Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Það er ekki laust við aðfyrstu yfirlitssýningar áverkum myndlistar-konunnar Eyborgar Guð- mundsdóttur (1924-1977) hafi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda hefur furðu hljótt verið um stuttan en kraftmikinn feril hennar sem spannaði einungis 16 ár. Árið 2007 ritaði Hrafnhildur Schram listfræðingur grein í Skírni um Eyborgu en þá voru liðin 30 ár frá andláti hennar. Greinin er fyrsta ítarlega samantektin á ævi- og list- ferli Eyborgar sem birt er opin- berlega. Fáein verk Eyborgar hafa verið til sýnis á samsýningum á undanförnum árum en árið 1997 var sett upp sýning helguð henni í galleríinu Annarri hæð sem Pétur Arason og Ingólfur Arnarsson starfræktu á Laugavegi um árabil. Það er því löngu tímabært að gera ferli Eyborgar skil með veglegri yfirlitssýningu eins og Hrafnhildur benti réttilega á fyrir meira en tíu árum í greininni. Spör litanotkun einkennir verk Eyborgar, þau byggjast á einfald- leika þar sem samspil grunn- formanna er í forgrunni. Í París tengdist Eyborg helstu forvígis- mönnum abstraktlistarinnar og op- listarinnar sem höfðu mikinn áhuga á skynjun áhorfandans. Á sýningunni má sjá klippimyndir, lágmyndir, þrykk, teikningar og eitt saumað verk, auk málverka, þar sem tilbrigði við hring, fer- hyrning og línu eru gegnumgang- andi viðfangsefni listamannsins. Eyborg stundaði myndlist í frí- stundum á sjötta áratugnum en lagði ekki stund á hefðbundið list- nám á Íslandi. Það var síðan fyrir hvatningu Dieters Roths sem hún hélt til Parísar í listnám, þá orðin 35 ára gömul. Eyborg staldraði hins vegar stutt við í listaskóla í París en sótti þess í stað einkatíma hjá þeim listamönnum sem henni þóttu fremstir í flokki í borginni, meðal annars hjá Victor Vasarely, guðföður op-listarinnar, og Georges Folmer, sem var mikil- virkur á sviði abstraktlistar í Par- ís. Folmer stofnaði hópinn Groupe Mesure þar sem listamenn unnu að frekari framþróun abstraktlist- arinnar og listamenn eins og Leo Breuer og Adolf Fleischman sýndu abstraktverk sem sum hver voru á mörkum op-listar. Franska ljóðskáldið og myndlist- armaðurinn Aurelie Nemours var virk í sýningarhaldi á vegum Salon des Réalités Nouvelles sem Ey- borg tók einnig þátt í á sjöunda áratugnum. Í verki Eyborgar „Altaristöflu“ (1974) og „La Nuit de Baudelaire“ (1973) eftir Nemo- urs má sjá dæmi um hvernig þær eru að vinna úr svipuðum hug- myndum á sama tíma. Þær beita öguðum vinnubrögðum þar sem rétthyrnd formin eru stílhrein og fáguð. Vert er að minnast líka á annan franskan listamann, Roger-- Francois Thépot, sem tók einnig þátt í áðurnefndum sýningum, en hann var auk þess einn stofnenda Groupe Mesure sem Eyborg sýndi með í upphafi sjöunda áratugarins. Eyborg tekur virkan þátt í starfi og þróun þessara hópa listamanna og stendur þeim síst á sporði. Samband listaverks og sjón- rænnar listupplifunar áhorfandans er í forgrunni listaverka sem kennd eru við op-list. Samspil lita og forma framkallar hreyfingu eða blik í sjónskynjun áhorfandans, einhvers konar sjónblekkingu. Vasarely lærði í Muhely-akademí- unni í Ungverjalandi sem tengdist stefnu Bauhaus-skólans í Þýska- landi og hann vildi koma listinni út til fólksins – „listin fyrir alla“. Verk Eyborgar á sviði grafískrar hönnunar og hið formfagra stiga- handrið Hallveigarstaða