Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 77
„ … h v e Í s l a n d s a u ð n e r s t ó r“ TMM 2013 · 3 77 Það er ekki vafamál í huga skáldsins og athafnamannsins Einars Benedikts- sonar, að í Dettifossi býr afl sem mætti nýta til að efla og bæta lífskjör þeirra sem búa í því harðbýla landi sem Ísland er. Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafin yrði í veldi fallsins skör. – Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans smíða úr jökuls klæðum. Hér mætti leiða líf úr dauðans örk og ljósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulæðum. En þó að skáldið sjái þannig fyrir sér að hjartaslög fossins verði nýtt til þess að tendra ljós og yl í dimmum og saggafullum híbýlum landa sinna, þá kveður í seinni hluta kvæðisins við annan tón. Hér hafa hagnýtissjónarmiðin þokað fyrir innsæi og innlifun. Skyndilega stendur skáldið auðmjúkt frammi fyrir dulmagni hins mikilfenglega nátt- úruundurs í auðninni. Hvað sem líður draumum um rafljós og önnur lífsþægindi yrkir skáldið nú um þá djúpu lotningu sem fossinn vekur í huga þess og sálarfylgsnum. Hér er kominn nýr tónn og vísar til allt annars konar unaðar en þess sem mældur verður í kílóvattstundum. Hér er á ferðinni eintal sálarinnar við hið dularfulla og óræða í nátt- úrunni, óhamið náttúruaflið sem greypir mátt sinn í sál skáldsins, veitir því innsýn í hulda dóma. Ég sjálfur þyrstur sit við lifsins brunn. Þín sjón mér skýrir djúpt míns eðlis grunn. Þú, straumur auðs við eyðibakkann svarta, sem á ei strá, ei korn í fuglsins munn, þú hefur brennt þinn svip í mína sál og sungið óminn þinn mér fast í hjarta, þú, brotsjór krafts í bergsins þunga ál með brjóstið hvelfda, eflt við jökuls skál, og himinljómans fall um faldinn bjarta. Í þessum línum vendir skáldið kvæði sínu í kross; vitundin um þau nyt sem má hafa af afli fossins hefur vikið fyrir skáldlegri hrifningu á dularmætti og mikilfenglegri fegurð óhaminnar náttúru. ***
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.