Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 LAGERSALA LÍN DESIGN HEFST Á MORGUN FLATAHRAUNI 31 HAFNAFIRÐI Á MÓTI KAPLAKRIK A KL15.00 Veður víða um heim 27.2., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Hólar í Dýrafirði 5 alskýjað Akureyri 4 skýjað Egilsstaðir 1 skýjað Vatnsskarðshólar 6 skýjað Nuuk 0 léttskýjað Þórshöfn 7 heiðskírt Ósló 4 þoka Kaupmannahöfn 10 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 3 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 12 léttskýjað Glasgow 11 léttskýjað London 17 heiðskírt París 19 heiðskírt Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 15 heiðskírt Berlín 14 heiðskírt Vín 12 heiðskírt Moskva -2 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 20 heiðskírt Barcelona 19 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 17 heiðskírt Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -18 skýjað Montreal -14 alskýjað New York -3 snjókoma Chicago -2 þoka  28. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:40 18:42 ÍSAFJÖRÐUR 8:50 18:41 SIGLUFJÖRÐUR 8:33 18:24 DJÚPIVOGUR 8:11 18:10 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Austlæg átt, 8-15 m/s með rigningu en norðaustan 10-18 og slydda og síðar snjókoma á köflum norðantil. Hiti víða 2 til 6 stig, en um frost- mark N-til. Gengur í suðaustan 8-15 m/s sunnan- og vestantil en allt að 18 m/s syðst. Víða rigning um land- ið sunnan- og suðaustanvert eftir hádegi. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst. Víða næturfrost. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Erlendir gestir eru ekki farnir að af- bóka gistingu eða afþreyingu vegna yfirvofandi verkfalls hótelþerna, hjá þeim fyrirtækjum sem Morgun- blaðið hafði samband við. Hins vegar verður starfsfólk ferðaþjónustu- fyrirtækja vart við áhyggjur er- lendra ferðaskrifstofa og gesta sem keypt hafa þjónustu af því hvort hót- elin geti afhent þá vöru sem samið var um. Hátt í 100 manns mættu á fé- lagsfund hjá Samtökum ferðaþjón- ustunnar í gær þar sem farið var yfir stöðu mála, meðal annars yfirvof- andi verkföll. Þungt hljóð var í fólki, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, en samstaða um forystu Samtaka atvinnulífsins í kjara- viðræðunum. Neita fyrirframgreiðslu „Við höfum ekki fengið neinar afbókanir ennþá en fengið bókanir þar sem viðskiptavinir hafna fyrir- framgreiðslu vegna þess að þeir eru ekki vissir um að fá vöruna afhenta,“ segir Kristófer Oliversson, forstjóri Center hotels og formaður samtaka fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Eins höfum við fengið fyrirspurnir frá gestum sem eiga bókaða gistingu og ferðaskrifstofum sem eiga bókuð herbergi, um það hvort við getum af- hent umsamda vöru; uppbúin rúm í hreinum herbergjum. Við vitum hins vegar ekki af þeim sem hætta við að bóka.“ Kristófer segir að nú sé mikil- vægur bókunartími. Það komi sér illa ef nokkurra vikna óvissa sé fram undan. Vorið sé erfiður tími í ferða- þjónustunni og oft þungur róður að bóka þá. Órói á vinnumarkaði hjálpi ekki til með það. Hvalaskoðun Reykjavíkur – Elding hefur ekki fengið afbókanir, enn sem komið er, að sögn Rann- veigar Grétarsdóttur framkvæmda- stjóra. „En erlendir söluaðilar hafa haft samband til að spyrjast fyrir um stöðuna. Þeir hafa áhyggjur. Starfsfólkið okkar hefur einnig áhyggjur af því ef kemur til verk- falla,“ segir Rannveig. Hún nefnir að von sé á 200-300 manna hópi ráðstefnugesta í byrjun apríl. Skipuleggjendur séu að velta fyrir sér að fara annað vegna hótana um allsherjarverkfall á þeim tíma. Kristófer og Rannveig segja bæði að það geti tekið langan tíma að vinna upp traust á íslenska ferða- þjónustu ef kemur til langvarandi verkfalla. Erlendar ferðaskrifstofur hafa áhyggjur  Ekki orðið vart við afbókanir  Viðskiptavinir spyrja hvort hótelin geti afhent umsamda vöru  Skipuleggjendur 200-300 manna ráðstefnu íhuga að funda annars staðar vegna verkfallshótana Rannveig Grétarsdóttir Kristófer Oliversson Formlegri leit að Páli Mar Guðjóns- syni, sem talið er að hafi ekið bifreið sinni í Ölfusá síðastliðið mánudags- kvöld, var formlega hætt á áttunda tímanum í gærkvöldi Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem birt var á facebook-síðu hennar. Þar segir ennfremur að eftirlit verði með ánni næstu daga en fyrir- hugað er að setja fullan þunga í leit- ina aftur um helgina. Tugir björgunarsveitarmanna úr Árnessýslu og frá höfuðborgarsvæð- inu leituðu Páls í gær. Ísskrið gerði þeim björgunarsveitarmönnum sem voru á bátum erfitt fyrir, en að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í lögreglunni á Suðurlandi, verður ís- skrið þegar ís brotnar ofar í ánni og kemur síðan fram sem mulningur. Áin var einnig gruggug og aðstæð- urnar því ekki eins og best hefði ver- ið á kosið. Gönguhópar gengu með- fram ánni og drónar voru notaðir við leitina. „Það er verið að nota öll möguleg tæki og tól,“ sagði Oddur. Eftirlit með ánni næstu daga Ölfusá Tugir björgunarsveitar- manna leituðu Páls Mars í gær  Fullur þungi í leitinni um helgina Fulltrúar ýmissa grasrótarhópa og áhugafólk um mótmæli deildu reynslu sinni af mótmælum í kaffi- og vöfflusamsæti sem Sósíalistaflokkur Ís- lands bauð til í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í gærkvöldi undir yfirskriftinni „Vér mótmælum öll“. Þar var m.a. rætt um hádegismótmæli, sem haldin hafa verið undanfarnar vikur og fleiri slík skipulögð. Þá voru lögð drög að útifundi sem áætlaður er 8. mars þegar tímabundið verkfall húshjálpa á hótelum, sem eru félagar í Eflingu, er fyrirhugað falli atkvæði á þann veg. Sósíalistaflokkur Íslands bauð til mótmælakaffis í gærkvöldi Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli og meðlæti í Dósagerðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.