Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 120
Á r n i Þ ó r S i g u r ð s s o n 120 TMM 2013 · 3 að halda því fram að sú umbreyting hafi náð til utanríkisstefnunnar og sambúðarinnar við Vesturlönd og Bandaríkin sérstaklega með skýrum og afdráttarlausum hætti. Hvort sem litið er til forsetatíðar Jeltsíns á 10. áratug síðustu aldar, eða fyrstu tveggja kjörtímabila Pútíns, þá einkenndust bæði tímabilin af „þíðu“ og „kulda“ þar sem megináhrifaþættirnir voru þróun í alþjóðamálum og valdahagsmunir Rússlands gagnvart Bandaríkjunum, ásamt stöðu efnahagsmála og raunar innanlandsmála almennt.16 Skipti Médvédév máli? Dmítríj A. Médvédév var kjörinn forseti Rússlands í mars 2008 og tók við embættinu tveimur mánuðum síðar. Pútín gat ekki gefið kost á sér þriðja kjörtímabilið í röð, skv. rússnesku stjórnarskránni, og Médvédév sem verið hafði forsætisráðherra, varð frambjóðandi flokks þeirra, Sameinað Rússland (r. Jedinaja Rossija). Þegar ljóst varð að hann yrði frambjóðandi flokksins tók hann að greina frá skoðunum sínum á utanríkismálum og stöðu Rússlands í alþjóðasamfélaginu. Það gerði hann m.a. í ræðu sem hann flutti í janúar 2008 og bar yfirskriftina Áfram Rússland (r. Rossija vperjod) og það slagorð átti hann eftir að nota alloft. Þar lýsir hann þeirri skoðun að Rússland þyrfti að marka sér sína eigin stöðu, það væri sitthvað að taka þátt í sameiginlegum ákvörðunum í alþjóðamálum eða að reka sjálfstæða utanríkisstefnu eins og Rússland gerði. Hann lýsti því að Rússland myndi áfram þróast sem samfélag sem væri opið fyrir samræðum og samstarfi í alþjóðasamfélaginu en jafn- framt vera virkur og áhrifaríkur þátttakandi á alþjóðavettvangi.17 Þessu viðhorfi átti hann eftir að halda á lofti, hann ætlaði að tryggja að Rússland myndi viðhalda stöðu sinni í samfélagi þjóðanna. Í grein sem Médvédév skrifaði í september 2009 undir heitinu Rossija vperjod (Áfram Rússland), leggur hann áherslu á samstöðu, consensus, um utanríkisstefnuna í rúss- neskum stjórnmálum og að langtímahagsmunir við nútímavæðingu lands- ins ættu að stjórna stefnumótuninni en ekki fortíðarþrá (nostalgia). Enn á ný er haldið fram efnahagslegum styrk Rússlands, kjarnorkuveldinu, og stöðu landsins með fast sæti í Öryggisráði SÞ.18 Allt ber þetta að sama brunni. Hið þunga vægi sem samstarf til austurs fær, við Kína og Asíu, BRIC-ríkin og mið-Asíu ríkin (fyrrum Sovétlýðveldi) vekur athygli en þar er bersýnilega dregið úr vægi samstarfsins við Bandaríkin og önnur vesturveldi.19 Þetta er sumpart stefnubreyting frá forsetatíð Pútíns, en hana ber ekki endilega að skilja sem ágreining milli þeirra tveggja forystumanna, miklu fremur að pólitískar aðstæður í alþjóðamálum hafi knúið á um þessar áherslur. En fólst einhver raunveruleg breyting á stefnu Rússlands í alþjóðamálum með Médvédév á forsetastóli? Trauðla. Fræðimaðurinn Bobo Lo, sem hefur verið framkvæmdastjóri málefna Rússlands og Kína við Centre for European Reform, breskrar hugveitu á sviði alþjóðamála, hefur haldið því fram að breytingin á utanríkisstefnunni milli þessara forseta hafi fyrst og fremst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.