjölda nærmynda af hrauninu og mosanum sem var alsettur morgundögg í fallegri haustbirtunni. Áfram var haldið, komið við í Kerinu sem var myndað í bak og fyrir, enda er hann sérstakur áhugamaður um eldfjöll. Geysir var næsti viðkomustaður, við röltum um svæðið, fylgdumst með Strokki taka númerið sitt og fengum okkur síðan ágæta fiskisúpu á veitingastað þar. Við ókum sem leið lá að Gullfossi, löbbuðum niður að fossinum eins og sannir túristar. Þar sem veðrið var prýðilegt, sól og logn, og við höfðum nógan tíma ákváðum við að halda enn áfram að túristast og settum stefnuna á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni til að taka myndir,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.