Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 131
Á d r e p u r
TMM 2013 · 3 131
umræðuefnið var innrásin í Tékkóslóv-
akíu. Framsögumenn á fundinum voru
Guðmundur J. Guðmundsson, varafor-
maður Verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar, Jóhann Páll Árnason heimspekingur
og Sverrir Hólmarsson menntaskóla-
kennari. Fundurinn var haldinn þann 5.
september og á honum var samþykkt,
án mótatkvæða, harðorð ályktun þar
sem lýst var yfir að „ekki geti verið um
nein flokksleg samskipti að ræða við
ráðandi flokka innrásarríkjanna.“
Þetta var fyrsta samþykktin frá
Alþýðubandalaginu þar sem sagt var
alveg skýrt að engin flokksleg samskipti
gætu komið til greina við þá flokka sem
þarna áttu hlut að máli. Hér skal þess
getið að formaður Alþýðubandalags-
félagsins í Reykjavík haustið 1968 var
Guðmundur Ágústsson, er útskrifast
hafði sem hagfræðingur, fimm árum
fyrr, frá háskóla í Austur-Berlín. Hann
var einn sex flutningsmanna nýnefndrar
tillögu á fundinum en hinir fimm voru
framsögumennirnir þrír, sem hér voru
áður nefndir, og þeir Guðmundur
Magnússon verkfræðingur og Hjalti
Kristgeirsson hagfræðingur.
Guðmundur Hjartarson var haustið
1968 formaður framkvæmdastjórnar
Alþýðubandalagsins. Hann lagði kapp á
að tryggja að allir flokksmenn Sósíal-
istaflokksins, sem þar áttu sæti, styddu
tillögu Magnúsar Torfa þegar greidd
yrðu atkvæði um hana í framkvæmda-
stjórninni. Hin einróma samþykkt fund-
ar Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík
5. september létti róðurinn að því marki
og einnig munaði um liðsinni Ólafs R.
Einarssonar sagnfræðings, sem var
yngsti maðurinn í framkvæmdastjórn-
inni, en hann var sonur Einars Olgeirs-
sonar, formanns Sósíalistaflokksins.
Tillaga Magnúsar Torfa kom til
atkvæða í framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins þann 18. september og var
samþykkt þar með 10 samhljóða
atkvæðum en einn maður sat hjá. Allir
flokksmenn Sósíalistaflokksins, sem á
fundinum voru, greiddu tillögunni
atkvæði sitt, þar á meðal Lúðvík Jóseps-
son, en sá eini sem sat hjá var ekki í
Sósíalistaflokknum.
Með þessari samþykkt var því lýst
yfir að Alþýðubandalagið og stofnanir
þess myndu „alls engin samskipti eða
samband hafa, beint eða óbeint, við
kommúnistaflokka og aðra valdaflokka“
innrásarríkjanna.
Á landsfundi Alþýðubandalagsins í
byrjun nóvember 1968 komu þessi mál
aftur til umræðu. Þar mátti greina að
ekki voru allir á einu máli og var brugð-
ið á það ráð að vísa framkomnum tillög-
um til úrvinnslu hjá miðstjórn flokksins
á grundvelli stefnunnar sem mörkuð
hafði verið með samþykkt fram-
kvæmdastjórnarinnar 18. september. Á
þessum landsfundi var Alþýðubanda-
laginu breytt úr kosningabandalagi í
formlegan og fullgildan stjórnmálaflokk
og Ragnar Arnalds kosinn formaður
hans.
Með samþykkt miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins frá 20. nóvember sama ár
var stefnumörkunin frá 18. september
staðfest og fordæmingin á hernaðarinn-
rás og valdaráni Kremlverja í Tékkó-
slóvakíu ítrekuð. Í þessari samþykkt
miðstjórnarinnar er slegið föstu að Sov-
étríkin og fylgiríki þeirra hafi með inn-
rásinni „brotið grundvallarreglur sósíal-
ismans um sjálfsákvörðunarrétt og full-
veldi allra ríkja“ og lýst yfir „að Alþýðu-
bandalagið geti ekki haft stjórnmála-
samskipti við flokka sem hafni í verki
þessum grundvallarreglum.“
Þessi stefnumörkun frá 1968 stóð
óhögguð æ síðan, allan þann tíma sem
Alþýðubandalagið var starfandi stjórn-
málaflokkur. Annað mál er hitt að lítill
hópur manna innan flokksins reyndi á