Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 89
L ó ð r é t t h r e y f i n g TMM 2013 · 3 89 kom skyndilega að skurðarlínunni og hvarf út í eyðimörkina fyrir ofan. Hann sneri aldrei aftur til okkar. Alltaf þegar við minnumst hans fellur á dauðaþögn. Ég skynjaði ótta okkar allra. Mannfólkið kom aldrei niður til okkar neðanjarðar en engu að síður fengum við alls konar upplýsingar frá hinum dauðlegu verum fyrir ofan okkur. Ég veit ekki eftir hvaða leiðum þessar upplýsingar komu. Sagt er að þetta hafi allt verið mjög dularfullt og að það hefði eitthvað með líkams- byggingu okkar að gera. Ég er meðalstór og venjulegur einstaklingur af okkar tegund. Eins og allir aðrir gref ég í jörðina á hverjum degi og læt frá mér minn úrgang. Það er mín mesta sæla í lífinu að minnast forfeðra okkar. En þegar ég sef dreymir mig undarlega. Mig dreymir að ég sjái fólk; mig dreymir að ég sjái himininn yfir því. Mannfólkið er duglegt að hreyfa sig. Það virðist úfið viðkomu. Ég öfunda það gríðarlega af vel byggðum útlimum sínum því neðanjarðar hafa útlimir okkar visnað. Við hreyfum okkur öll úr stað með því að rugga okkur og snúa. Húð okkar er orðin of mjúk og særist auðveldlega. Við segjum þetta um mannfólkið: „Ef þið nálgist mörk gula sandsins þá má heyra kúabjöllu gjalla: þetta er það sem afi okkar sagði okkur. En ég vil ekki fara á slíkan stað.“ „Manneskjurnar tímgast allt of hratt: sagt er að fjöldi þeirra sé gríðarlegur. Þær hafa neytt allra matvæla jarðarinnar og nú eta þær sandinn gula. Þetta er skelfilegt.“ „Ef við hugsum ekki um himininn og fólkið á jörðinni, þýðir það þá ekki á endanum að þetta tvennt sé ekki til? Af nógu er að taka með minningar okkar og þekkingu um þetta. Það er tilgangslaust að kanna heiminn áfram.“ „Guli sandurinn uppi yfir okkur er meira en tíu metra djúpur. Hann er líkastur hjara veraldar fyrir þau okkar sem búa í moldinni sem er hlý og rök og djúp. Ég hef verið við mörkin og fundið þrána til að þrýstast upp á við. Oft á tíðum hugsa ég til þess.“ Konungsríki svörtu jarðarinnar okkar hefur ekki alltaf verið til. Það kom ekki til fyrr en seinna. Elstu forfeður okkar hafa heldur ekki alltaf verið til. Þeir komu ekki heldur til fyrr en síðar. Og þess vegna erum við hér. Stundum hugsa ég að eitthvert okkar ætti að taka áhættu. Fyrst við urðum til úr engu ætti það að vera skylda okkar að taka áhættu.“ „Ég vil líka taka áhættu. Nýlega tók ég upp á því að fasta. Ég hata líkama minn sem er sveittur og rakur og háll. Ég vil breytast. Ég fyllist skelfingu í hvert sinn sem mér verður hugsað til gula sandsins sem er nokkurra tuga metra djúpur. En því skelfdari sem ég verð því ákafari verður löngunin til að fara á þennan stað. Þar myndi ég örugglega alveg tapa áttum. Kannski næði ég einungis áttum útfrá þyngdarlögmálinu. En myndi þyngdarlögmálið breytast á slíkum stað? Ég er síður en svo í rónni.“ „Við munum alla sögu okkar og allar frásagnirnar. Af hverju höfum við bara gleymt afa okkar með langa gogginn? Mér finnst hann alltaf vera á lífi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.