Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 117
E r n ý t t „ k a l t s t r í ð“ í u p p s i g l i n g u ?
TMM 2013 · 3 117
á afgerandi hátt. Það er engum vafa undirorpið að Jeltsín naut stuðnings
Vesturveldanna, þ.m.t. Bandaríkjanna, og miklar vonir voru bundnar við
hann. Fyrsti leiðtogafundur Jeltsíns og Bills Clinton, sem tók við embætti
Bandaríkjaforseta í ársbyrjun 1993, fór fram í Vancouver í Kanada í apríl
1993. Í yfirlýsingu fundarins kom fram að forsetarnir væru staðráðnir í að
koma á virku og áhrifaríku samstarfi milli Rússlands og Bandaríkjanna og
Jeltsín lagði áherslu á að samskiptin tækju mið af því að hér væri um að ræða
„framtíðarbandamenn“.3 Hugsun Jeltsíns og fylgismanna hans var að grípa
til róttækra og harkalegra efnahagsaðgerða, sem m.a. áttu að leiða til aðildar
Rússlands að vestrænum samtökum, eins og ESB, NATO, IMF og G-7, koma
Rússlandi á þann hátt í Evrópufjölskylduna og vinna þannig upp 70 ára
glataða tíð sem hafði tapast undir kommúnismanum.4 Þetta tókst nú ekki
eins og að var stefnt eins og við vitum og Jeltsín viðurkenndi, tveimur árum
eftir hrun Sovétríkjanna, að Rússland hefði ekki náð að skapa sér verðugan
sess í samfélagi þjóðanna.5 Það hefur líka verið sýnt fram á að Jeltsín hafði
ekki sérstaklega góð tök á að móta eina heildstæða utanríkisstefnu fyrir
Rússland. Til vitnis um það má benda á að um 30 héruð í Rússlandi ráku
sumpart sjálfstæða utanríkisstefnu og undir lok 10. áratugarins voru amk. 11
héruð með eigin sendiskrifstofur í erlendum ríkjum. Þannig höfðu héruðin
undirritað um 130 alþjóðlega sáttmála, sem sumir hverjir höfðu í för með
sér skuldbindingar að alþjóðalögum. Tatarstan er líklega það hérað sem mest
lét fyrir sér fara í þessu efni en einnig önnur héruð þar sem múslímar eru
fjölmennastir en líka Moskva og Leníngrad sem höfðu stöðu héraða.6
Eftir sem áður verður að telja það óyggjandi að með Jeltsín við stjórnvölinn
í Rússlandi og Bill Clinton sem forseta Bandaríkjanna, hafi sambúð ríkjanna
verið góð framan af 10. áratug síðustu aldar. Þetta átti þó eftir að breytast. Í
ræðu sinni í rússneska þinginu um stöðu ríkisins í febrúar 1996, viðurkenndi
Jeltsín eins og fyrr segir að utanríkisstefnan hefði ekki tekist sem skyldi.
Illa hefði gengið að skilgreina markmið stefnunnar og erfitt hefði reynst að
samræma stefnu og aðgerðir. Þar nefnir hann m.a. stækkun NATÓ sem sé
gegn hagsmunum Rússlands, átökin í Júgóslavíu og hernaðaruppbyggingu í
Evrópu (ABM Treaty – Anti-Ballistic Missile-samningurinn um gagn flauga-
varnar kerfi) en tók jafnframt fram að nokkur árangur hefði þó náðst, einkum
varðandi bætt samstarf innan SSR (CIS7).8 Allt þetta, ásamt manna skiptum í
stóli utanríkisráðherra Rússlands, þegar Jevgeníj Prímakov tók við af Andrej
Kozyrev, átti sinn þátt í að sambúð Rússlands og Bandaríkjanna versnaði
talsvert. Fall Sovétríkjanna sem slíkra leiddi því ekki til varanlegra breytinga
til hins betra í samskiptum þjóðanna, þótt hugmyndafræðilegum ágreiningi
(kommúnismi/kapítalismi) væri ekki til að dreifa með sama hætti og áður.
Og hverju breytti Pútín?
Óhætt er að fullyrða að stjórn Rússlands hafi tekið miklum stakkaskiptum