Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 114
Þ o r va l d u r G y l fa s o n
114 TMM 2013 · 3
Ég vissi ekki um þetta kvæði fyrr en Sigurður E. Guðmundsson sagði mér frá
því 2010, nema ég hafi steingleymt því. Sigurður flutti kvæðið í ræðu sinni
við afhjúpun brjóstmyndarinnar í Hátíðasalnum. Að lokinni ræðu gekk
Sigurður til mín og sagði hljóðlega: Þorvaldur minn, nú skalt þú semja lag
við kvæðið hans föður þíns. Ég hlýddi. Hér er lagið, handa blönduðum kór.
Ég sný formúlu föður míns á hvolf. Lögin hans eru flest í fjörlegum dúr með
angurværum millikafla í moll. Þetta lag er í moll með glaðlegum miðkafla í
dúr. Ástarjátningar mega helzt ekki vera í moll.
Tilvísanir
1 Þorvaldur Gylfason (2010), „Íslenskt vögguljóð“, Tímarit Máls og menningar, 71. árg., 3. hefti,
september, bls. 93–95. Kvennakór Háskóla Íslands undir stjórn Margrétar Bóasdóttur flutti
lagið að nýju á 100 ára afmæli Háskólans í Hörpu 9. október 2011. Ríkissjónvarpið sýndi dag-
skrána.
2 Gylfi Þ. Gíslason (1983), „Mótherji – samherji“, í Bjarni Benediktsson í augum samtíðarmanna,
Ólafur Egilsson annaðist útgáfuna, Almenna bókafélagið, Reykjavík, bls. 183–208.
3 Sigurður E. Guðmundsson (2009), „Gylfi Þ. Gíslason“, Andvari, 134. ár, nýr flokkur LI, bls.
13–80.
4 Skólaljóð 1935–1949 (1967), vísir að úrvali ljóða þeirra, er birtust í 11.–25. árgangi Skólablaðs-
ins, Sigurður Pálsson valdi ljóðin, Málfundafélagið „Framtíðin“, Reykjavík.