sem hún hannaði má sjá sem lið í þeirri stefnu þar sem listin fær sinn sess í hversdagslífinu og samræmis list- ar og umhverfis er gætt. Einn þeirra listamanna sem voru í kringum Vasarely var Jesús Rafa- el Soto en stundum hefur verið tal- að um að sjónarhornið sé miðillinn í verkum Sotos. Í mörgum verkum Eyborgar á sýningunni má greina mun meiri samhljóm með verkum Sotos en Vasarelys. Nærtækt er að nefna lagskipt plexiverk Eyborgar frá sýningunni á Mokka 1966 en einnig síðar, í verkum hennar frá Kærkomin kynni Morgunblaðið/Hari Tímabær sýning Rýnir segir „löngu tímabært að gera ferli Eyborgar skil með veglegri yfirlitssýningu.“ Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Hringur, ferhyrningur og lína bbbbm Verk eftir Eyborgu Guðmundsdóttur. Sýningarstjórar: Heba Helgadóttir og Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Sýningin stendur til 28. apríl 2019. Opið daglega frá kl. 10 til kl. 17. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Morgunblaðið/Hari Þrívítt „Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að fá skýrari mynd af ferli Eyborgar“ og sjá fjölda verka. Morgunblaðið/Hari Gott yfirlit „Þetta er sýning sem enginn listunnandi ætti að láta framhjá sér fara,“ segir gagnrýnandinn. Þónokkuð margir höfundarsakamálasagna halda sigvið ákveðið svæði, þarsem helstu persónur koma fyrir í bók eftir bók. Ann Cleeves er einn þessara höfunda og sögur hennar, sem gerast á Hjaltlandseyjum með Jimmy Pe- rez lögregluvarðstjóra í aðal- hlutverki, hafa notið vinsælda. Kvikmyndir eftir bókunum hafa einnig gert sitt til þess að halda sögunum á lofti. Roðabein er dæmigerð saga fyr- ir fámennt og einangrað samfélag, þar sem allir þekkja alla. Frá- sagnir hafa gengið mann fram af manni, sannleikanum hefur verið hagrætt eftir því sem hentar hverju sinni og vandamálin blasa við hvert sem er litið. Lífsbaráttan er eitt, sam- keppnin annað og ekki er allt sem sýnist þar sem græðgi, öf- und og rígur ráða ríkjum. Þegar fólk deyr á óeðlileg- an hátt í þessu umhverfi skiptir máli að þeir sem eftir lifa þurfi ekki að gjalda þess, þó þeir eigi jafnvel hlut að máli. því er reynt að halda hlífiskildi yf- ir sumum en öðrum fórnað. Þegar svo er komið kemur til kasta lög- regluvarðstjórans, sem gengur í hvert mál af yfirvegun og rambar að lokum á lausnina. Sagan er þægileg aflestrar og skemmtilega upp byggð. Inn í sakamál fléttast menntun eða menntunarleysi persóna og áhrif stöðunnar á viðkomandi, framtíð- arsýn og fjölskyldumál og jafnvel Perez er á stundum frekar með hugann við unnustuna og framtíð þeirra en aðkallandi mál í vinnunni. Glæpasöguna Roðabein má flokka sem „mjúka“ saka- málasögu. Ekki er beint hægt að segja að harkan sé í sviðsljósinu Hamingja í skugga glæpa Sakamálasaga Roðabein bbbbn Eftir Ann Cleeves. Snjólaug Bragadóttir þýddi. Ugla útgáfa 2019. Kilja. 351 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR MIKIÐ ÚRVAL AF SÆNSKUM MORA HNÍFUM Karl-Johan sveppahnífur Verð kr. 3.900 Tálguhnífar Verð frá kr. 2.990 Skeiðarkrókar Verð frá kr. 3.950 Smiðshnífur/sporjárn Verð kr. 1.890 Hnífsböð erð kr. 1.520 Spónhnífar Verð frá kr. 5.350 Skátahnífar Verð frá kr. 4.420 V Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vinnuhnífar Verð frá kr. 980 Flökunarhnífur Verð kr. 5.270 Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.