Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 68
F r i ð r i k R a f n s s o n 68 TMM 2013 · 3 8. Föstudagurinn 12. október var síðasti dagur hans hérlendis, engar sérstakar skuldbindingar og allt opið. Byrjuðum á því að fara í skartgripaverslun neðst á Laugveginum. Fyrr í vikunni hafði hann tekið sér dagpart til að versla, en þennan morgun vildi hann endilega að ég færi með honum í skart- gripabúð. Erindið var að kaupa íslenskan skartgrip handa kærustunni, Inès. Ég benti honum á ýmsar búðir en hann var greinilega búinn að sigta eina út, neðarlega á Laugaveginum þannig að við steðjuðum þangað. Þegar inn var komið var hann þó greinilega haldinn valkvíða yfir því hvað henni myndi falla í geð (hvaða karlmaður kannast ekki við þá tilfinningu?), spurði mig hvað mér fyndist um þetta og hitt, ég reyndi af veikum mætti að tjá mig en hann hlustaði ekkert á mig, fetaði sig frá einum grip að öðrum að niðurstöðu sem mér sýndist hann þegar hafa verið búinn að taka. Fyrir valinu varð mjög fallegt silfurhálsmen með skærrauðum steini í miðjunni. Honum var greinilega mjög létt þegar þetta mál hafði verið afgreitt. Fórum síðan niður á Forlag þar sem honum voru gefnar nokkrar bækur um Ísland, þar á meðal stórglæsileg bók með loftmyndum eftir Sigurgeir Sigurðsson, sannkölluð listaverkabók náttúrunnar. Sem við vorum að skoða þessar gersemar kom Einar Már Guðmundsson aðvífandi, ég kynnti þá, þeir ræddu saman um stund og Houellebecq áritaði Kortið og landið handa honum. Hann hafði verið svo hrifinn af Bláa lóninu að hann langaði að fara þangað einu sinni enn og það gerðum við. Hann var alveg eins hrifinn og í fyrra skiptið, naut þess ekki síður og jafnvel enn frekar, enda kunnugur staðháttum og veðrið eins og best verður á kosið á þessum árstíma, bjart en heldur svalt. Til að gera aðeins meira úr deginum stakk ég upp á því að við færum áður og skoðuðum sýninguna „Heimskautin heilla“, í Sand- gerði þar sem lífi og starfi franska leiðangursstjórans Jean-Baptiste Charcot eru gerð skil. Þetta var greinilega óvænt ánægja fyrir hann, hann skoðaði safnið (skýringarnar eru á frönsku og íslensku) vel og vandlega undir dyggri leiðsögn staðarhaldarans, Reynis Sveinssonar. Hann hafði margoft nefnt í ferðinni að sig langaði að smakka íslenskan humar. Um kvöldið buðum við Eydís honum því heim í humarveislu að hætti hússins. Frakkar eru miklir matmenn sem kunnugt er, borða ekki til að lifa eins og við heldur öfugt, þeir lifa til að borða. Houellebecq sver sig í það þjóðerni, því eitt af því fyrsta sem hann spurði þegar hann kom var hvað hann ætti helst að smakka á Íslandi. Hann náði að smakka það helsta: Hákarl, hvalkjöt, lunda, fisk, lambakjöt, humar. Áttuðum okkur ekki fyrr en undir lokin að hann væri mikilli villibráðarunnandi, annars hefði ég útvegað gæs, það verður bara næst. Það hefði einmitt verið vel við hæfi enda virtist hann hafa allt að því dýrslega nautn af að borða góðan mat. Undir borðum var engin hræsni eða kurteisishjal, afar hressileg til- breyting frá því sem maður er vanur. Hann var óvenju skrafhreifinn þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.