Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 68
F r i ð r i k R a f n s s o n
68 TMM 2013 · 3
8.
Föstudagurinn 12. október var síðasti dagur hans hérlendis, engar sérstakar
skuldbindingar og allt opið. Byrjuðum á því að fara í skartgripaverslun neðst
á Laugveginum. Fyrr í vikunni hafði hann tekið sér dagpart til að versla,
en þennan morgun vildi hann endilega að ég færi með honum í skart-
gripabúð. Erindið var að kaupa íslenskan skartgrip handa kærustunni, Inès.
Ég benti honum á ýmsar búðir en hann var greinilega búinn að sigta eina út,
neðarlega á Laugaveginum þannig að við steðjuðum þangað. Þegar inn var
komið var hann þó greinilega haldinn valkvíða yfir því hvað henni myndi
falla í geð (hvaða karlmaður kannast ekki við þá tilfinningu?), spurði mig
hvað mér fyndist um þetta og hitt, ég reyndi af veikum mætti að tjá mig en
hann hlustaði ekkert á mig, fetaði sig frá einum grip að öðrum að niðurstöðu
sem mér sýndist hann þegar hafa verið búinn að taka. Fyrir valinu varð
mjög fallegt silfurhálsmen með skærrauðum steini í miðjunni. Honum var
greinilega mjög létt þegar þetta mál hafði verið afgreitt. Fórum síðan niður
á Forlag þar sem honum voru gefnar nokkrar bækur um Ísland, þar á meðal
stórglæsileg bók með loftmyndum eftir Sigurgeir Sigurðsson, sannkölluð
listaverkabók náttúrunnar. Sem við vorum að skoða þessar gersemar kom
Einar Már Guðmundsson aðvífandi, ég kynnti þá, þeir ræddu saman um
stund og Houellebecq áritaði Kortið og landið handa honum.
Hann hafði verið svo hrifinn af Bláa lóninu að hann langaði að fara
þangað einu sinni enn og það gerðum við. Hann var alveg eins hrifinn og
í fyrra skiptið, naut þess ekki síður og jafnvel enn frekar, enda kunnugur
staðháttum og veðrið eins og best verður á kosið á þessum árstíma, bjart
en heldur svalt. Til að gera aðeins meira úr deginum stakk ég upp á því
að við færum áður og skoðuðum sýninguna „Heimskautin heilla“, í Sand-
gerði þar sem lífi og starfi franska leiðangursstjórans Jean-Baptiste Charcot
eru gerð skil. Þetta var greinilega óvænt ánægja fyrir hann, hann skoðaði
safnið (skýringarnar eru á frönsku og íslensku) vel og vandlega undir dyggri
leiðsögn staðarhaldarans, Reynis Sveinssonar.
Hann hafði margoft nefnt í ferðinni að sig langaði að smakka íslenskan
humar. Um kvöldið buðum við Eydís honum því heim í humarveislu að
hætti hússins. Frakkar eru miklir matmenn sem kunnugt er, borða ekki
til að lifa eins og við heldur öfugt, þeir lifa til að borða. Houellebecq sver
sig í það þjóðerni, því eitt af því fyrsta sem hann spurði þegar hann kom
var hvað hann ætti helst að smakka á Íslandi. Hann náði að smakka það
helsta: Hákarl, hvalkjöt, lunda, fisk, lambakjöt, humar. Áttuðum okkur
ekki fyrr en undir lokin að hann væri mikilli villibráðarunnandi, annars
hefði ég útvegað gæs, það verður bara næst. Það hefði einmitt verið vel við
hæfi enda virtist hann hafa allt að því dýrslega nautn af að borða góðan
mat. Undir borðum var engin hræsni eða kurteisishjal, afar hressileg til-
breyting frá því sem maður er vanur. Hann var óvenju skrafhreifinn þetta