Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 100
J e n n y E r p e n b e c k
100 TMM 2013 · 3
Það verður yndislegt. „Eystrasaltið,“ segir hún, á sama hátt og hún hefði sagt
þetta orð fyrir fjörutíu árum – kannski við elskhuga sinn.
Hvert flýgur tíminn? Þessi orð las ég í bréfum stúlku einnar sem var
aðskilin frá foreldrum sínum um tveggja ára skeið á meðan fasisminn réð
ríkjum í Þýskalandi. Ári síðar var hún liðið lík, nasistar höfðu myrt hana.
Hvert flýgur tíminn?
Við furðum okkur á sjúkdómunum sem taka að herja á okkur og valda
því að líkamar okkar hreyfast öðruvísi en við hefðum viljað, þeir hægja á og
hraða taktinum, raska honum. Þeir vekja með okkur furðu. Árin birtast sem
brúnir elliblettir á hörundi okkar, sem var barnslegt ásýndar fyrir aðeins
andartaki; árin valda því að smáa letrið flöktir fyrir augum okkar og við
skynjum ekki breytinguna vegna þess að allt gerist þetta hægt en örugg-
lega; árin hafa æskuþrótt karlmannanna á brott með sér, eitt af öðru, þau
hrukka hörund kvenna hægt og hljótt og að lokum sitjum við föst í eigin
skinni, augu okkar líta á smáa letrið sem ólæsilega móðu, aftur á móti eru
hugsanir okkar ungæðislegar enn sem fyrr og það kemur okkur því á óvart
að við skulum vera með öll þessi ár á bakinu og við ímyndum okkur að við
getum hrist þau aftur af okkur, þess vegna finnst okkur handleggirnir verða
meira framandi því eldri sem þeir verða, um leið og þeir neyða okkur til
þess að viðurkenna nánd sína með sársauka og vangetu; þess vegna furðum
við okkur á því að við skulum gefast upp fyrir eigin örmögnun, það rennur
upp fyrir okkur að dauðinn fetar sig í átt til okkar, í gegnum vinahópinn, og
að við vildum helst af öllu gleyma því að líf okkar endist oft lengur en geta
okkar til þess að eldast.