Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 123
E r n ý t t „ k a l t s t r í ð“ í u p p s i g l i n g u ? TMM 2013 · 3 123 Rússland leggja áherslu á að vera þátttakandi til jafns við önnur mikilvæg ríki og ríkjabandalög, ríki sem hafi sitt áhrifasvæði sem þurfi að verja eða tryggja. Rússland mun áfram reyna að koma í veg fyrir stækkun Evrópu- sambandsins og NATO inn að landamærum sínum en mun um leið efna til og viðhalda samstarfi við þessi bandalög um mál sem eru mikilvæg öryggi Rússlands. Dæmi um það er baráttan gegn hryðjuverkum. Utan- ríkisstefna Rússlands á nefnilega rætur í rússnesku þjóðarsálinni og um hana er almennt breið samstaða í rússneskum stjórnmálum. Þannig mun sambúðin við Vesturlönd verða kuldaleg á köflum, á sviðum þar sem Rúss- land telur hagsmunum sínum ógnað, en einkennast af náinni samvinnu og samstarfi á öðrum sviðum.27 Ýmsir fræðimenn benda líka á, að endur- koma Pútíns geti haft áhrif, einkum og sér í lagi á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Þeir benda á að ef eitthvað hafi einkennt utanríkisstefnuna í forsetatíð Médvédévs, þá hafi það verið jákvætt viðhorf til Bandaríkjanna og áherslan á að bæta samskiptin hafi verið liður í nútímavæðingu Rússlands sem Médvédév lagði mikla áherslu á.28 En eins og áður hefur verið bent á þá gekk nú á ýmsu í samskiptum Moskvu og Washington á tímum Médvédévs. Þróun efnahagsmála hefur einnig mikil áhrif á utanríkisstefnuna. Það er viss ótti við að efnahagslega veikt Rússland og minnkandi langlundargeð Rússa gagnvart því sem stundum er kallað „stýrt lýðræði“ geti leitt til þess að Pútín gerist einhvers konar „popúlisti“ og reki herskáa utanríkisstefnu, og hverfi þannig frá „endurstillingu“ (e. reset, r. perezagruzka) sambúðar- innar milli Bandaríkjanna og Rússlands sem bæði Médvédév og Obama forseti hafa staðið fyrir. Það gæti leitt til átaka vegna Georgíu, Hvítarúss- lands og Úkraínu, einkum meðan Evrópa er tiltölulega veik og á hálfgerðum brauðfótum. Ýmsir stjórnmálaskýrendur og -greinendur hafa varað við því að hernaðarátök gætu brotist út á svæðum þar sem átök hafa verið í frosti, eins og í Nagorno-Karabakh og jafnvel í Georgíu þar sem ástandið er fjarri því að vera stöðugt, í þeim héruðum sem hafa barist fyrir sjálfstæði, a.m.k. að hluta, Ossetíu og Abkhazíu. Á hinn bóginn er líka mikilvægt að hafa í huga að samstarf Rússlands við Vesturlönd um málefni Afganistan er þýðingarmikið enda þótt Rússar séu á vissan hátt gagnrýnir á herleiðangur NATO. Bætt sambúð og samstarf innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndi auka líkurnar á samstöðu um málefni Sýrlands og Írans. Nákvæm- lega hvaða línu Pútín mun taka hefur áhrif á þessi mál, og enn er of snemmt að fullyrða hver sú lína verður. Arabíska vorið og „frostaveturnir“ í Sýrlandi Víkjum nú að Miðausturlöndum. Þróun mála í kjölfar „arabíska vorsins“ og síðan átakanna í Sýrlandi, sem jafna má við frostavetur ef líkingamál úr veðurfræðinni er notað áfram, setja sterkan svip á samskipti austurs og vesturs um þessar mundir. Afstaða Bandaríkjanna og vesturveldanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.