Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRTækni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is og síðan ár hvert eftir það, og S10 var kynntur í Lundúnum í síðustu viku og verður einnig í sviðsljósinu hjá Samsung á alþjóðlegri far- símaráðstefnu sem hófst í Barce- lona á mánudag og lýkur í dag. Fyrsta Galaxy S-símanum var vel tekið, það sem tiltækt var seldist fljótlega upp og þegar allt er talið seldust 24 milljónir síma af þessari fyrstu gerð. Helstu keppinautar á þeim tíma voru aðrir Android- snjallsímar, HTC Desire, Xperia X10 og Nexus One og iPhone 4. Ekki má svo gleyma Nokia sem var risinn á markaðnum, með um 40% markaðshlutdeild á símamarkaði al- mennt, en stjórnendur Nokia voru seinir að átta sig á þeim mögu- leikum sem snjallsímar buðu upp á og tveimur árum síðar, í upphafi árs 2011, hafði markaðshlutseild Nokia minnað um helming. Stærsti símafram- leiðandi heims Fyrsti Samsung Galaxy S-síminn kom á markað í júní 2010, eins og getið er, og státaði af 4" Super AMOLED-skjá, sem þótti bylting- arkenndur, með 800 x 470 díla upp- lausn, 8 GM gagnarými og 512 MB vinnsluminni. Samsung Galaxy S10, sem kynntur var í síðustu viku, er með 6,1" Dynamic AMOLED-skjá með 3.040 x 1.440 díla upplausn, 128 til 512 GB minni, sem auka má með minniskorti og 8 GB vinnsluminni. Rafhlaða símans er líka tvöfalt stærri, 3.400 milliamper, sam- anborið við 1.500 milliamper á fyrsta símanum. Að auki eru ýmsar viðbætur, eins og þreföld myndavél á bakhlið símans, tvær 12 MP og ein 16 MP víðlinsa, en í fyrsta Galaxy S- símanum var 5 MP myndavél, og þótti býsna gott. Þrjú afbrigði voru kynnt af S10- símanum á miðvikudaginn fyrir viku: S10e er ódýrari útfærsla af símanum, með 5,8" skjá og minni upplausn, 2.280 x 1.080 díla (438 ppi samanborði við 550 PPI), og aðeins minni rafhlöðu, 3.100 mAh. Mynda- vélarnar á bakinu eru og tvær, ekki þrjár eins og hjá stóru systur. Svo er það enn stærri sími, Samsung Galaxy S10+ sem er með 6,4" skjá, 3.040 x 1.440 dílar, 522 PPI. Hann er hægt að fá með 12 GB vinnslu- minni og rafhlaðan er 4.100 mAh. Að öðru leyti svipar honum til S10, nema að á framhlið eru tvær myndavélar, ekki bara ein. Þegar Samsung setti fyrsta Android-símann á markað fyrir bráðum áratug var Nokia ráðandi fyrirtæki á símamarkaði. Samsung seldi einnig hefðbundna farsíma en markaðshlutdeildin var ekki ýkja mikil. Með Galaxy-símana og fjöl- mörg snjallsímaafbrigði önnur að vopni hefur fyrirtækið náð að styrkja stöðu sína og það svo vel að allnokkuð er síðan Samsung varð stærsti símaframleiðandi heims. Kóresk kynslóðaskipti  Samsung kynnti nýja Gal- axy-snjallsíma  Senuþjófurinn sími með saman- brjótanlegan skjá AFP Nýjung Stjórnarformaður snjallsímadeildar Samsung, D.J. Koh, kynnti símana nýju í Lundúnum. Á skjánum fyrir aftan hann er nýi Galaxy Fold-síminn. BAKSVIÐ Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þegar fyrstu Android-farsímarnir komu á markað haustið 2008 skiptu nokkrir framleiðendur snjall- símamarkaðnum á milli sín vestan hafs; RIM (Blackberry) stærst, þá Windows Phone (Microsoft), iOS (Apple), Palm og Symbian (Nokia). Um mitt ár 2009, ekki löngu eftir að fyrsti Android-sími kóreska tækni- risans Samsung kom á markað, Samsung Galaxy, var markaðs- hlutdeild Android 2,9%. Tveimur árum síðar var Android farið að nálgast helmingshlutdeild, iOS sat í öðru sæti og hafði bætt verulega við sig, en markaðshlutdeild annarra framleiðenda hafði minnkað veru- lega. Fyrsti Galaxy-sími Samsung, Samsung Galaxy GT-I7500, var kynntur fyrir tæpum áratug og kom á markað sumarið 2009. Síðan eru símarnir orðnir fjölmargir, enda er Galaxy einskonar yfirheiti með ótal undirmerkjum, til að mynda Galaxy Note, Galaxy S, Galaxy Alpha, Ga- laxy C, Galaxy J, Galaxy M, Galaxy E, Galaxy Gran, Galaxy Mega, Ga- laxy Ace og svo má telja. Sum merkjanna lifðu stutta stund, en önnur lengur. Flaggskipið Flaggskipið, sá sími sem mest hefur verið lagt í og hefur jafnan kynnt helstu tækninýjungar, er S- línan, þriðja Galaxy-gerðin sem kom á markað og sú sem vekur jafnan mesta athygli. Fyrsti Galaxy S-síminn kom á markað í júní 2010 Á títtnefndri kynningu voru ekki bara símar til sýnis, heldur sýndi Sam- sung líka þráðlaus heyrnartól með spanhleðslu og þrjár gerðir af æfinga- úrum: Galaxy Watch Active, Galaxy Fit og Galaxy Fit e. Skjárinn á fyrsta Galaxy S-símanum vakti mikla athygli á sínum t́ima, enda státaði hann af svonefndri AMOLED-tækni, en OLED er lífrænir ljós- tvistar. Slík tækni gefur meiri birtu og skerpu og sterkari liti en flest önn- ur skjátækni sem notuð er í síma sem stendur. Eitt af því sem AMOLED-tæknin býður upp á er að hægt er að sveigja skjái, eins og sjá mátti til að mynda á Samsung Galaxy S6 edge, sem var með rúnnaðan hliðarkant sem var þó hluti af snertiskjánum. Enn lengra í þá átt er gengið í nýjum síma sem einmitt var kynntur um daginn: Sam- sung Galaxy Fold, sem er, eins og nafnið ber með sér, sími sem hægt er að brjóta saman. Á myndinni efst á síðunni má sjá hvernig síminn er þegar búið er að opna hann, en þegar hann er samanbrotinn er hann eins og hver annar sími, er með 4,6" skjá á framhliðinni, með 10 MP myndavél á framhliðinni og samskonar myndavélar á bakinu og S10. Rafhlöðurnar eru tvær, ein í hvorum hluta. Þegar búið er að „opna“ símann blasir svo við 7,3" AMO- LED-skjár og síminn breytist í spjaldtölvu. Snjallúr meðal annars ALLSKONAR APPARÖT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.