Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 124
Á r n i Þ ó r S i g u r ð s s o n 124 TMM 2013 · 3 almennt er býsna kunn hér á landi en sama máli gegnir ekki um sjónarmið Rússlands. Það er því áhugavert að reyna að skilja afstöðu Rússa á alþjóða- vettvangi. Í utanríkisstefnu Rússlands er lögð áhersla á gott samstarf við öll ríki Miðausturlanda.29 Þetta hefur verið undirstrikað af rússneskum ráðamönnum en vissulega má halda því fram að þær yfirlýsingar hafi ekki borið árangur, hafi yfirleitt hugur fylgt máli. Um langt skeið hefur Sýrland verið eitt helsta stuðningsríki Rússlands fyrir botni Miðjarðarhafs og hagsmunir Rússa eru ríkir. Þeir eru efnahags- og viðskiptalegir, pólitískir, hernaðarlegir, geopólitískir o.s.frv. Þessum hags- munum er brýnt að átta sig á, vilji maður yfirleitt skilja stöðu Rússa á svæðinu og tregðu þeirra til að styðja viðleitni Vesturlanda og Arababandalagsins til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Í hafnarborginni Tartus er síðasta flotahöfn Rússa utan þess svæðis sem áður tilheyrði Sovétríkjunum. Rússar hafa reynt að koma sér upp svipaðri aðstöðu víðar, t.d. í Líbíu og Jemen, en árangurslaust. Flotahöfnin í Tartus skiptir máli fyrir möguleika Rússa til að taka þátt í her- og vopnaflutningum vegna baráttu gegn hryðjuverkum og sjóræningjum í Miðjarðarhafi og við strendur Afríku. En slík þátttaka er þeim nauðsynleg til að undirstrika vægi sitt sem stórveldis á alþjóðavettvangi. Þó verður að varast að ofmeta mikil- vægi Tartushafnar, hún er þeim góð viðbót en ekki lífsnauðsynleg. Rússar hafa ævinlega sterkar skoðanir þegar kemur að túlkun á alþjóða- lögum og þjóðarétti. Þeir halda gjarnan fram viðteknum skilningi á þjóðarétti hvað varðar íhlutunarrétt og virðingu fyrir fullveldi30 og „svæðisyfirráðum“ (territorial integrity) og hafa þess vegna verulegar áhyggjur af því, eftir reynsluna af Líbíuleiðangrinum, að mannúðarsjónarmið verði í vaxandi mæli notuð sem skálkaskjól til að réttlæta hernaðaríhlutun og að allt þetta skapi fordæmi sem gæti komið sér illa, einkum m.t.t. krafna um sjálfs- ákvörðunarrétt og jafnvel sjálfstæði í Norður-Kákasus. Það er viðtekin skoðun Rússa að NATO hafi misfarið með umboð SÞ í ályktun nr. 1973, í stað þess að verja óbreytta borgara hafi þau ríki sem tóku þátt í flugbanninu tekið afstöðu milli deiluaðila í borgarastyrjöldinni og þannig brotið gegn samþykkt SÞ. Rússar ætla sér ekki að falla í sömu gryfjuna gagnvart Sýrlandi og þess vegna hafa þeir beitt neitunarvaldi í Öryggisráðinu, en í Líbíumálinu sátu þeir hjá og hleyptu málinu þannig í gegn. Sýrland er mikilvægur markaður fyrir Rússland, ekki síst með vopn en þó ekki eingöngu (um 900 milljónir evra árið 2010). Þó er hann alls ekki sá stærsti, Tyrkland, Íran, Ísrael og Egyptaland eru allt stærri útflutnings- markaðir fyrir Rússland. Eftir sem áður er Sýrland mikilvægt, bæði varðandi vopnaviðskipti og orkuviðskipti. Rússland hefur afskrifað stærsta hluta skulda Sýrlands, um 73% af 10,5 milljarða evra skuld. Vissulega fengu Rússar, ekki síst rússnesk fyrirtæki, mikla viðskiptasamninga fyrir vikið, en vitaskuld var það ekki meining þeirra að missa ítök á svæðinu eftir þá miklu skuldaeftirgjöf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.