Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 94
C a n X u e 94 TMM 2013 · 3 Ekki leið á löngu uns eitthvað gerðist: á meðan ég gróf upp á við fór skyndilega af stað skriða. Það var þó ekki fyrr en eftir á sem það varð niðurstaða mín að þetta væri skriða. Þegar þetta gerðist áttaði ég mig á því að ég væri að falla og ég vissi ekki hvert ég hafði fallið. Ég man að í fyrstu var ég spenntur og heyrði óljóst hávaða eins og talað er um í fornum sögnum: hljóðið frá fólkinu fyrir ofan sem var að safnast saman til að syngja og dansa. Á meðan á þessu stóð hugsaði ég, hvernig getur verið samkoma í eyðimörkinni? Kannski var svo ekki eyðimörk yfir okkur eftir allt saman? Svörtu hlutirnir tveir fyrir ofan mig hleyptu núna ljósinu í gegn fyrir alvöru. Ég tala hér einungis um niðurstöðu mína því ég áttaði mig ekki á þessu. Ljósið var hvorki bleikt né gult eða appelsínugult. Hljómarnir frá undirspilinu urðu sífellt sterkari og ég varð sífellt spenntari. Ég neytti allra krafta til að ýta upp á við … og þá féll skriðan. Ég var alveg ráðalaus því að ég var viss um að ég hefði fallið þangað sem ég var áður en ég tók upp lóðréttu hreyfinguna. En löng stund leið og hvarvetna í kringum mig ríkti kyrrð. Var annað konungsríki undir eyðimörkinni, konungsríki dauðans? Það var mjög þurrt hérna og jörðin ekki lengur svört. Allt í einu skildi ég það: þetta var ekki jörðin heldur sandur! Alveg rétt. Þetta var sandur án sköpulags! Ég hafði greinilega fallið niður svo að ég hugsaði hvernig ég hefði getað lent á svona stað. Hafði þyngdarlögmálið breytt um stefnu? Ég vildi ekki hugsa of mikið um þetta. Ég varð að taka til starfa eins fljótt og hægt var því að vinnan ein gat gert mér létt í skapi með stöðugu sjálfsöryggi. Ég tók að grafa upp á við – enn með lóðréttu hreyfingunni. Í eyðimörkinni var hreyfing allt öðruvísi en hreyfing í jörðinni. Í jörðinni getur maður fundið slóðina sem hreyfingin skilur eftir sig. En þessi vægðarlausi sandur kaffærði allt. Það var ekki hægt að skilja neitt eftir og því gat maður ekki dæmt um stefnuna sem hreyfingin tók. Miðað við núverandi lífsstíl minn var lóðrétt hreyfing auðvitað hið besta mál, því innri líkaminn var stilltur á þyngdarlögmálið. Á meðan þessu hélt fram fann ég að þessi vinna varð erfiðari og strangari en áður. Og ég var að éta sand: allt bragð var útilokað. Ég át hann til þess eins að fylla magann. Ég var þaninn af því ég var hræddur um að tapa áttum fyrir slysni. Ég varð að halda athyglinni við skynjun mína á þyngdarlögmálinu: það var eina leiðin til að halda mér á lóðréttu brautinni. Þessi sandur myndi líkast til kyrkja alla mína skynjun. Ég vissi ekki lengur hvort ég hreyfðist eða ekki. Og þannig rénuðu tilfinningar mínar innra með mér. Það var engin slóð lengur, hvað þá útskurðurinn, heldur bara iðrin sjálf sem slógu veikt en einnig daufir ljósglampar í heila mínum. Og þannig engdist ég í sömu sporunum eða mjakaðist ég upp? Eða sökk niður? Var ég fær um að fastsetja þetta? Auðvitað ekki. Af og til þandi ég mig út og herpti mig svo saman en með þessu taldi ég mig hreyfast upp. Vitaskuld var mótstaða sandsins ekki næstum því jafn mikil og jarðarinnar en það gerði mig órólegan að mótstaðan var minni. Ef maður getur hvergi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.